Morgunblaðið - 12.06.2015, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
✝ Jóhanna fædd-ist á Sjónarhæð
á Ísafirði 20. júlí
1940. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 6. júní 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Guðjóns
Elíasar Jónssonar,
f. 20. febrúar 1895,
d. 11. febrúar 1980,
og Jensínu Sig-
urveigar Jóhannsdóttur, f. 5.
ágúst 1907, d. 15. júní 1995.
Systkini Jóhönnu eru bræðurnir
Skúli, f. 17. júlí 1942, og Friðrik,
f. 11. apríl 1945. Einnig þau El-
ísabet, f. 28. janúar 1922, d. 21.
janúar 2009, og Baldur, f. 23.
febrúar 1929, d. 7. nóvember
2003, samfeðra, og svo Guðlaug
Brynja Guðjónsdóttir, f. 23.
febrúar 1935, d. 24. desember
2008, sammæðra. Hinn 1. sept-
ember 1973 giftist Jóhanna eft-
irlifandi eiginmanni sínum Dav-
íð Péturssyni, f. 2. apríl 1939,
Grund í Skorradal. Foreldrar
hans voru Pétur Bjarnason, f. 8.
desember 1903, d. 10. desember
1944, og Guðrún Davíðsdóttir, f.
6. október 1914, d. 10. október
1995. Jóhanna og Davíð eign-
uðust fjögur börn, þau eru 1)
stundaði nám í Austurbæjar-
skóla, síðan var hún í einn vetur
í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni en lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar vorið 1957. Ævintýraþrá
hennar gerði það að verkum að
hún fór til London til að læra
ensku og gekk í heimavist-
arskóla fyrir stúlkur er hét The
Bridge House. Við heimkomu
fékk hún vinnu hjá Axel í Nesti,
sem rak kaffihús í kjallaranum á
Uppsölum. En 1. apríl 1958
sagðist hún hafa stigið eitt af
mestu gæfusporum í lífi sínu
þegar hún hóf störf í Bókabúð
Lárusar Blöndal. Þau hjón, Lár-
us og Þórunn Kjartansdóttir,
reyndust henni ávallt sem aðrir
foreldrar. Hjá Lárusi starfaði
hún hátt í 16 ár. Eftir að þau
Davíð kynntust og gengu í
hjónaband fluttist Jóhanna að
Grund í Skorradal þar sem þau
bjuggu síðan. Jóhanna var virk í
félagsstörfum í sveitinni. Var fé-
lagi í Kvenfélaginu 19. júní, sat
þar í stjórn í mörg ár og einnig í
stjórn Sambands borgfirskra
kvenna. Þá var hún virk í starfi
Félags eldri borgara í Borg-
arfjarðardölum þar til hún
veiktist í vor. Þá starfaði hún
sem sjálfboðaliði hjá Rauða
krossinum í Borgarfjarðarhér-
aði síðustu árin. Jóhanna unni
mest fjölskyldu sinni, börnum
og barnabörnunum.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 12. júní
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
Pétur, f. 27. júní
1974, giftur Þór-
hildi Ýri Jóhann-
esdóttur, f. 30. júní
1973, og eiga þau
þrjú börn, Mel-
korku Sól, f. 2000,
Davíð, f. 2003, og
Erlu Ýri, f. 2009. 2)
Jens, f. 25. febrúar
1976, giftur Sig-
rúnu J. Steindórs-
dóttur, f. 19. des-
ember 1970, og eiga þau tvö
börn, Anna Birta, f. 2009, og
Ester Elísabet, f. 2013. 3) Guð-
rún, f. 16. júní 1978, gift Nirði
Stefánssyni, f. 4. október 1977,
og eiga þau þrjú börn, Dagmar,
f. 2005, Heiður, f. 2009, og Þor-
björn, f. 2012. 4) Guðjón Elías, f.
16. ágúst 1981, í sambandi með
Þuríði Kr. Sigurðardóttur, f. 6.
ágúst 1974, og eiga þau eina
dóttur, Thelmu Rut, f. 2015.
Fyrir á Guðjón þrjú börn úr
fyrra sambandi, en þau eru Jó-
hanna, f. 2004, Hrafnhildur
Brynja, f. 2006, og Þorsteinn
Gylfi, f. 2008.
