Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Ferðalög og flakk F yrir ríflega þremur árum hófst samstarf hug- og fé- lagsvísindasviða háskólanna á Akureyri og Riga í Lett- landi. Það felst í því að nemendur heimsækja hverjir aðra, vinna sam- eiginleg verkefni sem tengd eru ákveðnum þemum, kynna skólann sinn, námið, mynda tengsl og bera saman bækur sínar á allan hátt. Nú síðla vetrar fóru tólf nemendur við Háskólann á Akureyri til Riga. Þeir höfðu tekið á móti svipað stórum hópi frá Lettlandi, vorið 2014. Það er Markus Meckl, prófessor við Há- skólann á Akureyri, sem hefur haft veg og vanda af þessu samstarfi sem gengið hefur mjög vel. Hvaðan hugmyndin kom nákvæmlega, seg- ist Markus ekki vera viss um, þó að líklega sé hvatinn sá að honum hafi sjálfum fundist að fleira felist í lær- dómi en lesa bækur og taka próf. Víðari sjóndeildarhringur breytir viðhorfum Markus Meckl er Þjóðverji sem býr með fjölskyldu sinni á Akureyri. Hann kenndi um tíma við háskól- ann í Riga og hefur því góð tengsl við háskólasamfélagið í borginni. „Fyrir þremur árum kom í ljós að ef til vill gæti verið flötur fyrir samstarfi, þar sem möguleiki var á fjármagni. „Þetta hefur auðvitað gengið betur af því að ég á góða að úti í Riga. En það er á engan hallað að segja að vinur minn, Thomas Ta- terka, hefur sannarlega reynst mér betri en enginn í þessari undirbún- ingsvinnu.“ Myndu ekki kynnast á annan hátt „Það er í raun mikill munur á milli innri gerðar þessara samfélaga, Ís- lands og Lettlands,“ segir Markus er fjallað er um gagnsemi svona samstarfs. „Við aukin kynni komast nemendur að því og einnig í þeirri verkefnavinnu sem unnin er. Í þetta sinn gerðum við t.d. sameig- inleg verkefni sem fjölluðu um þrjár kynslóðir, allt frá stríðslokum til dagsins í dag. Það var athygl- isvert að heyra og sjá muninn á milli þessara kynslóða á Íslandi og í Lettlandi. Það er líka töluverður munur á milli háskólanna sjálfra. En með verkefninu hafa augu beggja opnast fyrir því hvað löndin hafa margt að bjóða, hvort á sinn hátt. Svo er gaman að segja frá því að ákveðin tenging var í raun til staðar vegna viðurkenningar Ís- lendinga á sjálfstæði Lettlands á sínum tíma. Það var Lettum mjög mikilvægt. Íslendingar eru því afar velkomnir í Riga.“ Háskólarnir og nemendur græða „Ísland og Lettland eiga meira sameiginlegt en fólki dettur í hug í fyrstu, þótt samfélögin séu ólík. Báðar þjóðirnar eru smáar og geta því ekki boðið upp á alla flóruna í námi. Með aukinni samvinnu væri hægt að bæta úr því. Það er alla vega ein leið til að skoða í framtíð- inni,“ segir Markus þegar rætt er um ávinninginn í stærra samhengi. Í raun er hann að tala um að hug- myndin verði stofnanavædd. „Þá á ég við að stofnanirnar tækju upp formlegt samstarf. t.d. væri hægt að kenna sitt hvort árið á hvorum stað. En eins og annað þarf fjár- magn til að slíkt verði að raunveru- leika. Háskólarnir sjálfir eru ekki aflögufærir fjárhagslega en veita stuðning með því að samþykkja prógrammið. Ég vona að þessi vísir leiði til frekara samstarfs í framtíð- inni, samvinnu sem allir græða á,“ segir Markus Meckl, prófessor við Háskólann á Akureyri. Munu aldrei kvarta yfir aðstöðunni aftur Helgi Freyr Hafþórsson, Ólöf María