Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 20
AFP *Fólk sem hefur gengið í gegnum skiln-að er við eins góða heilsu og fólk íhamingjusömu hjónabandi. Þetta erniðurstaða nýrrar breskrar rann-sóknar. Að sögn rannsakenda kom þettaheldur á óvart, þar sem fyrri rannsóknirhafa bent til þess að mikil umskipti í lífinu, svo sem skilnaður, hafi vond áhrif á heilsu fólks. Margir sem tóku þátt í rannsókninni voru þegar komnir í nýtt samband. Skilnaður fínn fyrir heilsuna Heilsa og hreyfing H andbók í lyflæknisfræði er skrifuð með fagfólk í huga, en í henni er að finna umfjöllun um helstu sjúkdóma sem lyflæknar fást við. Til lyflækninga teljast ýmsar af stærstu sér- greinum læknisfræðinnar, eins og hjartalækn- ingar, krabbameinslækningar, lungnalækn- ingar og meltingarlækningar svo að nokkrar séu nefndar. Fyrsti vísir að bókinni leit dags- ins ljós árið 1996, en þá var um að ræða lítið hefti er kallaðist Handbók lyflækningadeildar Landspítala og innihélt ýmsar leiðbeiningar sem voru fyrirliggjandi á deildinni. Það var svo með annarri útgáfu bókarinnar að Ari J. Jóhannesson og Runólfur Pálsson tóku að sér ritstjórn og allur texti var ritaður frá grunni. Bókin hefur síðan þróast ört og öðlaðist þriðja útgáfa sem kom út árið 2006 miklar vinsældir meðal lækna og annars heilbrigð- isstarfsfólks hér á landi. Styðja við skynsamlega nálgun Höfuðmarkmið með útgáfu Handbókar í lyf- læknisfræði er að styðja við skynsamlega nálgun og meðferð helstu sjúkdóma og vandamála sem heyra til lyflækninga. Um- fjöllunin hefur í mörgum tilvikum sérstaka tilvísun í aðstæður hérlendis. Ritstjórar fjórðu útgáfu Handbókar í lyflæknisfræði, Ari J. Jóhannesson, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Sigurður Ólafsson, eru allir starf- andi sérfræðingar við lyflækningasvið Land- spítala, en meira en 50 höfundar, flestir þeirra læknar við störf hér á landi eða er- lendis, koma að ritun kaflanna, sem eru 30 talsins. Bókin er tæplega 500 bls. að lengd. Ritstjórarnir bjuggust ekki við að bókin færi í efstu sæti metsölulista, en um 800 ein- tök eru seld þegar þetta er skrifað. Góðar viðtökur koma þeim þó ekki í opna skjöldu. „Níu ár eru síðan síðasta útgáfa kom út og þörfin var greinilega uppsöfnuð,“ segir Ari. Læknar og læknanemar á bak við flest seld eintök Runólfur segir þriðju útgáfuna þá fyrstu sem kalla megi eiginlega bók og hún hafi notið mikilla vinsælda meðal heilbrigðisstarfsfólks. „Nemendur í læknisfræði og öðrum heilbrigð- isgreinum hafa verið að nota bókina og hún hefur verið í notkun um allt land á heilbrigð- isstofnunum. Við ákváðum svo að hafa útgáf- una enn veglegri núna og þess vegna byggð- ist mikil eftirvænting upp,“ segir Runólfur og Davíð bætir við að það hafi ekki dregið úr þörfinni að þriðja útgáfan hafi ekki verið fá- anleg í tvö til þrjú ár. Spurðir hvort þeir haldi að almenningur sé að kaupa bókina líka segir Davíð það hugs- anlegt en hafa beri í huga að hún sé skrifuð með fagfólk í huga. „En auðvitað hafa fjöl- margir aðrir áhuga á þessu efni og í bókinni er að finna greinargóðar upplýsingar á ís- lensku um fjölmarga algenga sjúkdóma. Það má því vel vera að einhverjir kaupi bókina af forvitni,“ segir Davíð. Ari bendir í þessu sambandi á að læknar á Íslandi skipti hundruðum og stór hluti þeirra hafi not fyrir bók sem þessa og Sigurður bætir við að líklegast sé að læknar og lækna- nemar séu aðallega á bak við seld eintök til þessa. „Þeir virðast hafa rokið af stað um leið og bókin kom út.“ Að sögn Ara voru ungir læknar upphaflegi markhópurinn og svo er enn. „Það hefur á hinn bóginn komið okkur ánægjulega á óvart að sérfræðilæknar og annað heilbrigðisstarfs- fólk hefur í vaxandi mæli viljað eiga þessa bók,“ segir Ari. Hann segir að upplýsingar um lyfjameðferð algengra sjúkdóma séu ekki alltaf einhlítar þannig að erfitt geti reynst að henda reiður á hvað henti best hverju sinni og bókinni sé ætlað að vera málamiðlun í því tilliti,“ segir Ari. Fræðileg umfjöllun á íslensku Ari segir ritstjórana hafa lagt mikla áherslu á að hafa fagorð og önnur hugtök á íslensku og móðurmálið hljóti fyrir vikið veglegan sess í bókinni. „Það er mikilvægt að læknar hugsi og tali á íslensku,“ segir hann. Runólfur hnykkir á þessu. „Þetta hefur verið keppikefli hjá okkur Ara síðan við tók- um fyrst við þessu verkefni og stærsta skref- ið er stigið með þessari útgáfu. Þegar ég var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum