Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 31
Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Þín móðursystir Steinunn Ásgerður Frí- mannsdóttir Blöndal. Það er eins og það hafi gerst í gær að við útskrifuðumst saman úr grunnskóla, hlæjandi að fram- tíðarplönunum okkar, þar sem við ætluðum að hittast og hafa gaman. En mánudaginn 1. júní feng- um við hræðilegar fréttir sem breyttu öllu, vinkona okkar og bekkjarsystir Ingibjörg Mel- korka var látin og við munum aldrei hitta hana aftur. Í sjöunda bekk kom hún í skólann og varð strax stór partur í lífi okkar allra. Alltaf var hægt að treysta henni fyrir öllu og traustið sem hún sýndi okkur var mikið. Í skólanum var hún hress og gam- an að vera með henni. Það sem stendur okkur efst í huga þegar við hugsum til baka eru allar skemmtilegu ferðirnar sem við fórum saman í, t.d. Dan- merkurferð í 9. bekk en þar urð- um við okkur öll til skammar með fíflalátum. Við sem kynntumst Ingi- björgu getum vottað það hversu yndisleg, falleg og góð mann- eskja hún var. Á sinn einstaka hátt kom hún inn í þennan litla hóp okkar, tengdist okkur á ólýs- anlegan hátt og hjálpaði okkur að verða þær manneskjur sem við erum í dag. Ingibjörg var manneskja sem bar höfuðið hátt og kom ávallt fram jákvæð og glöð hvað sem á dundi, hún tók þarfir annarra fram yfir sínar og alltaf var hægt að stóla á hana. Þetta er sú Ingibjörg sem mun lifa áfram í minningu okkar; sterk, góð og traust vinkona. Við viljum senda hennar nánustu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og von um styrk á þessum erf- iðu tímum. Bekkjarfélagar úr Heiðar- skóla, Arnór Hugi, Ásbjörn, Daní- el Eldar, Jón Eðvarð, Pat- rekur, Telma Rut og Vigdís Erla. Í dag er borin til grafar fyrr- verandi nemandi okkar og vin- kona Ingibjörg Melkorka sem átti allt lífið framundan en var tekin frá okkur allt of snemma. Eftir sitjum við í sorg og eftirsjá en um leið þakklát yfir því að hafa kynnst henni og fengið að njóta samvista við hana í fjögur ár. Ingibjörg hóf nám í 7. bekk við Heiðarskóla haustið 2010 og útskrifaðist úr 10. bekk vorið 2014. Á þessum tíma fengum við að sjá hversu marga og góða mann- kosti hún hafði til að bera. Hún var mikill skörungur, vel lesin, skapandi, þrautseig og ráðagóð. Sérstaklega er okkur minnis- stætt þegar hún fór með skóla- félögum sínum í gönguferð yfir Akrafjall. Hún lenti í einhverjum vand- ræðum með annan skóinn en lét það ekki stoppa sig heldur gekk yfir fjallið á einum skó án þess að kvarta. Margir af yngri nemend- um leituðu til hennar því í henni fundu þeir hlýju og umhyggju. Jafnaldrar hennar gátu einnig leitað til hennar því hún var góð- ur vinur vina sinna og gat veitt þeim bæði stuðning og góð ráð. Þetta er aðeins lítið brot af því sem við gætum sagt um Ingi- björgu en lýsir því á nokkurn hátt hvernig persóna hún var. Þó að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum munu góðar minningar lifa, minningar sem okkur þykir mjög vænt um. Að lokum vottum við aðstandendum hennar inni- lega samúð. Fyrir hönd starfsfólks Heið- arskóla, Einar, Kolbrún, Sigríður Lára og Örn. