Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma VÍKKAÐU HRINGINN Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið. Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir einn af áskrifendum okkar. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí. Hraðfréttir eru aldeilis skemmti- legt sjónvarpsefni og synd að þær skuli vera komnar í sumarfrí. Von- andi fáum við að njóta þeirra aftur í haust. En ég vil benda unnendum Hraðfrétta á annan þátt, ekki síðri, en það er hinn bráðskemmtilegi og smellni þáttur Áttan sem sýndur er á mbl.is á vefslóðinni mbl.is/attan. Sá þáttur gefur Hraðfréttum ekk- ert eftir í sprelli og prakkaraskap. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður lýsti Hrað- fréttum í Velvakanda (19. maí) sem „neðanþindarþrugli“ og grófasta klámi „eins og tíðkaðist á togurum og annars staðar þar sem menn voru krepptir af kynþörf“. Áhorf- andi RÚV notaði orðin „aulahátt- ur“ og „afkáraskapur“ á sama vett- vangi (5. maí) um þáttinn. Ég skora á þá að horfa á Áttuna, það er áreiðanlega efni sem þeir kunna betur að meta. Fjölskyldufaðir í Foldahverfi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hraðfréttir frábærar og Áttan ekki síðri Prakkarar Áttan á mbl.is er sögð gefa Hraðfréttum ekkert eftir í sprelli og prakkaraskap. Undanfarna þrjá áratugi hefur á sumar- sólstöðum áhugahóp- ur, svonefndur sól- stöðuhópur, blásið til sólstöðugöngu á höfuðborgarsvæðinu. Hin fyrsta, árið 1985, var alla leið frá Al- mannagjá á Þingvöll- um til Kjarvalsstaða í Reykjavík, en allar hinar hafa farið fram víðs vegar um borgina og nágrenni. Löngum var breytt til frá ári til árs en síðasta áratuginn var gangan framan af farin sömu leiðina um- hverfis Öskjuhlíð en fyrir fimm ár- um var gangan í fyrsta sinn skipu- lögð í samvinnu við Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur og færð til Viðeyjar. Nú er boðað til þrítug- ustu og fyrstu sólstöðugöngu, hinn- ar fimmtu í Viðey undir forystu Borgarsögusafns Reykjavíkur. Hún verður í Viðey sunnudagskvöldið 21. júní nk. Fólk er hvatt til að drífa sig út í Viðey þetta kvöld og njóta útivistar og samvista við samferðamenn í rólegri göngu um kyrrlátan sögustað. Tilgangur sólstöðugöngu Tilgangur sólstöðugöngunnar er í senn jarðbundinn og háfleygur. Annars vegar er það auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi þegar sól er hæst á lofti að taka þátt í rólegri hóp- göngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um það sem fyrir augu ber á göngunni, fróðleikur um náttúru og sögu. En hins vegar er sól- stöðugöngunni ætlað að vera dálítil stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erf- iðleika, gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti tilverunnar nokkur ár. Fyrir hundrað árum vorum við ekki til og eftir önnur hundrað verðum við ekki til, alltént ekki hér! Meginatriði hinnar árlegu sólstöðuhátíðar er sólstöðumínútan sem sólstöðugönguhópurinn hefur nefnt svo, tímamótin tvenn á för jarðar um sólu. Stjarnfræðingar hafa reiknað út af nákvæmni hve- nær sólstöður verða, hvenær er komið að því tímabili að daginn hættir að lengja. Þetta andartak hefur verið kallað sólstöðumínútan og verður í ár kl. 16.38 sunnudag- inn 21. júní. Því miður verður sól- stöðumínútan að þessu sinni liðin þegar sólstöðugangan í Viðey mun eiga sér stað en alla jafna er venjan að staldra við í þögn þessa einu mínútu, sólstöðumínútuna. Það er eitt sem er magnað við sólstöðumínútuna ef svo mætti segja: hún er á sama tíma um alla jörð! Þetta finnst mörgum augljóst en það er draumur sólstöðuhópsins að fólk víðs vegar um lönd komi sér saman um að fagna sólstöðumín- útunni, þá