Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.06.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Af óskiljan-legumástæðum guggnaði ríkis- stjórnin á því að afturkalla aðild- arumsókn að ESB með því að fá samþykkta þingsályktunartillögu um það. Stjórnarandstöðunni dugði að tala mun lengur og meir um fundarstjórn forseta en þingsköp leyfa og það ómarktæka prakkarastrik varð til að ríkisstjórnin hrakt- ist frá með sitt mál. Hún hét því á flóttanum að flytja það að nýju en náði ekki að safna kjarki vegna ótta við fundar- stjórn forseta. Í staðinn hraktist ríkis- stjórnin í það að láta starfs- menn utanríkissráðuneytisins semja fyrir sig bréf til ESB sem hafa átti sömu réttaráhrif og afturköllun þings á aðild- arumsókn. Það er raunar rétt að ríkisstjórn er ekki bundin af samþykkt síðasta þings um umsókn sem rak upp á sker á því kjörtímabili. En eftir að slík tillaga var lögð fram sendi það óboðleg skilaboð að ljúka ekki málinu vegna nöldrara í þinginu sem lutu hvorki stjórn né þingsköpum. Ekki batnaði staðan þegar margboðuð endurflutt tillaga birtist ekki. Og enn versnaði hún þegar textinn frá utan- ríkisráðuneytinu birtist og var engu líkara en grautur hefði verið fenginn til að sjóða velling. Almenningur gat engu bjargað því að ríkis- stjórnin hafði samþykkt text- ann sem bréf frá sér og sent til Brussel áður en nokkur fékk að sjá. Stjórnarandstaðan full- yrðir að allt þetta þýði að um- sóknarheimildin sé enn í gangi. Embættismenn í Brussel hafa hvað eftir annað gert íslensku ríkisstjórnina hlægilega út af skrítna bréf- inu og sagst vera að reyna að komast að því hvað torskilið efni þess þýði. Hefur því Ís- land haldist furðu lengi inni á alls konar listum sem um- sóknarríki. Allt hefur þetta verið óbjörgulegt. En það eru fleiri sem gefa íslensku ríkisstjórninni og ut- anríkisráðherranum langt nef út af þessum ólánlegu til- burðum. Styrmir Gunnars- son, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vekur at- hygli á furðuanga í málinu: Utanríkisráðuneytið heldur úti vefsíðu, sem nefnist viðra- edur.is. Í haus þeirrar síðu standa þessi orð: „Aðildarvið- ræður Íslands og ESB 2009-2013./ Vefurinn þjónar hlutverki gagna- geymslu og verð- ur ekki uppfærður þar sem hlé hefur verið gert á aðildar- viðræðum.“ Hlé?! Þótt vefurinn teljist gagna- geymsla og verði ekki upp- færður virðist augljóst að breyta þarf skýringu á því að hann verði ekki uppfærður. Er það ekki rétt skilið að frá sjónarhorni utanríkis- ráðuneytisins hafi viðræðum við Evrópusambandið um að- ild verið slitið og aðildar- umsóknin dregin til baka? Hvers vegna er þann veru- leika utanríkisráðuneytisins ekki að finna í þessari skýr- ingu á hlutverki vefsins? Þetta er sjálfsagt smámál en endurspeglar þó og undir- strikar enn óheilindi og vand- ræðagang í málinu. Og í sömu andrá byrja menn á að tuða um að þeir þurfi endilega að ljúka verk- efnum Jóhönnu og Stein- gríms við að breyta ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar svo að auðvelda megi göng- una inn í ESB. Það er reyndar orðað í froðu um að veita auknar heimildir til al- þjóðlegs samstarfs. Er þetta tal með miklum ólíkindum og fer í þann hrauk sem enn hef- ur ekki verið greitt úr hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn álpaðist til að styðja Stein- grím og Jóhönnu í Icesave með tilheyrandi viðvarandi fylgishruni. Einhver gengur með þá meinloku að þess háttar breytingar væru til vinsælda fallnar (sem væru þá einu rökin). Það er öðru nær. Þegar MMR lét síðast gera könnun meðal almennings um þetta efni var niðurstaðan þessi: Spurt var: Hversu hlynntur eða andvígur ert þú því, að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig, að Al- þingi verði heimilað að