Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 2
Í fókus Hvernig byrjaði skemmtiþátturinn Áttan? „Við byrjuðum sem teymi í þættinum 12:00 í Versló, sem er grínþáttur ætlaður Verslingum en fór fram úr öllum vonum. Þetta er orðin tuttugu ára nefnd og með tímanum hafa þættirnir undið upp á sig, og eru nú orðnir mjög góður stökkpallur fyrir ungt fólk til að koma sér á framfæri. Sama dag og ég útskrifaðist skrifaði ég undir samning og við urðum þar af leiðandi stjórnendur þessa nýja þátt- ar. Það var mest að gera þessa helgi sem ég útskrifaðist af öllum helgum sem ég man eftir.“ Hver er munurinn á að vera í þessum tveimur þáttum? „12:00 var svolítið bundið við sketsa og leikið efni, sem ég skildi ekki alveg af hverju ég var í því ég þyki svo sem enginn stórleikari, á meðan í Áttunni get ég verið ég sjálfur án þess að setja mig í einhverjar stellingar. Það hentar mér aðeins betur. Eitt sem ég sakna samt við 12:00 er að við frumsýndum alltaf með fullum sal af Verslingum, þannig að maður fékk beint í æð hvort eitthvað atriði var að virka með því að heyra hláturinn, en núna sjáum við það bara í tölum.“ Hver var fyrsti sketsinn sem þér datt í hug? „Þegar ég sótti fyrst um að vera í 12:00 nefndinni var ég búinn að vera pæla í því í mörg ár og leika mér að skrifa sketsa. Ég var búinn að skrifa þann fyrsta sem við gerðum í níunda bekk, en ég var á þriðja ári í menntaskóla þegar við tókum hann upp. Hann fékk titilinn „Varúð skólabörn“. Í honum voru skilti alls staðar sem vöruðu við skólabörnum, en við snerum upp á það þannig að skólabörnin voru það hættulega en ekki öfugt. Það var mjög skemmtilegt. Ég fór eiginlega í Versló út af 12:00, þótt hann sé námslega séð mjög góður skóli. Svona þættir hafa alltaf heillað mig.“ Nú varstu kynnir á Color Run hlaupinu, hvernig var stemningin þar? Hún var miklu betri en mér hefði nokkurn tímann dottið í hug. Ég hélt kannski að þessi klikkaða stemning sem maður sér í myndböndum af þessum hlaupum úti myndi ekki nást hér, kannski því Íslendingurinn myndi ekki þora að taka þátt í gleðinni og vildi frekar bara horfa á hana, en síðan byrjaði þetta bara og strax myndaðist þessi bilaða stemning. Ég hef varla kynnst öðru eins. Ertu mikið fyrir að halda uppi góðri stemningu á svona viðburðum? Já, það er rosalega skemmtilegt. Ég var einmitt í svipuðu dæmi í kringum „Ísland got Talent“ þættina. Þar var ég svona skemmtikraftur milli hléa að rugla í liðinu, fá salinn til að klappa og halda uppi stemningu. Það var svolítið fyndið að vera að djöfl- ast uppi á sviði með dómarana fyrir framan mig, mér leið pínu eins og ég væri að taka þátt í keppninni. Einhver þar hefur greinilega tekið eftir mér og ég fékk þetta Color Run dæmi í kjölfarið. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Ég verð örugglega í sama bransa en ég vil vera búinn að þróa ferilinn aðeins áfram. Til dæmis vil ég að einhverjir aðrir taki við Áttunni og að þátturinn verði áfram stökkpallur fyrir ungt fólk. Síðan væri ég mjög til í að vera einhvers konar kynnir aftur í framtíðinni. Í hvaða átt ég fer nákvæmlega á aðeins eftir að sýna sig. Ég nýt bara hvers dags fyrir sig. Morgunblaðið/Júlíus NÖKKVI FJALAR ORRASON SITUR FYRIR SVÖRUM Nökkvi Fjalar Orrason er einn af þáttastjórnendum Áttunnar, en þátturinn er sýndur á mbl.is og fagnar eins árs afmæli sínu í júní. Nökkvi byrjaði að gera grín- þætti í Verslunarskóla Íslands og stefnir á að halda því áfram. Þá var hann kynnir á Color Run hlaupinu umtalaða á dögunum og hafði gaman af. „Já og nei. Mér finnst svolítið leiðinlegt að það þurfi að grípa til þess að setja lög. En síðan er bara svo mikil þörf á því.“ Guðrún Halla Pálsdóttir „Ég myndi segja að það væri ekki æskilegt. En það er þannig að þegar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi þá er samið en ekki þegar lífin eru í húfi.“ Ottó Tynes „Nei, mér finnst það ekki nauðsynlegt. Ég er ópólitískur. Ég er ekkert á móti neinum, en með öllu góðu fólki. Ég er hljómlist- armaður.“ Guðmundur Steingrímsson / Papa Jazz Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. „Fyrir sjúklingana er það það, en alls ekki fyrir þá sem eru í verkfalli.“ Dagný Guðnadóttir Morgunblaðið/Júlíus SPURNING VIKUNNAR TELURÐU NAUÐSYNLEGT AÐ SETJA LÖGBANN Á VERKFALLSAÐGERÐIR? Ragnheiður Eyjólfsdóttir, eða Raxel, bauð nokkr- um góðum félögum í afar lekkert matarboð heima hjá sér á dögunum. Hún bauð meðal annars upp á bleikju í sítrónu og chili með epla- og dillsalati og heimatilbúinn ís. Matarboð 30 Í BLAÐINU Forsíðumyndin er frá AFP Senn líður að útskriftum háskólanna og margir fá ef- laust boðskort í nokkrar veislur af því tilefni. Fal- legar vörur inn á heim- ilið eða íslensk hönnun er tilvalin og klassísk gjöf fyrir duglega nýútskrifaða nem- endur. Hönnun 26 Passíusálmarnir hafa verið endurútgefnir. Mörður Árnason segir mörg fleyg orð úr Passíusálmunum hafa orðið að almennum sannleik án þess að fólk viti hvaðan þau eru komin. Bækur 46 Jóakim Pálsson var út- gerðarmaður og skipstjóri í Hnífsdal og lagði sitt af mörkum við uppbyggingu sjávarútvegsins. Hann hefði orðið 100 ára 20. júní og af því tilefni fagna afkomendur hans þeim tímamótum um komandi helgi. Minning 44 Saknar að frumsýna með Verslingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.