Jóhanna ólst upp á Ísafirði til
11 ára aldurs er fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur. Bjuggu
þau fyrst á Flókagötu 45 og síð-
ar í Álfheimum 29. Jóhanna
Elsku mamma mín. Þá er
komið að því. Eitt það erfiðasta
sem ég hef gert og kveið fyrir
en það er að kveðja þig. Maður
er það sjálfselskur að maður vill
hafa foreldra sína hjá sér alltaf
en þetta er eitt af því sem eng-
inn getur flúið, það er dauðinn.
Söknuður og minningarnar
koma yfir mig þessa daga. Held
að flestir séu sammála mér að
gengin er ein stórkostlegasta
manneskja sem hægt var að
kynnast. Vinir mínir hafa
dásamað hana og hrósað fyrir
skemmtilegheit, stundum þann-
ig að maður hugsaði að það
væri jafnvel best að hafa hana
alltaf með sér á alla viðburði;
full af fróðleik, vel máli farin og
sagði oftar en ekki skemmti-
legar sögur af sér. Held að
flestir séu farnir að þekkja
dekkjasöguna þegar hún og
pabbi kynntust. Bílar voru
kannski ekki alltaf í uppáhaldi
hjá henni og var oftar en ekki
þannig að hún pirraðist yfir því
að endalaust væri hægt að tala
um bíla og skoða bíla. Veit nú
ekki hvort ég hafi valdið henni
vonbrigðum með að velja bif-
vélavirkjun sem vinnufag, en
það kom henni engan veginn á
óvart, enda með bíladellu. Var
ég nú duglegur að minna hana á
það að það hefði nú verið bíll
sem kom henni og pabba sam-
an, eða hluti af bíl. Þá var gam-
an að sjá svipinn á henni og
fljót að brosa og samþykkja
það. Held að henni hafi ekki
þótt leiðinlegt að aka um á góð-
um og flottum bíl. Eitt af því
sem einkenndi mömmu var
traust en hún gat nú gleymt sér
stundum þessi elska, eins og
eitt skipti þegar ég var að
skipuleggja óvissuferð með
vinnunni minni. Ég hafði skipu-
lagt ferð í sveitina mína sem
átti að vera á Hvanneyri, í
Skorradal og enda svo með
kvöldverði í Borgarnesi. Kom
mamma inn á verkstæði til mín
og spurði mig svo þannig að
nánast því allir heyrðu. „Varstu
búinn að heyra í honum Guð-
mundi á Hvanneyri út af ferð-
inni ykkar?“ Ég varð náttúrlega
hundfúll og svaraði „Ohhh
mamma, það er ástæða fyrir að
þetta heitir óvissuferð!!“ Greyið
mamma var í rusli yfir þessu en
þetta er eitt af því sem kætir
mig í dag og veitir mér góða
minningu. Ég gæti í raun haldið
áfram endalaust en með þessum
fáu orðum vil ég þakka mömmu
minni fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig, stuðninginn í öllu sem
ég hef tekið mér fyrir hendur
og vandamálum, ásamt pabba.
Betri foreldra hefur ekki verið
hægt að hugsa sér.
Elsku mamma mín, ég vona
að þú sért komin á góðan stað
og sért komin í faðm foreldra
þinna. Missir okkar er mikill en
enginn er missirinn eins og
pabba. Ég lofa að sjá um pabba
eins og ég lofaði þér.
Þinn sonur,
Guðjón Elías Davíðsson.
Elsku amma. Það var svo
gaman að koma í sveitina á
Grund til þín og afa og vera
með ykkur. Þið tókuð okkur
alltaf opnum örmum. Sérstak-
lega var skemmtilegt fríið okkar
til Flórída og að fá að fara í
Disney World.
Með þessu ljóði kveðjum við
þig með þökk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Við elskum þig og söknum
þín mikið, elsku amma.
Jóhanna, Hrafnhildur
Brynja, Þorsteinn Gylfi og
Thelma Rut.
Jóhanna Guðjónsdóttir var
nokkurs konar stóra systir okk-
ar „barna“ Þórunnar og Lár-
usar Blöndal. Jóhanna vann hjá
föður okkar í Bókabúð Lárusar
Blöndal og var sú eina af fjölda
starfsstúlkna sem bar titilinn
verslunarstjóri, enda fór aldrei
á milli mála að hún var sú
starfsstúlka að öllum hinum
ólöstuðum sem hann bar mesta
traust til og stóð honum næst.
