Morgunblaðið - 12.06.2015, Page 29

Morgunblaðið - 12.06.2015, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 ✝ Svana Eyjólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1922. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi 29. maí. For- eldrar hennar voru Eyjólfur Einar Jó- hannsson hárskeri, f. á Kollabúðum í Reykhólahreppi í A.-Barðastrandarsýslu 3. mars 1892, d. 14. maí 1975, og Jónína Þórunn Jónsdóttir húsmóðir, f. á Syðri-Rauðamel í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu, f. 12. desember 1895, d. 8. júlí 1988. Svana giftist 16. janúar 1944 Gísla Jóhanni Sigurðssyni, f. 8. nóvember 1913 en hann lést 25. apríl 2005. Foreldrar hans voru Sigurður Sigmundsson sjómað- ur, f. á Kotströnd í Ölfushreppi í Árnessýslu, 2. október 1878, d. 30. október 1941, og Hjálmrún Hjálmarsdóttir, f. í Efri-Rotum í fjölskyldu sína. Svana var þriðja elsta í sínum systkinahóp og sú síðasta eftirlifandi. Systkini hennar voru Helga Unnur, f. 1920, d. 1947, Gyða, f. 1921, d. 1995, Erla f., 1925, d. 1990, Jón Trausti, f. 1927, d. 2010 og loks Jóhann Bragi, f. 1930, d. 1977. Svana lærði hárskeraiðn og var meðal fyrstu kvenna sem út- skrifuðust sem hárskerar frá Iðnskóla Reykjavíkur 1940. Hún vann á rakarastofu föður síns eftir útskrift en rakarastofa hans var alla tíð í Bankastræti. Seinna störfuðu systkinin Svana og Trausti saman á rakarastofunni í Bankastræti eftir að Eyjólfur rakari dó 1975, þar til rekstri hennar var hætt 1984. Eftir það sinnti Svana hárskeraþjónustu á Elliheimilinu Grund með hléum þar til hún hætti að vinna. Svana gerðist húsmóðir þegar hún gifti sig og helgaði fjölskyld- unni allan sinn tíma næstu 20 ár- in. Eftir það tók Svana meiri þátt í fyrirtækjarekstri þeirra Gísla, auk hárskerastarfa, en saman ráku þau raftækjaverslunina Raforku frá 1941 fram til 1987. Þau ráku áfram heildverslun undir sama nafni fram til 1997. Svana verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 12. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Vestur-Eyja- fjallahreppi í Rang- árvallasýslu, 16. mars 1878, d. 9. mars 1950. Börn Gísla og Svönu eru: a) Sig- urður Rúnar raf- verktaki, f. 31. maí 1944, kvæntur Ás- dísi Einarsdóttur, þau eiga fjögur börn og sjö barna- börn, þau skildu, b) Karl Helgi húsasmíðameistari, f. 24. maí 1948, kvæntur Guðrúnu Bjarna- dóttur, þau eiga tvö börn og fjög- ur barnabörn, c) Kjartan raf- magnstæknifræðingur, f. 11. febrúar 1954, kvæntur Auðnu Ágústsdóttur, þau eiga tvö börn, og d) Hjalti húsasmíðameistari, f. 10. maí 1960 kvæntur Svanfríði Snorradóttur, þau eiga þrjú börn. Svana ólst upp í foreldra- húsum, fyrst á Öldugötu en síðan á Sólvallagötu 20 en þar byggði Eyjólfur einbýlishús fyrir sig og Svana tengdamóðir mín hefur nú kvatt þennan heim og minning- arnar sem hún skilur eftir eru margar. Myndin sem býr í huga mínum er fyrst og fremst mynd af konu sem leitaði lausna og vildi bjarga sér sjálf sem best hún gat. En hún var líka nógu stór til að þiggja aðstoð þegar hennar var þörf. Það má kannski segja að Svana hafi verið dæmigerð fyrir íslensk- ar konur hér á árum áður, eins og þær birtast í ýmsum eldri skáld- sögum. Hógvær og hljóðlát, en samt duldist engum að undir bjó mikið þolgæði og seigla, sem kom sífellt betur í ljós eftir því sem veikindi hennar ágerðust. Þegar ég féll fyrir einum af son- um hennar fyrir tæpum tuttugu árum hélt ég að nú bættist ég í hóp sona og tengdadætra sem önnuð- ust hana, því hún stríddi þá þegar við veikindi. En þetta reyndist misskilningur hjá mér. Soninn fékk ég, en ekki umönnunarhlut- verkið. Ég minnist þess eitt sinn, eftir að hún hafði verið í erfiðri aðgerð, að hún þurfti hjálp með daglegt líf. Það er gott að minnast þess að hafa fengið að rétta henni hjálp- arhönd. En dag nokkurn lauk því hlutverki mínu, þegar ég spurði hana símleiðis hvenær ég ætti að koma til að aðstoða. Eftir stutta þögn sagði hún ofurrólega, næst- um hikandi „má ég ekki gera þetta sjálf?