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 leiðina til Reykjavíkur. Þú varst að koma til að samgleðjast mér þar sem ég var að fara að út- skrifast sem stúdent og ég var svo ánægð að þú skyldir koma og vera hjá mér allan tímann. Það var svo mikið stuð í veisl- unni og varst þú hrókur alls fagnaðar, eins og alltaf, við sungum fram á morgun og gerð- um vel við okkur. Þessi síðustu ár hef ég ekki komið og hitt þig eins oft og ég hefði viljað en við höfum þó get- að tekið spjall annað slagið í gegnum símann. Þú fylgdist með öllu og öllum fram á síðasta dag og nýjungagjarnari mann var ekki hægt að finna, þú varst alltaf með það á hreinu hvað væri að koma nýtt. Þá er komið að kveðjustund, elsku káti, kjarkmikli og litríki afi minn. Þín verður sárt saknað en minning þín lifir með okkur. Þín Kolbrún (Kolla litla). Elsku afi Siggi, það var svo gott að koma til þín í sveitina, þú hugsaðir svo vel um okkur. Við vöknuðum við notalegt raul- ið í þér, kaffilykt og ilm af rist- uðu brauði. Minningarnar um það: Þegar við fórum með þér í fjárhúsin og hjálpuðum þér að gefa, þó að þú værir blindur vissir þú hvar allt var og sagðir okkur til við bústörfin. Þegar úr fjárhúsunum var komið biðu okkar kræsingar hjá ömmu Önnu. Okkur leiddist aldrei á ferða- lagi með þér því þú þekktir allt umhverfið svo vel hvar sem við vorum stödd á landinu og alltaf fylgdu fróðlegar og skemmtileg- ar sögur um staðhætti og nátt- úruna. Eitt sinn spurði Svenni þig af hverju þú vissir svona mikið og þú varst fljótur að svara og sagðir „það er nú ein- falt ég er bara svo forvitinn, ef maður spyr ekki þá veit maður ekkert“. Sollý minnist þess hversu gaman var að tala við þig um ættir og uppruna fólks, sitt helsta áhugamál, það var aldrei komið að tómum kofunum hjá þér. Daði minnist þess hversu gott var að kúra hjá þér og hlusta á þig raula. Það var ekkert betra en að skríða upp í bólið hjá afa í sveitinni. Katla var hjá þér sumarið 2001, eitt sinn hringdi hún í mömmu sína sem var að vinna í sveitinni og sagðist ekki geta sofnað fyrir hrotunum í þér. Mamma sagði „vektu hann bara og segðu honum það“. Hún gerði það og þá settist þú fram á rúmstokkinn, tókst í höndina á henni og söngst þangað til hún sofnaði. Þú varst alltaf svo þolinmóður og góður við okkur, skiptir aldr- ei skapi þó svo að við værum með hamagang og læti. Elsku afi okkar við þökkum þér svo vel fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur með nærveru þinni. Við vitum að nú ert þú kom- inn á góðan stað hjá ömmu þar sem þið ræktið blómin ykkar, hlæið og dansið saman. Veturinn líður, vorið færist nær, vorgyðjan hjarta hörpu mína slær. Andvarinn kveður ástarljóðin sín og þá kem ég aftur til þín, vina mín. (Sigurður Hólm Jóelsson.) Hvíl í friði, elsku afi. Þín barnabörn, Sveinn Ingi, Sólveig Harpa, Daði Þór og Katla Stein- þórsbörn. ✝ Elín Ingibjörgfæddist í Bol- ungarvík 7. nóv- ember 1941. Hún lést á Vífilsstöðum 27. maí 2015. Elín Ingibjörg var dóttir þeirra hjóna Jónínu Elías- dóttur og Kristjáns Friðgeirs Krist- jánssonar, sem bæði eru látin. Þau áttu einnig fimm syni og náðu fjórir þeirra að vaxa úr grasi: Kristján Benóný, f. 1939, Þórir Sturla , f. 1945, d. 2012, Dag- bjartur Hlíðar, f. 1952, og Jón Pétur, f. 1956. Samhugur þeirra systkina var einstakur og oft leit út fyrir að Inga, en svo var hún jafnan kölluð, væri tengilið- ur þeirra systkina. Að liðnum æskuárum og skólagöngu í Bol- ungarvík fór hún í Reykjanes- skóla við Ísafjörð og vann síðan Komin til Hafnar tók Inga upp gömul kynni við ferming- arbróður sinn Leif A. Sím- onarson, en hann var þá að læra jarðfræði í Hafnarháskóla. Byrjuðu þau búskap í Höfn og vann hún fyrir þeim báðum. Áð- ur en þau héldu heim að námi loknu höfðu þau eignast dótt- urina Ólöfu Ernu árið 1969. Heimkomin eignuðust þau síðan soninn Bergþór árið 1974. Loks fæddist eina barnabarnið Elín Ísold í októberlok 1997. Þegar heim kom hóf Inga vinnu í brauðstofum í Reykja- vík, en 1984 stofnaði hún til brauðstofurekstrar í Garðabæ og stóð þá vakt í tæp 20 ár.. Síð- ustu starfsárin