Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Sigur Rós mun í dag
streyma á vef sínum, sigur-
ros.co.uk, myndbandsupptöku af út-
gáfutónleikum hljómplötu sinnar
Ágætis byrjun, sem haldnir voru
fyrir sléttum 16 árum í Íslensku
óperunni. Á útgáfutónleikunum
skipuðu Sigur Rós þeir Jón Þór
Birgisson, Georg Holm, Kjartan
Sveinsson og Ágúst Ævar Gunnars-
son en þeim til aðstoðar var
strengjakvartett. Trymbillinn
Ágúst Ævar lék með hljómsveitinni
á Ágætis byrjun og útgáfutónleik-
unum en sagði skilið við sveitina
snemmsumars 1999 og tók þá Orri
Dýrason við kjuðunum.
„Konsertinn var tekinn upp á sín-
um tíma og það er búið að vinna í
honum öðru hvoru síðustu ár,“ segir
Kári Sturluson, talsmaður sveitar-
innar. Í dag verði hægt að streyma
hinni endurbættu útgáfu á vefnum.
„Sigur Rós sýndi og sannaði í Ís-
lensku óperunni að engin sveit
stendur henni framar sem stendur,
engin hljómsveit hefur önnur eins
blæbrigði á valdi sínu og eins skýra
og mótaða hugmyndafræði. Tónlist
Sigur Rósar sprettur fram líkt og
sé hún hluti af þeim sem hana
flytja, áreynslulaust og náttúrlega,“
sagði m.a. í umfjöllun Árna Matt-
híassonar um tónleikana í Morg-
unblaðinu.
Í viðhafnarútgáfu
Ágætis byrjun markaði upphaf
sigurfarar Sigur Rósar um heiminn,
vinsælustu og þekktustu hljóm-
sveitar Íslands fyrr og síðar. Í til-
efni af 16 ára útgáfuafmæli þess-
arar merku plötu verður hægt að
kaupa sérstaka viðhafnarútgáfu af
henni í takmörkuðu upplagi á vef
hljómsveitarinnar og verður opnað
fyrir pantanir öðru hvoru megin við
Sigur Rós streym-
ir útgáfutónleikum
16 ára afmæli Ágætis byrjunar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarkonurnar Harpa Rún
Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir
standa fyrir merkilegum gjörningi
sem framinn verður í Ráðhúsi
Reykjavíkur 19. júní, þegar 100 ár
verða liðin frá því að konur á Íslandi
hlutu kosningarétt. Gjörningurinn
nefnist „Með eld í brjósti“ og felst í
því að kveikt verður á 100 kertum
sem steypt voru úr gifsmótum af
brjóstum jafnmargra kvenna og
munu kertin brenna undir flutningi
Kvennakórsins Kötlu á hinu sígilda
kórlagi „Brennið þið vitar“, sem
jafnan er flutt af karlakórum.
Margbreytileiki og baráttubál
„Kertin eru 100 talsins til að
tákna þann fjölda ára sem íslenskar
konur hafa haft pólitíska rödd í
samfélaginu. Brjóstin eru marglita
vegna fjölbreytileikans sem býr í
konunni. Þau standa þétt saman og
mynda saman fallega heild. Brjóstin
eru einnig eins mismunandi og þau
eru mörg. Loginn táknar baráttu-
bálið sem við viljum kveikja í brjóst-
um kynsystra okkar. Hann táknar
engu síður þá viðvörun að eldurinn
má alls ekki slokkna því enn er að
mörgu að hyggja í málum kvenrétt-
indabaráttunnar. Lagið „Brennið
þið vitar“ þykir okkur tilvalið þar
sem það fjallar um baráttu og hætt-
ur sem auðvelt er að yfirfæra á bar-
áttu kvenna. Ljósið í vitanum tákn-
ar leiðarljós og það ljós sem við
viljum hafa fyrir augum okkar í
þessari mikilvægu baráttu. Kvenna-
kórinn Katla hefur útsett þetta lag
fyrir konur og er því tilvalinn í verk-
ið,“ segja Harpa og Elín um gjörn-
inginn í tilkynningu.
„Við erum góðar vinkonur og
vildum láta í okkur heyra þennan
dag,“ segir Harpa, spurð út í sam-
starf þeirra Elínar. En hvernig
skyldi hafa gengið að taka afsteypur
af brjóstum 100 kvenna? ,,Við erum
frá því í febrúar búnar að gefa kon-
um um allan bæ grisjur og svo
bjuggum við til vídeó á YouTube
sem við settum á Facebook og
bjuggum þar til hóp, buðum konum
að ganga í hann og konur gengu líka
í hann sjálfar. Við erum búnar að
gera þetta um allan bæ, gefa konum
grisjur og sækja mótin,“ segir
Harpa.