“ Þetta var ekki beiðni bljúgrar konu – þetta var afar kurteislega orðuð sjálfstæðisyfir- lýsing: „Nú tek ég við.“ Sterk og sjálfstæð tók hún ábyrgð á eigin veikindum og lagaði sig að því sem þau lögðu henni á herðar. Á sama hátt tók hún hverju því viðfangsefni sem lífið færði henni. Hún leitaði leiða til að geta lifað með reisn. Hún gafst ekki upp þegar göngugrindin var of þung fyrir hana að ferðast með í strætó. Nei, nú skyldi hún finna aðra, létt- ari og hentugri til strætóferða. Svana var ódeig við að tileinka sér þær nýjungar sem gátu orðið henni til hjálpar og má þar nefna lesskjáinn sem hún fékk hjá Blindrafélaginu, sem gerði henni fært að lesa bréf og sjá það sem hún skrifaði sjálf. Hún gerði allt hvað hún gat til að lifa eigin lífi á eigin forsendum, spyrjast fyrir og bjarga sér. Sonardóttir Svönu á tánings- aldri þurft nýverið að skrifa grein- argerð um sjálfa sig, hver hún væri og hver gildi hún hefði í há- vegum. Hún komst að því að amma Svana var mikil og góð fyr- irmynd. Kona sem býr í eigin íbúð, uppi á annarri hæð, verulega sjón- skert og heyrnardauf er hetja. Kona í þessari stöðu, sem heldur áfram að sækja skemmtanir, fara í ferðalög og koma í fjölskylduboð er til fyrirmyndar. Svana var hæv- ersk og átti alltaf til bros hvort sem hún heyrði hvað sagt var eða ekki. En að baki bjó styrkurinn og viljinn til að lifa. Ég er stolt af tengdamóður minni og þakka fyrir öll gengin spor með henni. Hennar verður ávallt minnst með hlýju, ást og virðingu. Auðna Ágústsdóttir. Það var síðsumars árið 1969 sem leiðir okkar Svönu tengdamóður minnar lágu fyrst saman. Við hjón- in hófum síðan búskap okkar ári seinna á loftinu hjá Svönu og Gísla í Kaplaskjólinu. Þegar íbúðin í kjallaranum losn- aði fluttum við okkur niður með frumburð okkar. Seinna, þegar þeir feðgar höfðu byggt saman hús við Bræðraborgarstíg, fluttum við þangað, við ungu hjónin orðin fjög- ur í heimili eins og þau. Um tíma bjuggu fjórir ættliðir þar saman, þegar yngri dóttir okkar hóf sinn búskap í kjallaranum, með sinni fjölskyldu, þótti þeim hjónum á efstu hæðinni það ekki leiðinlegt. Þau eru orðin fjörutíu árin í sumar, hér á þessum stað í sambýli við Svönu tengdamóður mína, án þess að skugga bæri þar á. Þegar stelpurnar voru yngri og ég að heiman vegna vinnu, var gott að vita af ömmu Svönu á efri hæð- inni. Margt höfum við sameiginlega aðhafst bæði í leik og starfi. Við hjónin ferðuðumst með þeim Gísla og Svönu, innanlands á ferðabílum með Flökkurum, í fylgd með full- orðnum eins og þau göntuðust jafn- an með. Svo aldamótaárið sigldum við með þeim hjónum, með Nor- rænu til Danmerkur og keyrðum suður til Þýskalands. Gísli veiktist í þessari ferð og kom styrkur Svönu vel í ljós, þegar hún varð eftir ein á hóteli í ókunnri borg, til að geta verið nálægt manni sínum og heimsótt hann. Gísli náði sér aldrei almennilega á strik eftir þau veikindi, þó var farið í stóru ferðina með Flökkurum og m.a. siglt um Breiðafjörðinn. Eftir fráfall Gísla fór Svana að sækja opið hús hjá Blindravina- félaginu og hafði gaman af. Hún naut þar félagsskapar jafningja og einstaklega fjölbreyttrar dagskrár, með söng og skemmtun okkar fremstu listamanna. Ég