Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Bækur Á síðasta ári komu út þrjú forvitnilegkver sem höfðu að geyma skáldverkólíkrar gerðar, sögurnar Þar sem sprengjurnar féllu eftir Örn H. Bjarnason, Maðurinn sem hvarf eftir Sigurstein Másson og 10.01 nótt eftir Ölmu Mjöll Ólafsdóttur. Útgefandi þessara þriggja bóka heitir Sagarana editora forlag og fyrir stuttu kom annar skammtur bóka, þrjú kver til, en að þessu sinni eftir erlenda höfunda; Fag- urfræði kuldans eftir brasilíska listamann- inn, rithöfundinn, tónskáldið, ljóðskáldið og tónlistarmanninn Vitor Ramil, Vindurinn, sem aldrei kom eftir danska verðlaunahöf- undinn Josefine Klougart og Sumarfrí, aftur eftir argentínska rithöfundinn Alejandro Di Marzio, sem er reyndar búsettur hér á landi. Luciano Dutra, Brasilíumaður sem hefur búið hér á landi í níu ár, er upphafsmaður Sagarana editora. Hann segir að grunn- ástæða útgáfunnar sé löngun hans til að veita brasilískum menningarstraumum til Ís- lands og íslenskum straumi til Brasilíu, enda hafi hann séð það fyrir sér að útgefendur í Brasilíu myndu vilja gefa einhverjar af bók- unum út þar í landi. „Útgefendur í Brasilíu hafa sýnt áhuga á að gefa einhverar af bók- unum út þar eða að vera meðútgefendur, láta prenta bækur og dreifa þar, en hingað til hefur engin bókkanna komið út þar,“ seg- ir Luciano, en hann er á leið til Brasilíu síð- sumars og ætlar þá að nota tækifærið til að ræða við áhugasama útgefendur. Ekki rekið sem gróðafyrirtæki Að þessu sögðu þá er Sagarana útgáfan ekki rekin sem gróðafyrirtæki, heldur af hugsjón, þó Luciano leggi áherslu á að forlagið eigi að standa undir sér þó að hann sé kannski ekki með hátt kaup fyrir vinnuna að útgáf- unni. Hann segist ekki síst byggja á því að hann sé í þeirri stöðu á milli Íslands og Brasilíu að það sé eiginlega skylda hans að miðla menningu í báðar áttir. „Það hefur mjög lítið verið gefið út af brasilískum bók- menntum á íslensku, eiginlega bara Paulo Coelho, en Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Amado var líka gefin út á íslensku 1957. Ég veit ekki til þess að annað hafi verið gefið út af brasilískum bókmenntum og reyndar ekki mikið heldur af portúgölsk- um bókmenntum yfirleitt, þó að eitthvað hafi verið þýtt af ljóðum. Svo langar mig líka að það komi fram að grasrótarforlagið Með- gönguljóð hafði líka mikil áhrif á mig og það sem aðstandendur þess voru að gera, það var mér mikil hvatning.“ Í kynningu á Facebook-síðu Sagarana seg- ir að forlagið sé „fjölmálaforlag sem sérhæf- ir sig í útgáfu og þýðingum milli norrænna og rómanskra tungumála með áherslu á ís- lensku og brasilíska portúgölsku“. Að því sögðu þá voru fyrstu útgáfur for- lagsins allar eftir íslenska höfunda, eins og nefnt er í upphafi, en Luciano segir að það hafi verið tilviljun að hann hafi fengið í hendurnar íslensk verk til að byrja með. Af fyrstu bókunum er aðeins ein á tveimur tungumálum, Þar sem sprengjurnar féllu eftir Örn H. Bjarnason eru á íslensku og portúgölsku, en tvær nýju bókanna eru á fleiri málum, Fagurfræði kuldans á íslensku og portúgölsku og Vindurinn, sem aldrei kom á íslensku, dönsku og portúgölsku, en Sumarfrí, aftur er á íslensku eingöngu og þess má líka gerast að hún gerist á Íslandi og í henni kemur fyrir íslenskur rithöf- undur. Næsta útgáfa Sagarana verður þýðing á smásagnasafninu Historietter eftir sænska rithöfundinn Hjalmar Söderberg sem Lucia- on segir að sé á lokametrunum, þýðingu lok- ið og verið að vinna að umbroti og frágangi. Einnig er í burðarliðnum þýðing á Livro do Desassossego eftir Fernando Pessoa, sem