Brynjarsdóttir, Signý Líndal og Sigríður Elísabet Stefánsdóttir voru meðal þeirra nemenda við Há- skólann á Akureyri sem tóku á móti nemendum frá Riga á síðasta ári og endurguldu heimsóknina nú í vor. Þau sögðu ferðina til Riga afar fróðlega og hafa gefið þeim mikið þó að kannski megi segja að þau hafi fengið menningarsjokk, eða að- stöðusjokk. „Eiginlega fannst okkur við sjá austantjaldsþjóð, þ.e. eins og við teljum að þær hafi verið. Að- stöðumunurinn er ótrúlegur. Skóla- húsnæðið í Riga lítur ekkert illa út utan frá en munurinn kom í ljós þegar inn var komið. Við duttum aftur um marga áratugi. Þjófnaður er greinilega mikið algengari en hérlendis og því þarf að gera var- úðarráðstafanir. Allar skólastofur HEIMSÓKN TIL RIGA Í LETTLANDI Allir græða á gjöfulu samstarfi AÐ LEGGJA LANDI UNDIR FÓT OG SKOÐA MENNINGU ANNARRA ER NÁM SEM EKKI MÁ VANMETA. NEMENDUR HÁSKÓLANNA Á AKUREYRI OG Í RIGA HAFA SKIPST Á HEIMSÓKNUM. NEMENDUR HA SÖGÐUST ALDREI AFTUR KVARTA YFIR AÐSTÖÐU Í SKÓLANUM EFTIR HEIMSÓKN TIL RIGA Í VOR OG UNDRUÐUST ÓTTA LETTA VIÐ YFIRVÖLD. Á MÓTI UPPLIFÐU LETTAR MIKIÐ ÖRYGGI Á ÍSLANDI OG FANNST ÍSLENDINGAR ÓLÍKIR ÖÐRUM EVRÓPUBÚUM. Birna G. Konráðsdóttir og Kjartan Þorvaldsson Hug- og félagsvísindasvið háskólans í Riga. Það var farið að vora þegar nemendur frá HA voru þar í heimsókn. Vel var tekið á móti íslensku nemendunum enda gleyma Lettar ekki stuðningi Íslendinga við sjálfstæði þeirra. Markus Meckl prófessor við HA Ólöf María Brynjarsdóttir Signý Líndal Meðal þeirra nemenda frá Riga sem komu til Íslands á síðasta áru voru Elina Vavere og Marite Grube. Þær eru sammála um að Íslendingar og Lettar séu ekki líkir. „Við héldum fyrirfram að þið væruð meira evrópsk, þ.e. eins og flestir sem búa á meginlandinu. Ef maður sér Íslending á götu, blandast hann vel inn í hópinn og munurinn er enginn. En við kynni breytist sú skoðun. Hugsunarhátturinn og bara allt á Íslandi er öðruvísi en við þekkjum. Kannski skýrist það að einhverju leyti af þeirri staðreynd að Ísland er eyja,“ segja þær hugsi og halda áfram. „Það virðast ekki vera vandamál á Íslandi, þannig. Ef koma upp einhver mál eru þau bara leyst í stað þess að velta sér upp úr þeim. Þið eruð líka svo snögg að bregðast við, kannski er það út af þessu veðri sem alltaf er að breytast en íslensk náttúra er ólýsanleg, magn- þrungin og gríðarlega falleg.“ Gætu hugsað sér frekara nám á Íslandi Fyrir Íslandsferðina sögðust þær stöllur ekkert hafa spáð í að taka framhaldsnám á Íslandi, en sú skoðun hefði sannarlega breyst. Þar hefði þetta skóla- samstarf breytt öllu. Neikvæða hliðin gæti helst tengst veðráttunni á Íslandi, en líklega myndi það venjast. En sem fyrsta svar við spurningunni um hvort þær gætu hugsað sér að læra á Íslandi kom þetta: „Þið eruð svo örugg í landinu ykkar og okkur finnst það svo frábært. Það er engin hugsun um að einhver vilji ráðast á ykkur eða hræðsla við neitt slíkt sem okkur finnst svo heillandi.“ Elina Vavere og Marite Grube heimsóttu Akureyri á síðasta ári og heilluðust af landi og þjóð. Einkum fannst þeim athyglisvert að Íslendingar væru ekkert uppteknir af stríði og afar öruggir í landi sínu. Íslendingar eru ekkert líkir Lettum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.