fékk að vera einkabílstjóri Svönu í þessum ferðum, á hennar eðalbíl, ásamt því, að við fórum saman á bílnum í inn- kaupa ferðir og í aðrar nauðsynleg- ar útréttingar. Tvo þriðju hluta ævi minnar hef ég því átt Svönu sem nágranna, þar sem við höfum búið í sama húsi, hún á efri hæðinni og ég á þeirri neðri. Langt og farsælt sambýli í sátt og samlyndi, Með söknuði sértu kært kvödd og Guði falin. Guðrún Bjarnadóttir. Svana Eyjólfsdóttir ✝ Magnús Guð-jónsson fæddist á Ísafirði 24. nóv- ember 1925. Hann lést á Landspít- alanum 16. maí 2015. Foreldrar hans voru Guðjón Jóns- son, f. 29.9. 1876, d. 11.10. 1937, og Hansína Magnús- dóttir, f. 1.4. 1895, d. 3.8. 1971. Magnús var einn af 4 systk- inum, en þau eru Ólafía, f. 21. 8. 1918, d. 31. 1. 2001, Jens, f. 21.7. 1) Guðjón, f. 1950, kona hans Jó- hanna Smith f. 1955, d. 1995, þeirra dætur eru Unnur, f. 1978, sambýlismaður Hjalti Páll Sig- urðsson, og Hildur, f. 1982. 2) Ólafur, f. 1952, kvæntur Ta- möru Suturinu, f. 1952. Börn Ólafs eru: Ásta Björk, f. 1972, maki Sigurður Lárusson, börn þeirra eru Guðrún Ingibjörg, f. 1994, og Elísa Rut, f. 2011. Magnús, f. 1975, maki Jette Cor- fitzen, börn þeirra William, f. 2005, og Anna, f. 2009. Bjarni, f. 1980. 3) Jóhann, f. 1956, sam- býliskona Valgerður Andrés- dóttir, f. 1962. Börn Jóhanns eru Helga Kristín, f. 1985, Harpa Hrund, f. 1988, og Jón Atli, f. 1991, maki Ása Unnur Þorvalds- dóttir. Útför hans fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 12. júní 2015, kl. 13. 1920, d. 9.8. 2010, og Skúli Rúnar, f. 6. 10. 1932. Árið 1950 kvænt- ist Magnús eigin- konu sinni Þuríði Ólafsdóttur, f. 22.6. 1929, d. 25.9. 2011. Þau hófu búskap á Ísafirði en bjuggu síðan að mestu í Laugarneshverfi í Reykjavík, fyrst við Laugarnesveg og síðan við Laugalæk, eða frá 1952 til 2008 er þau fluttu að Strikinu 4, Garðabæ. Þau eignuðust 3 börn: Það eru líklega allir sammála um það að hann Maggi afi var ein- staklega ljúfur og góður maður, yfirleitt í góðu skapi og þótti gott að hugsa um fólkið sitt. Ávallt fengum við systkinin hlýjar mót- tökur þegar við komum í heim- sókn og þegar við vorum yngri átti afi alltaf smarties-stauka eða perubrjóstsykur til að gauka að barnabörnunum, við mikla gleði bæði gefanda og þiggjenda. Þegar við gistum hjá ömmu og afa á Laugalæknum var ýmislegt brall- að, við lærðum að spila og leggja kapal og svo var golfið sameigin- legt áhugamál feðganna. Alltaf var eitthvað farið út og mjög oft í gönguferð um Laugardalinn, en afi fór nær daglega í gönguferðir. Afi reyndi ýmislegt um ævina en meðal annars var hann sjómað- ur sem fékk sér Stjána bláa tattú, silfursmiður, átti efnalaug og spil- aði í hljómsveit en amma og afi héldu alltaf stór jólaboð þar sem afi hélt uppi stemningu með píanó- og harmonikkuleik, líkt og hann gerði víst á böllunum í gamla daga. Afi var mjög stríðinn og húm- orinn var aldrei langt undan, hvort sem það var til að létta á andrúms- loftinu þegar samræður um pólitík voru komnar út í horn eða þegar yngstu barnabörnin báðu um ís – þá var svarið oft: „Ha, viljiði ís…u- uuu?