samtímis um alla jörð í „meðmælagöngu með lífinu og menningunni“. Alþjóðleg sólstöðuhátíð Vígorð sólstöðugöngu, sólstöðu- hátíðar, „meðmælaganga með lífinu og menningunni“, hefur fengið hljómgrunn. Æ fleiri á Íslandi skipuleggja sólstöðuhátíðir, en allt frá upphafi hefur verið stuðlað að því að hugmyndin breiddist út. Mælt hefur verið með því að fólk víðs vegar um land fagni sólstöðum með jákvæðum hætti hver á sína vísu, jafnvel einir sér í kyrrþey eða margir saman með látum. Hið lang- þráða takmark er að samfagna landa á milli með því að stofna til eða ná tengslum við sólstöðuhátíðir erlendis með svipaða hugsjón að leiðarljósi. Vinnum að einingu og friði á jörðinni með sameiginlegri hátíð, mannkynshátíð. Engir dagar væru betur til þessa fallnir en sól- stöðudagarnir tveir í júní og des- ember. Jarðbundin stund og háfleyg í senn – sólstöðuganga í Viðey Eftir Þór Jakobsson » Það er eitt sem er magnað við sól- stöðumínútuna ef svo mætti segja: hún er á sama tíma um alla jörð! Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur. Í Staksteinum Morgunblaðsins 9. júní sl. er spjótum beint að undirskriftasöfnuninni Þjóðareign.is þar sem skorað er á forsetann „að vísa í þjóðar- atkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi sam- þykkir þar sem fisk- veiðiauðlindum er ráð- stafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðar- eign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Auk hefðbundinnar aula- fyndni í þessum ritstjórnardálki er farið með rangfærslur. Í fyrsta lagi segir í Staksteinum: „Það er of seint að skora á forset- ann að skrifa ekki undir … frum- varp [um makrílkvóta], því að það er hann búinn að gera fyrir löngu, ella hefði það ekki orðið stjórnar- frumvarp.“ Sú undirskrift forseta sem hér um ræðir er formsatriði og hefur forseti enga heimild til að inna hana ekki af hendi. Auk þess birtast stjórnarfrumvörp ekki al- menningi fyrr en eftir að forseti hefur skrifað undir framlagningu þeirra en þá væri áskorun á forset- ann um að gera það ekki of seint á ferðinni. Þá segir: „Og of snemmt er að senda áskorun um lögin, því fyrst þarf að samþykkja þau og birta … og þá fyrst geta menn hafið áskor- anir.“ Frá samþykkt frumvarps á Alþingi og þar til forseti skrifar undir líða oft ekki nema klukku- stundir, í mesta lagi dagar. Það gef- ur því auga leið að undirskriftasöfn- un á þeim örtíma er óframkvæman- leg enda hefur alltaf verið hafist handa við undirskriftir af þessu tagi meðan mál eru enn í umfjöllun Alþing- is. Samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar getur forseti hafnað því að undirskrifa lög frá Alþingi, en því fylgir ekki heimild til að neita að undirrita framlagningu stjórn- arfrumvarpa. Enda hefur núverandi forseti með undir- skrift sinni staðið að framlagningu þeirra þriggja stjórnarfrumvarpa (um fjölmiðla og tvö um Icesave) sem hann síðan neitaði að staðfesta sem lög frá Alþingi og lagði því í dóm þjóðarinnar. Hvaða tilgangi þjóna þessar blekkingar í Staksteinum? Er verið að fæla fólk frá því að skrifa undir áskorunina með röngum upplýs- ingum? Eða er ætlunin að væna forsetann um tvískinnung ef hann, nauðbeygður eða ekki, fellst á framlagningu frumvarps en neitar síðan að skrifa undir þegar frum- varpið er orðið að lögum frá Al- þingi? Staksteinar villa um fyrir fólki og forseta Eftir Þorkel Helgason »Er verið að fæla fólk frá því að skrifa und- ir áskorunina með röng- um upplýsingum? Eða er ætlunin að væna for- setann um tvískinn- ung? Þorkell Helgason Höfundur er einn af aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar Þjóðar- eign.is Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.