Morgunblaðið - 12.06.2015, Side 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Ég gekk fyrir stuttu
fram hjá tveimur óvita
stráklingum þar, sem
þeir voru að leik í
sandkassa og eitthvað
hafði þeim óvitunum
orðið sundurorða því
annar sagði: „Pabbi
minn er sterkari en
pabbi þinn.“ Þá gall við
í hinum: „Pabbi minn
er sko sterkari en
pabbi þinn því hann er lögga.“
Þessi orðaleikur óvitanna minnti
verulega á verkfallavitleysuna sem
nú dynur á þjóðinni, öllum til veru-
legs ama og óþurftar og veldur
verulegu tjóni fyrir þjóðarbúskap-
inn og alla Íslendinga. Hver at-
vinnustéttin af annarri heimtar
hærri laun því hin stéttin sé komin
komin svo langt fram úr í prósent-
um talið, sem sérvaldir vinstri „snill-
ingar“ eru búnir að reikna út og
auðvitað tóm vitleysa eins og sand-
kassaleikurinn bar með sér. Ekki er
heldur von á góðu með lausn kjara-
málanna þegar kommúnistinn Páll
Halldórsson og samfylkingarkonan
Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem
verið hefur ráðherra og þingmaður,
ráða för og atlögunni beint einungis
að ríkisstjórninni því allt þetta fólk,
bæði BHM og hjúkrunarfræðingar,
hafa góð laun og þarf ekki meira en
þjóðarskútan getur greitt þeim.
Slagorðin hjá þessu menntafólki
er „menntun metin til launa“ en
hver reiknar út þau laun? Páll Hall-
dórsson með Þórunni sér við hlið,
ekki spyr ég að. Þetta verkfallsfólk,
sem ég kalla svo er flest vel upp alið
af foreldrum og forráðamönnum og
hefur allt verið rétt upp í hend-
urnar, viðurværi og hjálpað á ýmsan
hátt til menntunar, sem það er í dag.
Hvernig væri nú að hálaunafólkið,
sem margt hvað hefur allt af öllu
hugsi nú til foreldra sinna og ann-
arra forráðamanna, sem í mörgum
tilfellum eru í dag með 165 þúsund
kr. í mánaðalaun. Þetta er fólkið,
sem í svita síns andlits kom þessu
hálaunafólki til manns en það er allt-
af sama gamla sagan að sjaldan
launar kálfurinn ofeld-
ið. Ég segi við þetta
verkfallsfólk hættið að
láta stjórnast af
vinstra öfgafólki því
eftir því, sem þið
heimtið meira en þjóð-
arskútan getur borið
og greitt ykkur verður
það bara til þess að
vextir, verðlag og óða-
verðbólga fer úr bönd-
unum og skal ég nú
segja ykkur hverjir
fara verst út úr því, en það eru ein-
mitt foreldrar ykkar og góðu uppal-
endur, sem komu ykkur til manns
og mennta.
Að lokum þetta þið, sem viljið
segja upp störfum t.d. hjúkr-
unarfræðingar og flytja úr landi
eins og forkólfar ykkar samtaka
hóta í sífellu þá auðvitað gerið þið
það, þá meina ég ef þjóðernis-
kenndin er ekki meiri og þið virðist
ekki hafa sjúklingum ykkar og öðru
góðu fólki neitt að þakka og virða þá
bara farið þið.
En ég auðvitað mun seint trúa því
að fyrir einhverjar krónur og veru-
lega ósvífni í framkomu og hegðun
ykkar samningafólks að þið munuð
yfirgefa ykkar kærasta sam-
ferðafólk. Það er með ólíkindum að
fjármála- og heilbrigðisráðherra
skuli ekki vera búnir að binda enda
á þessa deilu, eins mikinn skaða og
hún er búin að valda þjóðinni því
það er þó búið að bjóða hliðstæðar
hækkanir og til þeirra lægst laun-
uðu og segið svo að hin rammasta
vinstri öfgapólitík sé ekki í spil-
unum.
„Pabbi minn
er sterkari en
pabbi þinn“
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
»Hvernig væri að há-
launafólkið, sem
margt hvað hefur allt til
alls, hugsi til foreldra
sinna og forráðamanna,
sem í dag hafa 165 þús-
und kr. í mánaðarlaun?
Höfundur er eldri borgari.
Fyrir fáum dögum
var undirritaður á
fundi atvinnuvega-
nefndar Alþingis
ásamt Laufeyju
Bjarnadóttur, kúa-
bónda á Snæfellsnesi,
Katrínu Andrésdóttur
fv. héraðsdýralækni á
Suðurlandi og dr.
Ólafi R. Dýrmunds-
syni búfjárfræðingi og
fv. ráðunaut Bændasamtaka Ís-
lands vegna ofangreinds máls og
varaði eins og þau eindregið við
því að flýta sér um of við að leyfa
innflutning á sæði úr norskum
holdanautum til Íslands með svo
ábyrgðarlausum hætti sem að er
stefnt. Ég tók fram að sjálfur væri
ég eindregið á móti innflutningi að
svo lítið athuguðu máli og taldi
hann stefna í hættu miklu meiri
hagsmunum en þeim sem eftir er
sóst. Nauðsynlegt er að vekja at-
hygli almennings á þeirri hættu
sem hér er á ferð.
Innflutningur á nýju kúakyni
þarfnast ítarlegri athugunar og
rökstuðnings, áður en ákvörðun er
tekin. Innflutning ætti að bera
undir alla kúabændur á Íslandi og
almenning í landinu, ekki bara
holdanautabændur og ekki láta af-
drif frumvarpsins ráðast af vilja og
þrýstingi meiri hluta stjórnar
Landsambands kúabænda og af-
greiðslu Bændasamtaka Íslands
eingöngu. Halda þarf málþing í
Bændahöllinni og ræða hættuna á
smitsjúkdómum þekktum og
óþekktum og aðrar af-
leiðingar, áður en
ákvörðun er tekin.