vann hún við matargerð í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Inga hafði mikla ánægju af ferðalögum og var þá víða borið niður um lönd og álfur, en síðasta ferðin var til Slóveníu. Hins vegar þótti henni vænst um ferð á ættar- mót systkinanna í blautviðri vestur í Bolungarvík sumarið 2014. Útför Elínar Ingibjargar hef- ur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. um tíma í Sam- vinnuskólanum á Bifröst. Þaðan lá leið til Reykjavíkur og þar kynntist hún smurbrauðs- gerð í brauðstofu á Vesturgötu. Snemma bar á útþrá hjá Ingu og réð hún sig í vinnu á sænskan herra- garð eins og þeir gerðust virðulegastir á þeim tíma. Þaðan hélt hún til Kaup- mannahafnar, þar sem hún lærði smurbrauðsfagið á danska vísu á þeim rómaða stað Frascati, sem í hugum margra Íslendinga var ekki síst frægur fyrir að skarta hinu stóra mál- verki Jóns Stefánssonar: Fro- kost ude i det grønne. Loks fín- pússaði hún námið í Sø- pavillionen hjá meistara Davidsen. Vorið 1981 fluttum við fjöl- skyldan úr Eyjum og í Hlíð- arbyggð í Garðabæ, lítinn og vinalegan botnlanga þar sem standa níu lítil raðhús. Frum- býlisástand var til staðar því hverfið var nýtt og ýmsu ólok- ið. Þeir sem áður voru komnir höfðu kynnst nokkuð og þá voru bílskúrar vinsælir sam- komustaðir. Fólkið stóð í fram- kvæmdum og ýmislegt, sem þörf var á og viðkomandi átti ekki, var t.d. að finna hjá ein- hverjum hinna. Þetta sam- vinnuástand hafði sérstaklega byggst upp á milli fernra hjóna, sem þarna höfðu komið sér fyr- ir. Þegar við svo fluttum inn leið ekki á löngu áður en við hjónin bættumst í þennan hóp. Næstu nágrannar okkar að ofanverðu voru hjónin Elín Ingibjörg Kristjánsdóttir (Inga) og Leifur Símonarson ásamt tveimur börnum þeirra. Bæði voru Vestfirðingar í húð og hár eins og undirritaður og kannaðist ég við ættir þeirra þótt ég þekkti þau ekkert. Hún fædd og uppalinn Bolvíkingur en hann blandaður Bolvíkingur og Jökulfirðingur. Við komu okkar Steinunnar í fyrrnefndan fjölskylduhóp hófust náin kynni af þessu fólki sem urðu nánari með hverju árinu sem leið. Inga og Leifur voru um margt ólíkar persónur og e.t.v. var það ástæða þess hve vel þau áttu saman sem hjón. Hún frá á fæti, óþolinmóður dugnað- arforkur og gat gustað af henni þegar sá gállinn var á henni en hann sallarólegur og fór sér að engu óðslega, þegar gengið var í verkin. Þrátt fyrir þennan mikla kraft sem í Ingu bjó var hún við fyrstu kynni hlédræg kona, sem hafði sig ekki mikið í frammi gagnvart ókunnugum. Það var ekki fyrr en ég kynnt- ist henni nánar að hinn innri maður hennar kom í ljós. Hún var einstaklega skapgóð, lifandi og jákvæð, alltaf tilbúin að glettast og tók öllum fíflalátum okkar karlanna með dillandi hlátri og skemmtilegum tilsvör- um. Segja má að hún hafi lifað lífinu lifandi, hafði gaman af tónlist og dansi, ferðalögum og samskiptum við fólkið sem hún þekkti vel. Á þeim tíma þegar þau hjón dvöldu í Danmörku, vegna náms Leifs, lærði hún þá listgrein að búa til „smörre- bröd“ og bar titilinn smur- brauðsdama með réttu. Inga var þekkt fyrir þessa listgrein sína og eftirsótt til þessara starfa. Fjölskyldunar fimm, sem kynntust á frumbýlisárunum í Hlíðarbyggð, stóðu saman í ýmsu, sem fólk tekur sér fyrir hendur á meðan börnin eru ung og tilbúin að fylgja foreldrun- um. En fleira fylgdi með. Nú er komið á fjórða áratug síðan hópurinn kom fyrst saman til laufabrauðsgerðar í desember og hafa þær samkomur haldið áfram til þessa árs enda þótt sumir úr hópnum hafi flust úr Hlíðarbyggðinni þegar pláss tók að þrengjast en fækkað hefur mikið í þessum