Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 23
Víða erlendis eru menn farnir að stunda hjólreiðar í sundlaugum. Reyndar færast hjólin ekki úr stað heldur eru þetta sérútbúin æf- ingahjól sem eru staðsett í sund- laug. Æfing á slíku hjóli þykir mjög góð leið til að stunda hreyfingu á þægilegan máta. Enginn sviti Kostir þess að hjóla í vatni eru margir. Þar sem líkaminn er mun léttari í vatni verða allar hreyfingar auðveldari. Minna álag er á liði og því minni líkur á meiðslum. Hjólin myndu henta sérlega vel eldra fólki og fólki sem þjáist af liðverkjum þegar það stundar annars konar hreyfingu, auk annarra sem vilja prófa eitthvað nýtt. Sagt er að við æfingu í vatni verði minni mjólk- ursýrusöfnun í vöðvum og því ætti þreytan eftir æfingu að vera minni en ella. Einnig er talið að appels- ínuhúð minnki vegna aukins blóð- flæðis til fóta. Hægt er að brenna 800 hitaeiningum á klukkustund. Hér duga engar afsakanir fyrir þá sem kvarta yfir að svitna í líkams- rækt, því enginn er svitinn í laug- inni. Og engin hætta er á að slasa sig í umferðinni. Það er spurning hvort þetta verði nýjasta æðið í hjólamenningu Íslendinga. Æfingahjól í vatni henta vel til brennslu og reyna minna á liðina. Hjólað í vatni Alls söfnuðust 899.000 krónur í áheitahlaupi Spörtu og Training For Warriors fyrir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Það tók 25 hlaupara 22 klukkustundir að hlaupa frá líkamsræktarstöðinni Spörtu í Kópavogi og til Blönduóss, eða 244 kílómetra leið. Söfnuðu fyrir Umhyggju 14.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 F rjálsíþróttakonan og læknaneminn Hulda Þorsteinsdóttir varð Norðurlandameist- ari unglinga í stangarstökki árið 2010. Hulda átti ótrúlega endurkomu á dög- unum eftir þriggja ára glímu við erfið meiðsli en hún náði 2. sæti í stangarstökki á Smá- þjóðaleikunum. Hvenær byrjaðirðu að æfa stangarstökk? „Ég byrjaði í frjálsum 14 ára en æfði þá flestar greinar. Ég var með góðan grunn úr fimleikum, sem ég æfði í tíu ár, sem gerði það að verkum að stangarstökkið varð fljótt sterkasta greinin.“ Hversu oft æfirðu? „6-10 sinnum í viku, eftir því hversu langt er í mót.“ Áttu einhver áhugamál? „Þegar það eru 2 æfingar á dag ásamt fullu háskólanámi, þá getur annað orð- ið útundan. En ég hef gaman af því að borða góðan mat, hitta vini og elda með þeim. Svo eigum við fjölskyldan hesta og það er alltaf á döfinni að fara oftar á hestbak.“ Leggurðu mikið upp úr heilbrigðu líferni? „Já, ég geri það, borða yfirleitt hollan mat og reyni að passa að borða vel þegar æf- ingaálag er mikið. Hef lengi ætlað að venja mig á að fara fyrr að sofa en játa að það hefur ekki náðst mikill árangur í því enn.“ Þú hefur glímt við erfið meiðsli, hvernig hefurðu nálgast það? „Ég hef slitið krossband og farið í sex að- gerðir á hné, tvær aðgerðir á öxl og eina að- gerð þar sem fótbrot var skrúfað saman. Axl- armeiðslin voru það alvarleg að ég átti að líta á seinni aðgerðina sem vel heppnaða ef ég gæti beitt mér í daglegum störfum án þess að fara úr axlarlið – að stökkva stangarstökk aftur var ekki inni í myndinni. Mótlætið hefur vissulega tekið toll af mér og þá skiptir máli að hafa gott fólk í kringum sig; fjölskyldu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara. Róbert Magn- ússon sjúkraþjálfari hefur reynst mér mjög vel og með mikilli vinnu er hægt að ná ótrúlegum framförum í endurhæfingu. Ég reyni að horfa ekki of langt fram í tímann heldur frekar að fagna öllum litlum sigrum. Það tók t.d. nokkra mánuði í þjálfun að ná að snúa hendinni út eftir axl- araðgerðina og enn lengri tíma að ná að lyfta henni upp. Þótt ég hafi verið langt frá afrekum í stangarstökki með þessum sigrum, þá voru þeir ekki síður stórir og mikilvægt að staldra við og njóta.