Þeirra samstarf stóð lengi og
var óvenjutraust og farsælt
enda Jóhanna gædd mörgum
kostum sem ekki aðeins faðir
okkar mat mikils, heldur öfund-
uðu flestir kaupmenn á svæðinu
pabba af Jóhönnu. Hún var
glæsileg stúlka, glaðlynd og
hafði þennan sjarma sem ekki
er áunninn heldur einungis
sumum gefinn. Hún var hörku-
dugleg, dagfarsprúð og kurteis,
góð tungumálamanneskja og
kunni að geðjast og þjóna fólki.
Faðir okkar var í þekktum
kaffiklúbb kenndum við Pfaff og
þar voru kaupmenn, listamenn,
þingmenn og ráðherrar sem all-
ir þekktu Jóhönnu og þeir báru
allir lotningarfulla virðingu fyrir
Jóhönnu og trúlega voru margir
þeirra skotnir í þessari glæsi-
legu dömu sem Lárusi Blöndal
lukkaðist að fá sér við hlið í svo
mörg ár.
Fyrir okkur börn Lárusar
sem öll unnum í öllum okkar frí-
stundum frá skóla í bókabúð-
inni, var Jóhanna sá karakter
sem aldrei var mótmælt og allt-
af hlýtt umyrðalaust, enda virð-
ing okkar og væntumþykja slík
að hún var algjörlega hafin yfir
krítík. Jóhanna var þannig per-
sóna að það var fullkomin sátt
um hana.
Aldrei vorum við ósammála
Jóhönnu, það var einfaldlega
ekki í boði, hún vissi upp á hár
hvernig átti að koma fram við
okkur, hennar hlýja viðmót til
okkar og væntumþykja setti
hana á ákveðin stall hjá okkur.
Á öllum myndum í gegnum tíð-
ina sem teknar voru í bókabúð-
inni, á bókamarkaðnum og/ eða
við hátíðlegar athafnir í þessum
hóp var Jóhanna brosandi eins-
konar „logo“ fyrir hópinn, því
öllum líkaði vel við Jóhönnu
enda sá hún um að öllum liði vel
í hennar návist.
Svo kom sá dagur að ástin
tók völdin hjá Jóhönnu og
Skorradalur fékk að deila henni
með okkur og loks að nema
hana á brott. Það var kannski
dálítið erfitt fyrst en við gerðum
okkur grein fyrir því að Jó-
hanna átti sig sjálf. Á Grund
hófst síðan hennar fegursta
skeið með sínum indælis manni
Davíð á Grund og börnum
þeirra.
Stundirnar saman urðu færri
en samt var alltaf gott samband
og aldrei skyggði á þessar fal-
legu minningar og artasemi
hennar við foreldra okkar alla
tíð, fyrir það erum við ævinlega
þakklát og munum sakna henn-
ar hlýju og fallegu framkomu.
Það vill svo til að sælureitur
foreldra okkar, sumarhúsið
þeirra í Mosfellssveit, var skírt
Grund löngu áður en Jóhanna
fluttist að Grund í Skorradal og
þegar hún kom í heimsókn
þangað vegna 50 ára afmælis
bókabúðarinnar gaf hún foreldr-
um okkar veglega útskorið skilti
þar sem á stóð Grund og þar
hefur það verið um áratuga-
skeið.
Guð blessi Jóhönnu húsfrú á
Grund í Skorradal, við sendum
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Börn Þórunnar og Lárusar
Blöndal,
Steinn, Guðmundur, Kjart-
an, Ragnheiður og Kristín.
Kveðja frá Félagi aldraðra
í Borgarfjarðardölum.
Jóhanna á Grund er fallin frá.
Fyrir nokkrum vikum kom Jó-
hanna á aðalfund Félags aldr-
aðra í Borgarfjarðardölum. Hún
hafði verið gjaldkeri um árabil
og leysti það verkefni af hönd-
um af röggsemi og myndugleika
eins og allt annað sem Jóhanna
tók sér fyrir hendur. Hún var
nýkomin úr krabbameinsmeð-
ferð er hún mætti á aðalfund fé-
lagsins, var hress og horfði
björtum augum til framtíðar.