fram- selja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana? Skemmst er frá því að segja að aðeins 14% aðspurðra voru því hlynnt að framselja ís- lenskt ríkisvald með þeim hætti en 69% því andvíg! En ríkisstjórnin hefur áður sýnt að hún ræður illa við sig þegar hjartansmál Stein- gríms og Jóhönnu eiga í hlut. Hvernig stendur á því? Þekktar eru matar- eitrunarbakteríur sem menn losna ekki við árum saman} Viðvarandi vandræðagangur Á hverjum degi gefast fjölmargar ástæður til að kalla sig hitt og þetta eða hætta að kalla sig ein- hverju. Það er þó ekki þar með sagt að maður þurfi endilega að gera það. Til dæmis berast reglulega fregnir af allskyns heimsku- pörum og óhæfuverkum fólks úti í heimi, sem ber sama tegundaheiti og ég; Homo Sapiens. Samt hefur mér ekki dottið í hug að skipta því út fyrir eitthvað annað. Maður er svo margt, sagði einhver ein- hverntímann. Við erum stanslaust að skil- greina okkur og aðra, við hvert og eitt okkar eru festir óteljandi ósýnilegir merkimiðar sem kveða á um aldur, starf, menntun, skoðanir, búsetu, hjúskaparstöðu, áhugamál, geðslag og margt annað. Ég bý í Kópavogi og er þess vegna Kópavogsbúi. Bless- unarlega er hegðun bæjarbúa langoftast til fyrirmyndar þannig að ég hef ekki haft ástæðu til að fara í felur með þessa búsetu. Skyldi svo ólíklega fara að einn eða tveir Kópavogsbúar tækju upp almennan dólgshátt væru mín fyrstu viðbrögð ekki að ljúga til um búsetu og segjast vera Tálknfirðingur eða Hornfirðingur (sem munu reynd- ar vera annáluð prúðmenni). Ég veit að jafnrétti kynjanna er ekki náð og hef einlæg- an áhuga á að leggja mitt af mörkum til að svo verði. Þess vegna er ég femínisti. Ég hef aldrei séð ástæðu til þess að hætta að kalla mig femínista, þrátt fyrir að einhver annar slíkur segi eða geri eitthvað sem mér hugnast ekki. Að hætta að aðhyllast hugmyndafræði, sem hefur það inntak að jafna stöðu karla og kvenna, er álíka rökrétt og að segjast ætla að hætta að ferðast með flugvélum í utanlands- ferðum og bíða frekar eftir næsta haustskipi. Eftir að Hildur Lilliendahl, sem er yfirlýst- ur femínisti, skrifaði umdeilda Facebook- færslu fyrir skömmu, sem skilja hefði mátt þannig að hún teldi sjómenn ofbeldisfyllri en aðrar starfsstéttir, ákváðu einhverjir að segja skilið við femínisma og básúnuðu það bæði hátt og víða. Það væri hreinlega ekki hægt stundinni lengur að aðhyllast sömu hug- myndafræði og kona sem svona skrifaði. Skilj- anlegt er að mörgum hafi sárnað þessi um- mæli Hildar, en þau koma öllum þeim sem kalla sig femínista einfaldlega ekkert við. Femínistar eru allskonar fólk með ýmsar stjórnmála- skoðanir, í margvíslegum störfum og á öllum aldri. Femínismi nær yfir breitt svið hugmynda og áherslu- málin breytast í samræmi við samfélagsþróunina. En markmiðið er alltaf það sama; að konur og karlar njóti sömu tækifæra. Það er t.d. fyrir tilstuðlan femínismans að konur fengu kosningarétt fyrir 100 árum. Fyrir því þurfti svo sannar- lega að berjast, en sem betur fer gáfust formæður okkar og -feður, þau sem voru femínistar fyrir 100 árum, ekki upp á hugmyndafræðinni vegna þess að einhver sagði eitthvað. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þegar einhver segir eitthvað … STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Alls eru 676 félagsmennBHM í verkfalli, nú þegarníu og hálf vika er liðin fráþví að fyrstu verkföllin hjá BHM skullu á, þann 7. apríl sl. Verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí sl. og hefur því staðið í tvær og hálfa viku. Flestir virðast búast við að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setji lög um frestun verkfalla BHM og hjúkrunarfræð- inga, þar sem deiluaðilum verði gef- inn ákveðinn frestur til þess að ná samningum en náist þeir ekki verði deilunum vísað til gerðardóms. Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari sleit viðræðum BHM og samninganefndar ríkisins skömmu fyrir klukkan 22 í fyrra- kvöld eftir 13 klukkustunda við- ræður í húsakynnum ríkissátta- semjara, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Fyrr um dag- inn, eftir þriggja tíma fund hjá ríkis- sáttasemjara, hættu hjúkrunar- fræðingar og ríkið sínum viðræðum. Lengsta verkfallið 130 dagar Lengsta verkfall síðustu rúmu fimmtíu árin er verkfall togarasjó- manna árið 1962, en þeir voru í verkfalli í 130 daga, frá 10. mars til 18. júlí. Árið áður voru verkfræð- ingar í 112 daga verkfalli, frá miðju sumri og langt fram á vetur. Fast á hæla þeirra fylgja svo bakara- sveinar, sem voru í verkfalli í 101 dag árið 1957. Þetta kemur fram í sögu Alþýðusambandsins, sem Sum- arliði Ísleifsson sagnfræðingur rit- aði og kom út í tveimur bindum árið 2013. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að frá árinu 1985 hafa fimmtán sinnum verið sett lög á verkfalls- aðgerðir, þar af þrisvar á árinu 2014. Friðsamlegt framan af Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem lét af störfum þann 1. júní sl., skrifaði í ársskýrslu sinni fyrir árið 2014 að það væri eftirtektarvert að það sem af væri þessari öld hefði það fyrst verið árið 2014 sem stéttarfélög hefðu látið reyna á heimildir til verkfalls- aðgerða á almenna markaðnum. „Á tímabilinu 2000 og fram til 2008 var almennt samið um kaup og kjör án átaka. Á erfiðleikaárunum 2008 til 2013 var einnig lítið um boðun að- gerða og nánast einstakt að af þeim yrði,“ skrifaði Magnús. VR síðast í átök 1988 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir það rétt að til mikilla átaka hjá stóru fylkingunum á almenna vinnumark- aðnum hafi ekki komið lengi, þar til á liðnu ári. „Sem dæmi nefni ég að VR fór síðast í átök árið 1988, Dags- brún, nú Efling, fór síðast í verkfall árið 1997,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eftir 1990 og fram á síðasta ár hefur módelið verið samræðumódel, sem hefur byggst á því að deiluað- ilar hafa með samræðu náð saman um lausnir. Þess vegna eru það sár vonbrigði að missa þetta frá okkur, sem átti að vera upplegg að sam- starfi og sátt, í þessum svokallaða aðfarasamningi,“ sagði Gylfi. Hann kvaðst óttast að langur tími myndi líða, jafnvel nokkur ár, áður en grundvöllur hefði skapast á ný til þess að taka þessa samræðu deiluaðila áfram. Gylfi rifjar upp að árið 1986 hafi verið gerð tilraun til þess að gera þjóðarsátt. Sú tilraun hafi mistekist. Það hafi ekki verið fyrr en fjórum árum síðar, árið 1990, sem þjóðar- sáttarsamningar hafi náðst. Það hafi þannig tekið fjögur ár að koma sam- skiptum deiluaðila í samt horf aftur. Langt frá því að vera lengsta verkfallið Morgunblaðið/RAX Haustið 1984 Verkfall Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og kennara í Kennarasambandi Íslands í október 1984 stóð í 27 daga. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og sérfræð- ingur í vinnumarkaði, birti rannsóknargrein sína Verkföll og verkfallstíðni á íslenskum vinnumarkaði 1976-2004 í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2006. Tapaðir vinnudagar Þar skrifaði Gylfi m.a.: „Opin- berir starfsmenn sem fengu verkfallsrétt med lögum árið 1976 hafa verið duglegir að nýta hann, en fyrstu verkföll opinberra starfsmanna skullu á með miklum þunga árið 1977. Landverkafólk hefur á hinn bóginn síður efnt til verk- falla... Árin 1977, 1984, 1989, 1992, 1995, 2000 og 2004 er meirihluti tapaðra vinnudaga í verkföllum hér á landi vegna verkfallsaðgerða opinberra starfsmanna.“ Nýta fremur verkfallsrétt OPINBERIR STARFSMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.