“ Hvaða ráð hefurðu handa þeim sem eru að byrja að æfa frjálsar? „Prófa sem flestar greinar og ekkert vera að flýta sér að sérhæfa sig í ein- hverri grein. Það frábæra við frjálsar íþróttir er fjölbreytileikinn í greinum.“ Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar? „Vala Flosadóttir. Ég fylgdist spennt með henni á Ólympíuleikunum árið 2000 og hef litið upp til hennar síðan.“ Hvaða áfanga fagnaðir þú síðast í íþróttunum? „Ég hef virkilega notið þess að snúa loksins til baka í stangarstökkið eftir að hafa ekki get- að stokkið í meira en þrjú ár. Það er meira en að segja það að koma til baka og ná strax að bæta minn besta árangur eftir allt sem á und- an hefur gengið og því gríðarlega sætt að uppskera loksins eftir alla vinnuna.“ Hvað er á döfinni hjá þér næstu vikur í íþróttunum? „Keppnistímabilið er rétt að byrja og ég rétt að komast af stað. Í næstu viku er Evrópubik- arkeppni landsliða sem fer fram í Búlgaríu og svo verða vonandi fleiri mót í sumar, bæði hér heima og erlendis.“ KEMPA VIKUNNAR HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR Átti aldrei að stökkva á ný Morgunblaðið/Árni Sæberg Betra er á fjöllum, konum og körlum koma þau öllum að nýju í lag. Vistin á öræfum eykur fjör og styrkir þrótt, öræfin skulum við gista í nótt. Sigurður Þórarinsson Í Sunnudagsblaðinu sem kom út hinn 7. júní síðastliðin var rætt við Fanneyju Hauksdóttur kraftlyft- ingakonu. Í texta með viðtalinu var sagt að Fanney væri 17 ára Reykja- víkurmær. Það er rangt. Hið rétta er að Fanney, sem er heimsmeistari í bekkpressu unglinga, er 22 ára Seltirningur. Fanney er beðin vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Við sem mætum reglulega á líkams- ræktarstöðvar könnumst flest við fólk sem virðist alltaf vera að æfa. Alveg sama hvort maður dettur inn að morgni eða síðla dags, þá er við- komandi þar. Er þetta fólk svona svakalega duglegt, eða er möguleiki að það þjáist af fíkn. Æfingafíkn er þekkt fyrirbæri og hefur verið rannsakað erlendis. Í grein frá 2012 í tímaritinu Psychology of Sport and Excercise er farið yfir könnun sem gerð var í Ungverjalandi. Sýndi hún að 0,3 til 0,5% af mannfólki þjá- ist af æfingafíkn. Eins og önnur fíkn heltekur þetta fólk og hefur áhrif á allt líf þess. Ef þú ert í vafa um hvort þú sért æfingafíkill, svaraðu spurningum hér að neðan. Þarftu að æfa sífellt meir og leng- ur til að ná fram vellíðunartilfinn- ingu? Ertu farin/n að eyða heilu og hálfu dögunum í stöðinni? Ertu far- in/n að taka líkamsræktina fram yfir allt annað í lífinu? Ertu farin/n að reyna meira á þig við æfingar en þú í raun getur? Verður þú pirruð/ aður, þreytt/ur og stressuð/aður ef þú æfir ekki í einhvern tíma? Æfirðu þrátt fyrir meiðsl? Ef þú svarar þessu öllu játandi gæti verið að líkamsræktin væri orðin að fíkn. Ef líkamsræktin er farin að stjórna lífi þínu gætir þú verið æfingafíkill. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ertu æfingafíkill? þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.