En skjótt skipast veður í lofti
og áfallið dundi yfir skömmu
seinna. Jóhanna var kraftmikil
kona, greind og glæsileg og
hafði góða nærveru. Hún var
kona athafna. Jóhanna setti svip
á starf félagsins, með glaðværð
og fjörlegri framkomu. Fyrir
hönd Félags aldraðra í Borg-
arfjarðardölum þökkum við Jó-
hönnu starf hennar fyrir félagið
og ánægjulegt samstarf á und-
anförnum árum.
Við hjón viljum þakka góð
kynni og ánægjulegar samveru-
stundir á liðnum árum.
Davíð og fjölskyldunni á
Grund sendum við hugheilar
samúðarkveðjur. Jóhönnu verð-
ur sárt saknað. Hvíl í friði.
Gerður og Sveinn Hall-
grímsson, Vatnshömrum.
Fregnin kom ekki á óvart, en
nísti samt gegnum merg og
bein. Andlát húsmóðurinnar á
Grund í Skorradal er ótíma-
bært. Eiginkona, móðir, amma,
systir, mágkona, frænka og vin-
ur er horfin á braut með alltof
stuttum fyrirvara. Margir eiga
um sárt að binda.
Hún kom inn í líf og störf
Grundarfjölskyldunnar eins og
ferskur andblær nýrra tíma árið
1973. Hvernig gat þessi stór-
glæsilega borgarstúlka sagt
skilið við þægindi og félagslíf
borgarinnar og tekið til við
mjaltir, heyskap, sláturgerð og
allt sem búskap í sveit tilheyrir,
eins og ekkert væri? Það skilst
betur þegar hugsað er til for-
eldra hennar og uppruna. Guð-
jón Elías Jónsson bankaútibús-
stjóri Landsbankans, lengst af á
Ísafirði, var yfirvegaður, góð-
gjarn og ábyrgur maður, sönn
fyrirmynd. Hann var traustur
eins og bankinn. Jensína Jó-
hannesdóttir frá Auðkúlu við
Arnarfjörð var kornung „í vist“
eins og þá var títt, hjá Dóru
Þórhallsdóttur og Ásgeiri Ás-
geirssyni í Laufási við Laufás-
veg.
Allt sem viðvék heimilisstörf-
um og handavinnu lék í höndum
hennar og frú Dóra treysti
henni fyrir öllu á gestkvæmu
heimili. Jensína saumaði mikið
um sína daga og lét sig ekki
muna um að sauma glæsilegan
brúðarkjól dóttur sinnar. Hand-
tökin kunni hún vel. Þá hæfi-
leika tók Jóhanna í arf.
Það var ekki auðvelt að verða
unga konan á Grund, því fyrir
var Guðrún Davíðsdóttir frá
Arnbjargarlæk, tengdamóðir
hennar, og stóð enn fyrir búi.
Hún hafði ung orðið ekkja lagt
mikinn metnað í að bjarga sér
og búa börnum sínum örugga
framtíð. Jóhanna ávann sér
samt fljótt sinn sess með dugn-
aði sínum, áhuga og glaðværð.
Hún óx með hverju verki. Það
var vitaskuld aðeins lífsins
gangur að ábyrgðin fluttist
smám saman til hennar, eftir
því sem sveitastörfin urðu henni
töm og árin liðu. Jóhanna var
eins og Davíð virk í félagsmál-
um byggðarinnar. Fyrr en varði
voru fjögur börn komin í hlað-
varpann. Þeim fylgdi líf og fjör,
enn á ný var framtíðin tryggð.
Á sama hátt er það lífsins gang-
ur að Jóhanna varð í fyllingu
tímans sjálf „amma á Grund“
sem 12 barnabörn, sem kornung
bera nú mörg svipmót hennar,
fengu ást og skjól hjá. Það hlut-
verk leiddist henni ekki. Það er
gott að geta sagt ungum spyrj-
andi börnum að amma sé komin
til Guðs. Hlutverk Jóhönnu var
víðtækara því hún var ættingj-
um sínum stoð og stytta, ekki
síst systur sinni Guðlaugu, eftir
að hún missti mann sinn Guðjón
B. Ólafsson. Við Áslaug munum
og þökkum þá umönnun sem
hún veitti tengdaforeldrum mín-
um á efri árum. Góðar eru
minningarnar um hennar
öruggu handtök.
