Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 36
S jálfsagt er óþarft að leggja of mikið upp úr skoðanakönnunum sem birt- ast á miðju kjörtímabili. Nokkur dæmi Á miðju kjörtímabilinu 1991-1995 mældist Kvennalistinn stærsti flokkur landsins. Sumum þóttu það merk tímamót. Einhverjir töldu þetta sýna að „fjórflokkurinn“ væri um það bil að koma sér fyrir í djúpri gröf og fögnuðu óspart, eins og þeir gera jafnan þegar þeir gefa út þá spá um „fjórflokkinn“. Þeir voru líka til og ekki svo fáir sem töldu þetta hrikalegar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og for- ystu hans, gott ef ekki rothögg. Sá flokkur hafði frá stofnun sinni verið stærsti flokkurinn eftir hverjar kosningar (að vísu ekki alltaf að þingstyrk). Í kosningunum tveimur árum síðar, vorið 1995, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 25 þingmenn, tapaði að- eins 1 þingmanni og myndaði stjórn á ný. Í næstu kosningum þar á eftir, vorið 1999, jók flokkurinn fylgi sitt á ný og myndaði stjórn þriðja kjörtímabilið í röð. Í kosningunum þar á eftir, vorið 2003, tapaði flokkurinn nokkru fylgi eftir mikla herferð gegn honum, þar sem stærsta fyrirtæki landsins, fjöl- miðlaveldi þess, Ríkisútvarpið og Samfylkingin tóku höndum saman um að fleyta nýrri stjórn til valda í krafti lygavefjar sem spunninn var. Flokkurinn tap- aði nokkru fylgi, en hélt velli og myndaði 4. ríkis- stjórn sína í röð. Í kosningunum þar á eftir, vorið 2007, bætti flokkurinn aftur við sig og myndaði 5. ríkisstjórnina í röð. En hvað varð um Kvennalistann, stórveldið frá miðju kjörtímabilinu 1991-1995 sem kveikti svo glæstar vonir? Hann var, eins og menn muna, að eigin sögn al- gjörlega óháður hefðbundnum stjórnmálalegum lín- um. En hann hvarf samt, eins og ekkert væri, inn í Samfylkinguna og hefur ekki sést til hans síðar. Það lýsti enginn eftir listanum þegar hann hvarf. En hefði það verið gert hefði vísast verið sagt í tilkynn- ingunni frá lögreglunni að „þegar hann fór að heim- an var hann með kápuna á báðum öxlum, en að öðru leyti í lánsfatnaði frá léttklædda keisaranum í ævin- týrinu“. Nýtt stórveldi Nú eru Píratar stærstir flokka. Þeir eru enn þá meira ekki neitt en Gnarr var á sinni tíð. Eftir því sem næst verður komist er eina stefnu- mál þeirra það að tryggja óheftan niðurhalsrétt á hugverkum á veraldarvefnum. Þetta virðist ekki mikilfenglegur málefnagrund- völlur en virðist þó mun efnismeiri en sá sem Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar kann að snú- ast um og er þá Guðmundur innifalinn. En þá lætur nærri að spyrja, hvernig stendur á þessum spútnik- fyrirbærum í könnunum sem kjósendur meina svo ekkert með, þegar mætt er í kjörklefann? Píratar og Kvennalisti eru ekki einir um að skjótast upp í himinhvolfið eins og Gagarín og vera jafn fljótir og hann að komast niður á jörðina aftur. Dæmin eru mörg. Þjóðvaki Jóhönnu virtist ætla að gera það gott en kom loks fáliðaður á þing. Stjórnmálafræðingar sögðu hann þó vera sigurveg- ara kosninganna, en eftir þær skipti hann ekki nokkru einasta máli. Merkilegt hlutverk sigurveg- ara það. Sama má segja um framboð Vilmundar 1983. Og nýrri framboð, sem erfitt er að muna nú hvað hétu, sýndu svipaða takta. Þau flugu ótrúlega hátt um skamma hríð og forystumenn á þeim bæjum töl- uðu digurbarkalega í nafni þjóðarinnar á meðan mælingin var svona hugguleg við þá. Lúta ekki lögmálum kjördags þótt spurt sé Líklegt er að aðspurðir séu í allt öðrum stellingum á miðju kjörtímabili en þegar dagur alvörunnar er skammt undan. Án þess að hafa minnsta fræðilegan grunn undir vangaveltum sínum ætti bæði að vera óhætt og leyfilegt að geta í þessar eyður. Þegar flokkar skjótast óvænt upp í himinhæðir virðist reynslan sýna að líta megi á hagstæðar mæl- ingar þeirra sem eins konar anga frá óákveðnu fylgi. Þeir sem þannig svari séu líklegri til að kjósa en aðrir úr óákveðna hópnum og séu um þessar mundir ósáttari en aðrir í hópi óákveðinna. Þeir vilji að það sjáist í þá óánægju þótt þeir séu ekki endan- lega búnir að gera upp við sig til fulls að hverjum hún beinist fyrst og fremst. Einhverjir kunna að blása upp og telja þetta lakari stjórnmálafræði- kenningu en aðrar. Þeir um það. Um þessar mundir bera kannanir þó einmitt með sér að allstór hópur kjósenda sé ekki fyllilega sáttur við ríkisstjórnarflokkana. En jafn augljóst er að sami hópur sjái ekki betra hald í hinni hefðbundnu stjórnarandstöðu. Hún er þó sannarlega vön að bæta stöðu sína þegar stjórnarflokkum fipast. Fleiri ástæður En önnur skýring til fyllingar því að stjörnuljósin deyja svo fljótt út sem raun er á, er að menn taki að rýna af meiri alvöru en áður á flokkinn eða fram- boðið sem skotist hefur í hæstu hæðir. Og að þau hafi flest tapað á slíkri skoðun. Niðurhals-heimsmynd og andúð á eignarrétti á hugverkum ásamt tilfallandi afstöðu byggðri á reynslu þingmanna úr tölvuleikjum getur dugað til að ná upp yfir lágmark við úthlutun 1. þingsætis. Sjóræningjarnir í Kardimommubæ koma flatt upp á Tóbías í turninum, ef marka má kannanir sem lítið er að marka Reykjavíkurbréf 12.06.15 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.