Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 16
F ylkið með erfiða nafnið er í suðvest- urhluta Mexíkó en framburðurinn er /wa’ha’ka/. Það er þekkt fyrir fjöldann af frumbyggjaættbálkum sem hafa náð að halda sérkennum sínum vegna hversu strjálbýlt og harðgert landið er. Stærstu ættbálkarnir eru Zapotec og Mixtec en alls eru sextán ættbálkar í fylk- inu. Þurrkaðar engisprettur Stærsta borgin heitir Oaxaca de Juárez, en fylkið heitir eftir borginni. Lágreist hús, stór torg og fallegar kirkjur setja svip sinn á borgina. Litagleðin er í fyrirrúmi í Oax- aca. Húsin eru máluð sterkum litum og skilti og auglýsingar eru skemmtilega máluð beint á veggina. Mikið er af litlum þorpum allt í kring sem gaman er að heimsækja, fara á útimarkaði og lenda jafnvel inni í miðri þorpsveislu. Oaxaca er frægt fyrir sjö tegundir af „mole“, sem er mauk af ýmsum toga, til dæmis úr baunum eða súkkulaði. Einnig er á hverju horni hægt að kaupa sér lúku af þurrkuðum og krydduðum engi- sprettum og finnst innfæddum það mesta hnossgæti. Fyrir þá sem hafa áhuga á fortíðinni er nóg af fornleifum. Frá borginni er stutt að fara upp á fjall og skoða Monte Albán- fornleifar en þar var eitt sinn höfuðborg Zapotec-ættbálksins. Þar eru fallegar rústir og ekki síður fallegt útsýni til allra átta. Fyrir strandsjúka er fimm tíma keyrsla frá Oaxaca-borg á strönd við Kyrrahafið. Strandlengjan liggur frá Puerto Escondido til Huatulco og státar af ósnortnum strönd- um sem eru enn margar lausar við ágang ferðamanna. Þar má finna höfrunga og sæ- skjaldbökur og hægt er að stunda þar hinar ýmsu sjóíþróttir. Setið á gírstönginni Í borginni er auðvelt að ná í leigubíla, sem eru ekki dýrir á íslenskan mælikvarða, til að ferðast til nærliggjandi þorpa. En fyrir unga bakpokaferðamenn er tilvalið að ferðast með „colectivo“, en það eru venju- legir bílar sem troðið er í þar til þrír sitja frammi í og fjórir aftur í. Þessa bíla er hægt að finna á rútustöð eða veifa þeim á götunni og kosta smáaura. Hugsanlega þarf þá að sitja á gírstönginni en þú kemst á leiðarenda fyrir lítinn pening. LITRÍK MENNING, SÓL OG SAGA Framandi og fallega Oaxaca OAXACA Í MEXÍKÓ ER FYRIR FERÐALANGA SEM VILJA EITTHVAÐ ANNAÐ EN HEFÐBUNDNAR UTANLANDSFERÐIR. FYLKIÐ STÁTAR AF LITRÍKRI MENNINGU OG NÓG AF SÓL. Texti og ljósmyndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Engisprettur þykja ákaflega ljúffengar í Oaxaca, en þær eru þurrkaðar og kryddaðar en einnig eru þær notaðar í matargerð. Alls staðar er hægt að kaupa sér lúku á götuhornum. Lítið er um skilti og eru litríkar auglýs- ingar oft málaðar beint á veggina. Í þess- ari byggingu er verið að rétta tennur. Á aðaltorgi í Oaxaca er mikið um sölumenn og eru blöðrur þar greinilega vinsæl söluvara. Útsýnið frá rústum Monte Albán er stórfenglegt. Einmana kúreki staldrar við á fjalli fyrir utan borgina Oaxaca. Ferðalög og flakk AFP *Þegar ferðast er um erlendar borgir er gottað reyna að muna að hafa ekki augun stöð-ugt á gangstéttinni eða á því sem er í augn-hæð. Við ættum að muna að horfa upp. Ístórborgum eru byggingar jafnan heldurhærri en við eigum að venjast hér á landi ogoft er mikið lagt í þakskegg og ýmsar skreyt- ingar utan á efri hæðum húsa. Gleymum ekki að snúa höfðinu og horfa upp á við líka. Ekki gleyma að horfa upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.