Morgunblaðið - 12.06.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Lögreglan leitar þriggja kvenna
2. „Verst að greyið er enn lifandi“
3. Myndband af árekstri skólaskips
4. Dónalegt að fækka fötum á fjalli
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söfnun Bíós Paradísar fyrir bættu
aðgengi fatlaðra að kvikmyndahús-
inu, sem fram fór á hópfjármögn-
unarsíðunni Karolina Fund, tók held-
ur betur kipp í fyrradag. Yfir 50%
fjárins söfnuðust á síðasta sólar-
hring söfnunarinnar og er það met í
hópfjáröflun á síðunni. „Bíó Pardís
hefur unnið með Ferilnefnd fatlaðra
hjá Reykjavíkurborg að greiningu og
tillögum að úrbótum og er áætlaður
kostnaður við fyrsta áfanga 6,7 millj-
ónir króna. Verkefnið er mun stærra
en húsið ræður við með reglulegum
rekstri og var því ákveðið að ráðast í
söfnunina. Öllu söfnunarfénu verður
varið í að tryggja aðgengi að sal 1 og
millisal og koma fyrir salerni sem er
aðgengilegt þeim sem eru í hjólastól-
um. Verkfræðistofan Mannvit vinnur
með húsinu og annast undirbúning,
kostnaðarmat og eftirlit með fram-
kvæmdunum,“ segir í tilkynningu frá
Bíó Paradís. Starfsfólk og stjórn kvik-
myndahússins sé djúpt snortið yfir
ótrúlegum viðbrögðum íslensks sam-
félags við söfnuninni, sem eigi sér
fjölda bakhjarla.
Morgunblaðið/Júlíus
Söfnunarmet slegið
Hvalfjörður, stuttmynd Guðmundar
Arnar Guðmundssonar, sankar enn
að sér verðlaunum. Ágúst Örn B. Wig-
um, sem leikur í myndinni, var valinn
besti leikarinn á Brooklyn Film Festi-
val og myndin var auk þess
valin besta myndin á
Cinema dal Basso –
Caserta Independ-
ent Film Festival í
Caserta á Ítalíu, 7.
júní sl. Hvalfjörður
hefur nú unnið til
21 alþjóðlegra
verðlauna.
Hefur hlotið 21
alþjóðleg verðlaun
Á laugardag Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og þurrt og
bjart að mestu, en heldur hvassara austanlands. Hiti 7 til 14 stig.
Á sunnudag Hægviðri og víða léttskýjað. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast
á NA-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 3-10, bjart með köflum vest-
antil, dálitlar skúrir sunnan- og austanlands, annars úrkomulítið.
VEÐUR
Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu karla, skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri, fór
vel af stað í undankeppni
Evrópumeistaramótsins í
gærkvöldi þegar liðið vann
landsliðs Makedóníu, 3:0, á
Vodafone-vellinum. Eftir
markalausan fyrri hálfleik
röðuðu íslensku leikmenn-
irnir inn mörkum í þeim síð-
ari og gáfu tóninn fyrir
eldra landsliðið sem mætir
Tékkum í kvöld. »4
Þeir yngri gáfu
tóninn í gærkvöldi
„Ég er bjartsýnn en við verðum að
gera okkur grein fyrir því að við erum
að spila við hörkugott lið. Jafntefli
væri mjög góð úrslit fyrir okkur en
sigur væri frábær.