Mögulega á markað
Spurð að því hvort til standi að
selja brjóstakerti segir Harpa að
verið sé að athuga þau mál. ,,Við er-
um að spá í að reyna að koma þessu
á markað. Við ætlum að reyna að
framleiða kannski þrjár stærðir af
brjóstum,“ segir hún. Konur geti þá
kveikt á slíkum kertum þegar tilefni
sé til fagnaðar, t.d. þegar þær fái
nýja vinnu eða eignist barn.
Gjörningur Harpa Rún Ólafsdóttir og Elín Anna Þórisdóttir hafa staðið í
stórræðum, steypt kerti eftir mótum af brjóstum 100 kvenna.
Kveikja eld í
brjóstum kvenna
100 brjóstakerti munu loga við flutn-
ing kvennakórs á „Brennið þið vitar“
San Andreas 12
Jarðskjálfti ríður yfir Kali-
forníu og þarf þyrluflug-
maðurinn Ray að bjarga
dóttur sinni.
Metacritic 43/100
IMDB 6,7/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Tomorrowland 12
Metacritic 60/100
IMDB 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 17.20
Spy 12
Susan Cooper í greining-
ardeild CIA er í rauninni hug-
myndasmiður hættulegustu
verkefna stofnunarinnar.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 84/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 17.30, 20.00,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Good Kill 16
Herflugmaðurinn Thomas Eg-
an hefur þann starfa að ráð-
ast gegn óvinum Bandaríkj-
anna með drónum sem hann
flýgur úr öruggu herstöðv-
arskjóli, fjarri átakasvæðinu
sjálfu.
Metacritic 65/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.55
Avengers: Age of
Ultron 12
Þegar Tony Stark reynir að
endurvekja gamalt friðar-
gæsluverkefni fara hlutirnir
úrskeiðis og það er undir
Hefnendunum komið að
stöðva áætlanir hins illa
Ultrons.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
20.00.
Bakk Tveir æskuvinir ákveða að
bakka hringinn í kringum Ís-
land til styrktar langveikum
börnum. Bönnuð yngri en
sjö ára.
Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 20.00, 22.10
Pitch Perfect 2 12
Stúlkurnar í sönghópnum
The Barden Bellas eru
mættar aftur og taka þátt í
alþjóðlegri keppni sem engin
bandarísk söngsveit hefur
hingað til unnið.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 7,2/10
Laugarásbíó 17.00, 22.00
Smárabíó 20.00, 22.30
Loksins heim Geimveran seinheppna Ó
kemur til jarðar og hittir hina
ráðagóðu Tátilju, sem sjálf
leitar móður sinnar sem
rænt var af geimverum.
Metacritic 48/100
IMDB 6,7/10
Smárabíó 15.30
Ástríkur á
Goðabakka Júlíus Sesar ákveður að
reisa glænýja borg til að um-
kringja Gaulverjabæ.
IMDB 7,0/10
Smárabíó 15.30
Fúsi 10
Fúsi er liðlega fertugur og
býr einn með móður sinni.
Líf hans er í afar föstum
skorðum og fátt kemur á
óvart.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Háskólabíó 17.30
Bíó Paradís 18.00
Wild Tales
Bíó Paradís 20.00
Human Capital
Bíó Paradís 18.00, 22.00
What We Do in the
Shadows
Bíó Paradís 20.00
The Arctic Fox- Still
Surviving
Bíó Paradís 20.00, 21.00
Citizenfour
Bíó Paradís 22.00
París Norðursins
Bíó Paradís 22.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum
mikla eyðileggingu er hið mannlega ekki
lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr
Max, fámáll og fáskiptinn bardagamaður.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 88/100
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Mad Max: Fury Road 16
Bræðurnir Gummi og Kiddi
hafa ekki talast við áratugum saman.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00
Smárabíó 17.45, 20.00, 22.10
Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 17.40
Hrútar 12
Á eyjunni Isla Nublar hefur nú verið
opnaður nýr garður, Jurassic World.
Viðskiptin ganga vel þangað til að
nýræktuð risaeðlutegund ógnar lífi
fleiri hundruð manna.
Metacritic 63/100
IMDB 8,6/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35
Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30
Smárabíó 15.30, 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20
Jurassic World 12