Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 12.06.2015, Síða 39
» Það var líf og fjör á opnunsýningarinnar Ég og móðir mín í i8 í gær. Á sýningunni má sjá fjögur vídeóverk eftir Ragnar Kjartansson, unnin með fimm ára millibili, af gjörningi hans og móður hans, Guðrúnar Ásmundsdóttur. Gjörningurinn felst í því að Guðrún hrækir látlaust á son sinn. Nýjasta verkið, frá þessu ári, var frumsýnt í gær. Sýningin Ég og móðir mín, á vídeóverkum Ragnars Kjartanssonar, var opnuð í galleríinu i8 í gær Stemning Börkur Arnarson eigandi i8 kampakátur með Guðrúnu Ásmundsdóttur móður listamannsins Ragnars. Mæðgin Ragnar og móðir hans eru glöð í þessu myndbandi. Gaman Anna Sigríður Arnardóttir skemmti sér hið besta á opnun sýningarinnar eins og aðrir sem þangað mættu. Andagt Gestir virða fyrir sér þegar Guðrún hrækir á Ragnar son sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson heldur fyrstu sólótónleika sína í menningarhúsinu Mengi á laugardaginn, 13. júní, kl. 21. Snorri mun leika af fingrum fram og syngja, fremja gjörning og milli at- riða verður boðið upp á dansatriði leynigesta. Snorri hvetur alla til að mæta í sínum bestu skóm. „Þetta verður sennilega svolítið súrt, en ég hef verið að koma út úr skápnum sem tónlistarmaður,“ segir Snorri. Tónlistin sem hann muni flytja í Mengi verði frumsamin og meira leikin eftir tilfinningu. Snorri segist ætla að leika á orgel og spinna tónlistina á staðnum. Spurður að því hvort eitthvert konsept sé á ferðinni, einhver grunnhugmynd að baki verkinu, segir Snorri svo ekki vera. „Ég læt bara tilfinningarnar algjörlega ráða þessu, það má kannski segja að ég muni tjá tilfinningar mínar þetta kvöld, í garð listgyðjunnar, Íslands og ástandsins í lífinu,“ segir Snorri. „Yfirleitt þegar ég er að syngja út frá tilfinningum syng ég á tungumáli sem ég kalla þesslensku. Það er tungumál sem ég bjó til sem ung- lingur,“ segir Snorri. Á ferðalögum En hvað hefur Snorri verið að gera undanfarið? „Ég hef svolítið mikið verið að láta lífið leiða mig hingað og þangað. Ég var í Kali- forníu í allan vetur og Mexíkó og síð- an hef ég verið svolítið í Evrópu núna,“ svarar Snorri og nefnir að hann hafi setið fyrir hjá einum þekktasta skúlptúrista Póllands, Pawel Althamer, og styttu af honum megi nú finna í Varsjá. Snorri segist hafa fengið svo góðar móttökur í Póllandi að hann ætli að dvelja þar í júlí. „Ég er bara á einhverju flæði þar sem ég læt lífið teyma mig hing- að og þangað og nýt þess að vera jarðarbúi,“ segir Snorri. Honum líði best á ferðalögum. Tónlistarmaðurinn Snorri kemur út úr skápnum Tónelskur Snorri syngur og leikur á orgel af miklum ákafa.  Snorri Ásmundsson heldur sólótónleika í Mengi Þesslenska er tungumál sem Snorri fann upp sem unglingur og sendi hann blaðamanni textabrot á þesslensku til dæm- is: Ilano agendora fertina sel- inara onale. Andana ota selog- anda neso setnaso. Abrande eftara tornala elanaia. Í íslenskri þýðingu er textinn á þessa leið: Lífið er fallegt og fullkomið og við erum öll full- komlega ófullkomin. Við skulum gleðjast og vera þakklát því þá fyllist bikarinn okkar góði af andlegu veganesti. Ilano agen- dora fertina ÞESSLENSKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.