uppruna- lega 10 manna hópi. Svo ein- kennilegt sem það nú er hafa allir misst maka sína, nú þegar Inga er horfin á braut til nýrra heimkynna. Ekki hefur háum aldrei verið þar um að kenna, frekar illvígum sjúkdómi eins og þeim, sem lagði Ingu mína að velli. Ég sakna hennar mikið sem og hinna fjögurra, sem áður voru farin. Það var gott og gaman að vera með henni og fjörið og krafturinn sem fylgdi henni smitaðist auðveldlega til okkar hinna. Hún hefði mátt lifa miklu lengur en þar sem ég kann enga lausn á gátu lífs og dauða hætti ég mér ekki út á þær brautir. Ég vil þakka henni samfylgdina í gegnum ár- in í von um að það sé ekki orðið of seint og færi Leifi, börnum hennar tveimur og öðrum að- stadendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór Guðbjarnason. Hún Inga mín kemur ekki framar tiplandi á hælaháum skóm inn stéttina í Rjúpufellinu á aðfangadagsmorgni, Leifur gangandi hægum skrefum á eftir henni. En fyrr gátu jólin ekki byrjað, nema eftir góðan kaffisopa og spjall við þau. Við Inga höfðum það líka fyrir sið að fara saman í ákveðna versl- un og kaupa jólagjafir hvor handa annarri og söfnuðum þannig m. a. íslensku jólasvein- unum. Við vorum orðnar þekktar þarna og mikið hlegið og svo farið í kaffi á eftir. Í mörg ár vorum við saman annan jóladag með börnum okkar og barna- börnum sem þeim fannst jafn ómissandi og okkur. Vinátta okkar nær aftur til 1968 er við Björn fluttum til Danmerkur, nánar tiltekið Tåstrup, þar sem fyrir var hálf- gerð Íslendinganýlenda náms- manna sem umgekkst mikið og þar varð til dýrmæt vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Mér finnst í raun óbærilegt að Inga mín skuli vera farin, hún sem var ímynd hreystinn- ar, hjólaði, gekk, synti og stoppaði aldrei. Birtist stund- um hér fyrir hádegi með ný- bakaðar kleinur, búin að fara í sund, þrífa og fleira. Svo kemur skellurinn sem minnir okkur enn einu sinni á hverfulleika lífsins. Við vorum nánar vin- konur og það leið varla sú vika að við töluðum ekki saman. Hér var aldrei veisla án þeirra Ingu og fjölskyldu og ekkert jafn- aðist á við smurða brauðið hennar. Hún Inga mín var engri ann- arri lík, vönduð til orðs og æðis, trygglynd, hörkudugleg, hjálp- söm og alltaf til staðar fyrir mig í mínum veikindum. Hún var glaðlynd, skemmtileg og stundum ofvirk, sem við strídd- um henni á. Við eigum eftir að sakna margs t.d. 7. nóv. á ári hverju er við mættum í afmæli Ingu og hittum fjölskyldu hennar og vini. Minningabrotin birtast hvert af öðru, Inga og Leifur að heimsækja okkur í sumarbú- stað, þau að koma úr fjallaferð. Ég lít út og segi: „Björn, er hún virkilega í stuttbuxum og hælaháum skóm?“ „Já, að sjálf- sögðu þetta er Inga.“ Önnur mynd, það var bankað hjá okk- ur í Tåstrup á heitum sólar- degi, við förum bæði til dyra og úti standa hjónin, Inga í stutt- buxum og hlírabol, alsett litlum brúnum skellum. Leifur ýtir henni fram og segir svo glott- andi: „Björn minn, átt þú terpent- ínu? Ingu minni fannst ég held- ur hægur við að mála grind- verkið og snaraðist út til að drífa það af með þessum afleið- ingum.