þótti mér sláandi hversu lítill munur var á málinu sem læknar töluðu annars vegar sín á milli og hins vegar við sjúklinga og aðstandendur. Við höfum átt erfitt uppdráttar hér gegnum árin þar sem íslenskan hefur ekki búið yfir nægi- lega miklum orðaforða. Það hefur þó verið að lagast og sennilega er útgáfa þessarar bókar eitt stærsta skrefið í því sambandi. Þetta er mjög jákvætt hvað almenning snertir og hvetur um leið lækna til að bæta sig í sam- skiptum við sjúklinga,“ segir Runólfur. Ari bætir við að nokkur orð sem þegar sé farið að nota víðar hafi beinlínis orðið til við gerð bókarinnar. „Hlutverk okkar var að samræma texta milli einstakra kafla og taka um leið ákvörðun um notkun tiltekinna orða. Þar sem orðin eru ný eða framandi setjum við ensk heiti í sviga fyrir aftan til að taka af öll tvímæli,“ segir Ari. Þeir taka fram að samráð hafi verið haft við sérfræðinga á sviði íslenskrar tungu, m.a. hjá Íslenskri málstöð. Unnið hafi verið að uppbyggingu íðorðasafns fyrir læknisfræði á íslensku og þar hafi sumt unnið sér sess og annað ekki. Loks vilja ritstjórarnir geta fram- lags Jóhanns Heiðars Jóhannssonar, læknis, sem barist hefur fyrir notkun íslenskra íðorða í læknisfræði. Davíð bætir við að einn helsti styrkur bókarinnar sé að hún hafi í mörgum tilvikum sérstaka tilvísun í íslenskar aðstæður hvað varðar greiningarferli og meðferð sjúk- dóma og fyrir vikið njóti hún mikilla vinsælda meðal lækna sem starfa hérlendis. Ritstjórarnir segjast á þessum tímapunkti fá léttan hroll við tilhugsunina þegar spurt er hvort verkefninu verði ekki örugglega haldið áfram og fimmta útgáfa gefin út að nokkrum árum liðinum liðnum. Síðan skella þeir upp úr. Þetta er reyndar gríðarlega umfangsmikið verkefni sem þeir hafa fyrst og fremst sinnt í frístundum. „Það er líklegra en ekki,“ segir Davíð. „Þegar viðtökur eru svona góðar sýnir það að þörfin er rík og því nauðsynlegt að út- gáfu bókarinnar verði haldið áfram í framtíð- inni. Auðvitað verður að setja markið hærra með hverri útgáfu. Til að bók sem þessi standi undir nafni þurfa gæði hennar að vera sambærileg við hliðstæðar erlendar bækur en mikið framboð er af bókum á ensku.“ Runólfur segir líka vaxandi eftirspurn eftir rafrænni útgáfu og stefnt sé að því að koma bókinni út þannig í framtíðinni. „Það yrði þá að gera það með tæknilegum útfærslum sem gerðu hana að raunverulegri rafbók, sem er svo annað verkefni,“ segir hann. Háskólaútgáfan gefur bókina út og fæst hún í öllum helstu bókabúðum. Ritstjórar vilja að lokum koma á framfæri þökkum til útgáfunnar fyrir ánægjulegt samstarf. FJÓRÐA ÚTGÁFA HANDBÓKAR UM LYFLÆKNISFRÆÐI Selst eins og heitar lummur Ritstjórar Handbókar í lyflæknisfræði: Sigurður Ólafsson, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson og Ari J. Jóhannesson. Morgunblaðið/RAX FRÆÐIBÆKUR NÁ EKKI OFT AÐ KOMAST Í EFSTU SÆTI METSÖLU- LISTA HÉR Á LANDI EN ÞAÐ GERÐI FJÓRÐA ÚTGÁFA HANDBÓKAR Í LYFLÆKNISFRÆÐI NÝLEGA. TYLLTI SÉR Í ANNAÐ SÆTI METSÖLULISTA EYMUNDSSON ÞEGAR Í FYRSTU VIKUNNI EFTIR ÚTGÁFU. LÆKNAR OG ANNAÐ HEILBRIGÐISSTARFS- FÓLK VILL GREINILEGA EKKI ÁN BÓKARINNAR VERA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Guðmundur Þorgeirsson, lyflæknir og prófessor, ritar umsögn um bókina í nýj- asta hefti Læknablaðsins. Þar segir meðal annars: „Bókarinnar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju því þriðja útgáfa kom út fyrir 9 árum. Þessi óþreyja er vitn- isburður um þær viðtökur sem bókin hef- ur áður hlotið og segir ef til vill allt sem segja þarf um notagildi hennar og hvernig hún mætir þörfum lesenda fyrir áreið- anlegar, tímanlegar og gagnreyndar upp- lýsingar sem eru aðgengilegar og á ís- lensku. Ritstjórarnir varpa þeirri spurningu fram í formála hvort þörf sé á íslenskri bók um lyflæknisfræði í ljósi þess að til er ítarlegur bókakostur um þetta efni á aðgengilegum erlendum tungu- málum. Þeir svara spurningunni játandi. Hefðu sennilega ekki ráðist í þetta mikla verk án slíkrar sannfæringar. Undir þá nið- urstöðu skal tekið hér og viðtökurnar sem bókin hefur hlotið taka af öll tvímæli.“ Í niðurlagi umsagnar sinnar kemst Guð- mundur svo að orði: „Nýjasta útgáfa Handbókarinnar auðgar íslenska lyflækn- isfræði og hagnýtir dúrmæta og ört vax- andi þekkingu í þágu sjúklinga með fjöl- breytt heilsufarsvandamál.“ Auðgar íslenska lyflæknisfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.