Það er skarð fyrir skildi.
Davíð mágur minn þarf að sjá á
eftir ástríkum lífsförunaut,
börnin kærri móður og barna-
börnin ömmu sem alltaf var til
staðar fyrir þau. Bræður Jó-
hönnu og frændfólk hafa misst
mikið. Synir okkar Áslaugar
hafa eins og við notið Grundar
og fólksins þar. Þakklæti og
samúð er okkur öllum efst í
huga. Það er gott til þess að
vita að Grund verður áfram
fastur punktur í tilveru fólksins
þeirra Jóhönnu og Davíðs og að
þar verður áfram heitt á könn-
unni. Sumir hlutir breytast sem
betur fer ekki.
Ragnar Önundarson.
Stuttu eftir að fjölskyldan
flutti í Hvamm í Skorradal, var
ég á leið í Borgarnes en orðin
bensínlítil. Var mér þá bent á að
ég gæti nálgast bensín á Grund.
Bruna ég í hlað á hvítri Lödu
Sport og banka á dyr. Á móti
mér kemur há – og grannvaxin
kona með skarpan svip og kvik-
ar hreyfingar, húsmóðirin Jó-
hanna. Það var nú ekki málið að
fá að kaupa bensín, en kaffi
skyldi ég líka fá og það var ekki
gefið eftir. Mér var skipað til
borðs við stóra eldhúsborðið og
Jóhanna ræddi um landsmálin
og hreppsmálin á svo kjarnyrtri
íslensku, að orðin flugu í gegn-
um eyrun og inn í heila. Ég
vissi ekki alveg hvernig ég ætti
að taka þessari orðræðu en síð-
an snéri hún sér að mér og fór
að spyrja um mína hagi, þá kom
annar tónn í röddina og við átt-
um gott spjall. Ekki fékk ég að
fara án þess að fá að vita að
þyrfti ég á aðstoð að halda gæti
ég leitað til hennar. Það gerði
ég ári síðar þegar Axel Máni
fékk að vera í „pössun“ á Grund
þá daga sem hann var ekki á
leikskólanum. Síðan eru liðin
mörg ár og við Jóhanna í sjálfu
sér í ekkert miklu sambandi. En
hún var trygglyndari en flestir
sem ég þekki og við höfum átt
einlægt og gott spjall um raun-
verulegan tilgang þessa lífs. Það
var gott að við gátum heimsótt
hana á spítalann á Skaganum,
þá ætlaði hún svo sannarlega að
sigra þetta stríð, sem hún nú
hefur þurft að lúta í lægra haldi
fyrir. Axel og mamma fóru til
hennar á líknardeildina og gáfu
henni frá mér ljóðabókina „Agn-
arsmá brot úr eilífð“ eftir Ólaf
Ragnarsson sem tengist
Skorradal sterkum böndum.
Þetta ljóð úr bókinni sendi ég
elsku Davíð, Pétri og fjölskyld-
unni allri sem nú hafa misst
mikið. Megi góður Guð styrkja
ykkur á sorgarstund.
Hann er sífellt innan seilingar þegar
syrtir í álinn
kaleikur bölsýni og kjarkleysis,
fleytifullur af myrkri.
Fjær stendur bikar vonar og bjart-
sýni,
barmafullur af ljósi.
Teygðu þig í hann.
(Ólafur Ragnarsson.)
Helena Guttormsdóttir.
Jóhanna
Guðjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEFANÍA JÓRUNN
SIGURÞÓRSDÓTTIR
frá Kollabæ,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð mánudaginn 15. júní kl. 11.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
.
Sigríður Þóra Yngvadóttir,
Katrín Yngvadóttir, Guðjón Guðnason
og fjölskyldur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR
frá Hjalteyri,
Tjarnarbóli 2,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 5. júní.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju mánudaginn 15. júní kl. 13.
.
Þóra Sigurbjörnsdóttir, Þórður Valdimarsson,
Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Valrós Sigurbjörnsdóttir, Halldór Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERGLJÓT BALDVINSDÓTTIR,
Strikinu 12,
áður Fífuhvammi 37,
lést mánudaginn 1. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á samtökin Heilaheill.
.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.