Ef við náum að
halda boltanum
betur en við gerð-
um í Tékklandi,
og verðum að-
eins grimmari í
sóknarleiknum,
þá held ég að
við getum vel
unnið,“ sagði
Ólafur Jóhann-
esson, fyrrver-
andi landsliðs-
þjálfari, þegar
hann spáði í leik
Íslendinga og
Tékka í samtali
við Morgunblaðið
í gær. »2
Fyrrverandi landsliðs-
þjálfari er bjartsýnn
Sigur eða jafntefli gegn Svartfell-
ingum í lokaleik riðlakeppninnar á
sunnudaginn er besti kosturinn fyrir
íslenska landsliðið í handknattleik til
þess að tryggja sér keppnisréttinn á
Evrópumeistaramótinu sem haldið
verður í Póllandi í janúar. Enn er þó
góður möguleiki að engu máli skipti
hvernig leikurinn á sunnudaginn fer,
Ísland verður alltaf með á EM. »1
Stig á sunnudag er
besti kosturinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Miðar á landsleik Íslands og Tékk-
lands í riðlakeppni Evrópumótsins í
fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld
seldust upp á nokkrum mínútum, en
engu að síður þarf Karólína Jóns-
dóttir miðasölustjóri að standa vakt-
ina með starfsfólki sínu. „Við þurf-
um alltaf að vera til taks á leikdegi,“
segir Karólína, sem hefur séð um
miðasöluna í 18 ár.
Sala á landsleiki og bikarúrslita-
leiki fer fyrst fram á netinu og síðan
við innganginn, ef ekki er uppselt.
Miðar á aðra leiki eru einkum seldir
við innganginn á leikdegi. „Þó að
fólk hafi keypt miða á netinu hafa
ekki allir aðstöðu til að prenta þá út
og þá komum við til hjálpar,“ segir
Lína. Hún bendir líka á að margir
séu ókunnugir á Laugardalsvelli og
þeim þurfi að liðsinna við miðakaup.
Eins og smurð vél
Lína hljóp í skarðið í miðasölunni
á leik í Reykjavíkurmóti á gervigras-
vellinum í Laugardal fyrir um tveim-
ur áratugum, tók að sér vinnu við
söluna í kjölfarið og þegar miðasalan
var boðin út árið 1997 gerði hún til-
boð í hana fyrir hönd meistaraflokks
kvenna í KR. Tilboðinu var tekið og
síðan hafa leikmennirnir undir
stjórn Línu séð um miðasöluna í
sjálfboðavinnu, en tekjurnar hafa
alla tíð runnið óskertar til reksturs
meistaraflokks þeirra.
„Þetta er mikil binding og ekki
eftirsótt starf en ég kann vel við
þessa vinnu, félagsskapurinn á
Laugardalsvelli er góður og þegar
landsliðinu gengur vel eins og núna
gefst mér meiri tími en ella til þess
að fara í golf og það er bara gaman,“
segir Lína. Hún bætir við að Þrótt-
arar sjái um veitingasöluna á leikj-
um Þróttar og á landsleikjum en
Framarar á sínum heimaleikjum,
sem fara fram á Laugardalsvelli.
„Þetta er alltaf sama fólkið og hlut-
irnir ganga eins og smurð vél,“ segir
Lína um starfsfólkið í Laugar-
dalnum.
Um níu til tólf konur sjá um miða-
söluna hverju sinni. „Ég keyri á níu
stelpum fyrir bikarúrslitaleik,“ segir
Lína og vísar til þess að mikilvægt
sé að geta skipt út starfsmönnum,
því það sé erfitt að sitja við söluna í
marga klukkutíma í einu.
Áhorfendametið á Laugardalsvelli
er ríflega 20.000 manns, var sett á
vináttuleiknum við Ítali sumarið
2004. „Það er eftirminnilegasti leik-
urinn,“ rifjar Lína upp. „Eggert
Magnússon, þáverandi formaður
KSÍ, ákvað að setja 2.000 miða til
viðbótar í sölu einum og hálfum tíma
fyrir leik og þeir fóru á innan við
klukkutíma. Það var atgangur.“
Miðasölustjóri í 18 ár
Sjálfboðaliða-
starf kvenna á
Laugardalsvelli
Morgunblaðið/Golli
Laugardalsvöllur Karólína Jónsdóttir kann vel við sig í miðasölunni, sem hún hefur stýrt í nær tvo áratugi.
Morgunblaðið/Ómar
Uppselt Áhorfendur styðja vel við bakið á landsliðinu á Laugardalsvelli.