komið er út á öllum norrænum tungumálum nema íslensku og færeysku, sem verður hugsanlega tilbúin til útgáfu 2017 eða síðar; „hún kemur út þegar hún kemur út“. Svo segist hann vera með lista í kollinum yfir brasilíska höfunda sem hann langar til að gefa út og líka stendur til að gefa meira út eftir íslenska höfunda, enda forlagið öðr- um þræði stofnað til þess, en ekki þó langar skáldsögur, Sagarana hafi einfaldlega ekki burði til þess. „Þetta er áhugamál og ég vinn mikið í þessu sjálfur, í stað þess að horfa á sjónvarpið er ég að brjóta um bæk- ur á kvöldin,“ segir hann og kímir. FJÖLMÁLAÚTGÁFA Menningastraumar yfir Atlantshaf Luciano Dutra, stofnandi fjölmálaforlagsins Sagarana editora, vill veita brasilískum menningarstraumum til Íslands og íslenskum straumi til Brasilíu. Morgunblaðið/Eggert SAGARANA HEITIR NÝTT BÓKAFORLAG, FJÖLMÁLAFORLAG, SEM SENDI FRÁ SÉR ÞRJÁR BÆKUR Á SÍÐASTA ÁRI OG SVO ÞRJÁR BÆKUR TIL FYRIR STUTTU. * Útgefendur í Brasilíuhafa sýnt áhuga áað gefa einhverjar af bók- unum út þar eða að vera meðútgefendur. Fyrir um 30 árum var ég sem oftar um sumar hjá mömmu minni í Grikklandi. Mér leiddist í hita- bylgjunni í Aþenu – malbikið bráðnaði og loft- gæði á pari við kerskála 2 í Straumsvík. „Lestu Bréf til Láru, hún er efst í hill- unni í stofunni – þú sérð ekki eftir því,“ kallaði mamma úr eld- húsinu. Í 42° hita í Aþenu í ágústmánuði 1986 las ég: „Mér fannst Akureyri leiðinlegur bær.“ Ég gleypti bókina í mig og las hana aftur viku síðar þar sem ég lá á handklæði við Eyja- hafið. Það var rétt hjá mömmu, ég sá ekki eftir því að hafa lesið Bréf til Láru. Ég hef lesið Bréfið mörgum sinnum síðan og glugga oft í hana. Það eru góðar minningar tengd- ar bókinni. Þórbergur höfðaði líka ótrúlega sterkt til mín þegar ég var unglingur og hann hef- ur fylgt mér síðan. Orðsnilldin, hugmyndaflugið og stíllinn setur hann á toppinn hjá mér hvað alla rithöfunda varðar. Bréfið stakk á kýlum á sínum tíma. Þórbergur eirði engum – kvenfélög, kratar, íhaldsmenn og síðast en ekki síst bændamenningin fengu mak- lega greiningu meistarans. Það er endalaust hægt að „kvóta“ í þessa bók. Ég ætla að láta tvö fylgja hér. Bæði ódauðleg – hið fyrra um íhaldsmenn og hið síðara um Bændahöllina við Hagatorg: „Öll séní hafa verið byltingarmenn, enginn íhaldsmaður hefur verið séní.“ „Ég settist niður í skógarrunn og skeit. Á set- um sínum kemst maður í andlegt samfélag við náttúruna. – Hver andskotinn! Að baki mér krunkar kviðfullur hrafn um heimilisiðnað og horfelli. „Íslenzk bændamenning,“ tautaði ég og girti brækur mínar í fússi.“ BÆKUR Í UPPÁHALDI GRÍMUR ATLASON Grímur Atlason hefur lesið Bréf til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni mörg- um sinnum og gluggar oft í þá bók. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórbergur Þórðarson Luciano Dutra segist hafa mikinn áhuga á að gefa meira út eftir Örn H. Bjarna- son á vegum Sagarana. Örn, sem lést fyrir níu árum, skrifaði talsvert af sögum og birti í blöðum og tímaritum en Þar sem sprengjurnar féllu er fyrsta sinn sem saga eftir hann er gefin út á bók „og um leið líka fyrsta tvímálabókin sem Sagarana gefur út. Það stóð reyndar til að hafa bókina á þremur tungumálum, en það tók of langan tíma að fá leyfi frá erfingjum danska þýðandans. Þegar upplagið er búið ætlum við því að end- urprenta 100 eintök þrímála. Örn skrifaði margar frábærar smá- sögur og mig langar til að gefa allar sög- urnar hans út á bók, bæði þær sem komu út og vonandi eru líka til ein- hverjar óútgefnar.“ ÖRN H. BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.