Þetta innflutningsmál
getur orðið afdrifaríkt
fyrir landið og lands-
menn alla, ef að því er
hrapað í flaustri og
fyrirhyggjuleysi eins
og gera átti, þegar
síðast var stefnt að
innflutningi á erfða-
efni nautgripa, en því
var þá afstýrt vegna
þess að vilji almenn-
ings og allra kúabænda kom fram
og tekið var tillit til hans.
Ég endurtek þá skoðun mína
sem ég setti fram í greinargerð
minni og á fundinum og hef áður
gert, að innflutningur af þessu tagi
er ekki síður illt fordæmi vegna
þess, sem á eftir kemur og er
óhjákvæmilegt, ef byrjað er. Það
er endurtekinn innflutningur á
komandi árum með margföldun á
smithættu, ekki bara fyrir holda-
nautastofninn, heldur einnig fyrir
mjólkurkúakynið, þar sem holda-
naut og mjólkurkýr eru mjög víða
í nábýli. Nýr smitsjúkdómur, sem
berst í holdanaut við slíkan inn-
flutning verður fljótlega kominn í
mjólkurkúakynið. Það hlýtur að
snerta allan almenning vegna
áhrifa, sem það getur haft fyrir af-
drif íslensku kýrinnar og eiginleika
mjólkurinnar úr íslenska kúakyn-
inu, sem eru einstakir og skipta
máli í sambandi við áhættu á syk-
ursýki í börnum og ungmennum
og jafnvel fyrir ostagerð. Hér ættu
menn að kynna sér greinargerð
Stefáns Aðalsteinssonar búfjár-
fræðings frá fyrra stríði um inn-
flutning á nýju kúakyni. Það er
óhugsandi, að sama varúð verði
sýnd hverju sinni, eftir að inn-
flutningur af þessu tagi hefst.
Þessum innflutningsóskum er
stefnt gegn íslensku mjólkurkúnni,
henni Búkollu. Það hafa sumir
kúabændurnir látið í ljós beint og
óbeint. Á þessu þurfa menn að
átta sig. Það er stefnt að því að
skipta um mjólkurkúakyn.
Kúariða er nýfundin í Noregi í
fyrsta sinn. Ég vil vekja athygli
nefndarinnar á því, að stutt er síð-
an kúariða fannst í kú af holda-
nautastofni í Noregi í fyrsta sinn.
Það var talin vera sú gerð, sem er
minna smitandi en sú sem er lífs-
hættuleg fyrir fólk, einkum ung-
menni. Svo mikið er þó víst, að
smitefni er til staðar í riðu-
sjúklingum af hvaða afbrigði sem
er bæði í sauðfé og nautgripum.
Hingað til höfum við verið laus við
kúariðu á Íslandi. Það má þakka
öflugum vörnum og því að enginn
afsláttur var gefinn á öryggis-
kröfum, eins og nú er verið að
fitja upp á illu heilli. Það er ald-
eilis ótrúlegt, hvað ungir menn
eru fáfróðir og skeytingarlausir
margir
og gamlir fljótir að gleyma. Við
þekkjum, hve erfitt eð að losna við
sauðfjáriðu, ef hún nær að festa
rætur og dýrt hefur það verið fyr-
ir landið. Sama gildir um kúa-
riðuna, þar sem hún hefur náð að
festa rætur erlendis. En þótt að-
gerðirnar hafi verið áhrifaríkar
gegn sauðfjárriðunni, er hætta á
ferðum vegna þess að illu heilli
hefur verið slakað of fljótt á vörn-
um, lagðar niður varnarlínur,
ábyrgðarlausir flutningar leyfðir á
gripum og smitmenguðu efni. Við
vitum of lítið um kúariðuna enn til
að segja með vissu hver áhættan
er. Ágiskanir eru uppi um upphaf
og þýðingu þessa smitefnis. Við
þurfum að kanna betur eðli þessa
hættulega sjúkdóms áður en
lengra er haldið úr því að við er-
um svo lánssöm að hafa sloppið
við að fá hann í kýrnar okkar. Er
virkilega þörf á að gefa eftir og
slaka á vörnum. Fjöldi annarra og
nýrra smitsjúkdóma, sem ekki eru
hér, þekkjast erlendis og gætu
borist til landsins, ef svo er farið
fram, sem að er stefnt. Ekki má
heldur gleyma því að margir smit-
sjúkdómar eru óþekktir í heim-
inum og óskilgreind hættan af
þeim, rétt eins og kúariðan var áð-
ur og nýjir spretta upp í miklum
fjölda og þrengslum. Þá gætum
við dregið til okkar með ógætiegu
framferði. Hver er ávinningurinn?
Þarf ekki að áætla hann og setja
fram til samanburðar aðrar lausn-
ir? Hvers virði er fyllsta vörn
gegn áhættu? Ég hvet ykkur til að
standa í fætur, þótt það geti verið
óvinsælt fyrir einhverja.
Lifið heil og stöndum saman um
að verja landið gegn smit-
sjúkdómum.
Innflutningur á nýju kúakyni
er það sem að er stefnt
Eftir Sigurð
Sigurðarson » Þetta innflutnings-
mál getur orðið af-
drifaríkt fyrir landið og
landsmenn alla, ef að því
er hrapað í flaustri og
fyrirhyggjuleysi.
Sigurður Sigurðarson
Höfundur er sérfræðingur í
sjúkdómum nautgripa.
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
mbl.is
alltaf - allstaðar