“ Auk þess að vera með mikinn húmor og stórt hjarta viljum við meina að afi hafi haft mikinn lífs- vilja en hann var heilsuveill vegna hjartans síðustu árin og okkur systkinum hefur nokkrum sinnum verið tilkynnt að hann væri nú hætt kominn. Afi hlýtur að hafa haft einstaklega sterkt hjarta því alltaf jafnaði hann sig og eitt sinn var hann víst kominn út í garð að moka skurð nokkrum klukkutím- um eftir hjartaaðgerð – og amma réði ekkert við hann! Við höfum því oft talað um að hann afi ætti níu líf. Það gæti þó líka verið að hann hafi ekki viljað kveðja á und- an henni ömmu, því ósköp hugsaði hann vel um ömmu frá því við munum eftir okkur. Það er því huggun harmi gegn að vita af þeim sameinuðum í Sumarlandinu að hugsa hvort um annað. Helga Kristín Jóhannsdóttir, Harpa Hrund Jóhannsdóttir, Jón Atli Jóhannsson. Margs er að minnast þegar Magnús Guðjónsson silfursmiður kveður að loknu góðu dagsverki. Hann starfaði við silfurborðbún- aðarsmíði á gullöld hennar hér á landi. Magnús vann í Gull- og silf- ursmiðjunni Ernu frá sjötta ára- tugnum og fram á þann níunda og var mikill vinnuvíkingur. Yngri menn litu upp til Magnúsar og starfsmanna af hans kynslóð sem voru miklir hagleiksmenn og gáfu mikið af sér því vinnan gat verið erfið og slítandi. Magnús var mús- íkalskur og íþróttamaður mikill á yngri árum auk þess að vera lista- smiður. Fjöldi fagurra muna leit dagsins ljós á þessum tíma og prýða mörg íslensk heimili. Allt litróf stjórnmálanna var að finna á kaffistofu verkstæðisins og voru umræður fjörugar og lærdómsrík- ar fyrir þá yngri. Í seinni tíð komu þau Magnús og Þuríður heitin kona hans af og til við á gamla verkstæðinu, fengu sér kaffisopa og rifjuðu upp gaml- ar stundir. Eftir að Þuríður féll frá fækkaði heimsóknum en voru áfram dýrmætar og ánægjulegar, erum við þakklát fyrir tryggð þeirra og frændrækni. Við sendum fjölskyldu og vin- um okkar dýpstu samúðarkveðju. Fyrir hönd starfsfólks Ernu hf, Ásgeir Reynisson. Magnús Guðjónsson Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og minningargjafir vegna andláts og útfarar áskærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLHEIÐAR EINARSDÓTTUR, Gyðufelli 8, Reykjavík, er lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. maí. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar 3 S á Eir fyrir einstaka umhyggju og alúð þann tíma sem hún dvaldi þar. Sem og starfsfólki dagdeildar, þar sem hún var í dagvistun áður en hún fór á hjúkrunardeild. . Kristján Þórarinsson, Hafdís Ósk Kristjánsdóttir, Eggert Friðriksson, Einar Kristjánsson, Anna María Ríkharðsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU S. JÓNSDÓTTUR. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu og jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Eirar, deild 1b og sambýlið á Eir, fyrir yndislegt viðmót og frábæra umönnun í gegnum árin. . Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson, Pálína Friðgeirsdóttir, Íris Halla Jónsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Jónas Eiríkur Nordquist, Chaemsri Kaeochana, Róbert Aron Magnússon, Ásgeir Örn Nordquist, Edda G. Ólafsdóttir, Árni H. Sófusson, og langömmubörnin Patrekur, Andrea, Karen, Oliver Kristófer og Aron. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og afa, ÁGÚSTS ÓLAFSSONAR, Þrúðvangi 20, Hellu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Jónína Ragnheiður Grímsdóttir, Guðbjörg Inga Ágústsdóttir, Hermann Rúnarsson, Ágúst Már Ágústsson, Joanna M. Skrzypkowska, Grímur Örn Ágústsson, Ingibjörg Matthíasdóttir, Guðbjörg Inga Ágústsdóttir, Ólafur Ingimundarson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar og móður okkar, SIGRÚNAR HELGADÓTTUR, Sólheimum 42, Reykjavík, sem lést 28. maí. . Hannes Pálsson og fjölskylda. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, MARTA ÁSLAUG MARTEINSDÓTTIR, áður Miðleiti 5, Reykjavík, lést 29. maí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun og hlýju. . Björg M. Ólafsdóttir, Friðrik Skúlason, Marta Kristín Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.