“ Ógleymanleg er ferð okkar fjögurra til Berlínar fyrir þremur árum. Eiginmennirnir rýnandi í kort undir ljósastaur til að finna rétta leið á hótelið, Inga mín gat ekki beðið eftir því en tók á rás með mig í hjólastólnum og varð ég að halda mér fast, en á hótelið komumst við. Ég veit að það eru þessar óteljandi minningar um vináttu, tryggð og ógleymanlegar sam- verustundir í tæp 50 ár sem munu milda sorgina og sökn- uðinn. Ég kveð Ingu mína full þakklætis og bið henni bless- unar í nýjum heimkynnum, þar sem við vorum báðar vissar um að hittast á ný. Við Björn biðjum algóðan Guð að styrkja Leif, Ólöfu Ernu, Elínu Ísold og Bergþór í þeirra miklu sorg og biðjum þess að birti til og minning- arnar lifi, huggi og græði. Anna Sigríður Árnadóttir. Andlát Ingu kom ekki beint á óvart, því það var ljóst fyrir nokkru síðan í hvað stefndi. At- burðarásin var hröð. Engum hefði hugkvæmst að Inga yrði næst til að hverfa úr Kaup- mannahafnarhópnum. Leifur orðaði þetta nýlega svo: „Hverjum hefði dottið í hug að Egill yrði fyrstur til að kveðja og síðan Inga, þetta glaða og hressa fólk?“ Lífið kennir manni að dauðinn spyr ekki að því hver sé næstur. Dauðinn mætir þegar hann vill hvort sem okkur líkar betur eða verr. Inga var góð og einstök kona. Hún hafði ekki þörf fyrir að láta á sér bera út á við en inn á við var hún sannur vinur vina sinna, hjálpsöm, skemmti- leg, glaðvær og einlæg. Inga var dul á innstu tilfinningar sínar. Ég er þakklát fyrir að hún leyfði mér að eiga hlutdeild í lífi sínu í andstreymi. Ég á Ingu margt að þakka. Í gamla daga þegar við Egill vor- um í húsnæðisvanda í Köben þá fengum við inni hjá þeim hjón- um, Ingu og Leifi, í talsverðan tíma. Það fannst Ingu sjálfsagt og hún sagði bara „fyrirgefðu“ þegar við þökkuðum þeim fyrir. Inga var ómissandi þegar veisl- ur voru haldnar. Smurbrauði Ingu gleymir enginn. Inga smurði ekki bara í veislur fyrir okkur Egil heldur kom hún líka að veisluhöldum margra vina minna og vandamanna. Alltaf boðin og búin. Ég gleymi aldrei þegar við Egill ásamt Leifi undirbjuggum 50 ára afmæli Egils á Smurbrauðsstofu Ingu. Það var svo gaman hjá okkur. Inga stjórnaði okkur hinum með röggsemi, við lærðum að gera ostapýramída, alls kyns döðlu- og skinkurúllur. Við hlýddum henni, við tvær hlóg- um á meðan mennirnir okkar rifjuðu upp gömul kynni, ferða- lög og sögðu brandara. Nú er komið að leikslokum. Elsku Leifur, sorgin er þung og ristir djúpt og sár söknuður tekur smám saman við. En lífið heldur áfram. Þú veist jafnvel og ég að makar okkar hefðu óskað þess að við reyndum að halda í gleðina og njóta lífsins á meðan við erum sjálf hér og verið mik- ilvæg fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Vonandi getum við í Kaupmannahafnarhópnum veitt þér stuðning. Við fjölskyldan sendum þér, Ólöfu, Bergþóri og Elínu innilegar samúðarkveðj- ur. Guðfinna Eydal. Menn halda stundum skammt á leik- inn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína, Er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stefánsson) Við kynntumst öll í Dan- mörku fyrir um það bil 50 ár- um, sum fyrr, önnur síðar og með okkur tókst ómetanleg vin- átta sem við höfum ræktað síð- an, með ýmsu móti, þorrablót- um, sumarferðum og samverustundum hér og hvar. Í upphafi vorum við 17 í „Kaupmannahafnarhópnum“ en nú er tekið að kvarnast úr hon- um, Egill Egilsson kvaddi 2009 og söknum við hans enn sárt. Nú hefur Inga vinkona okkar haldið til annars heims. Enginn hefði trúað því að hún yrði næst til að kveðja hópinn, eins hraust og hún hafði alltaf verið. Hún var ómissandi við veislu- höld með sitt góða smurbrauð og í allri matargerð, drífandi ef eitthvað stóð til, alltaf glöð og kát. Nú er smitandi hláturinn hljóðnaður, við sitjum hnípin eftir og söknuður fyllir huga okkar. Við þökkum Ingu allar góðu og skemmtilegu samverustund- irnar og biðjum henni bless- unar á nýrri vegferð. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Leifi og fjölskyldunni allri. f. h. Kaupmannahafnarhóps- ins Björn Helgason Elín Ingibjörg Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.