Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Menning S annarlega hafa Passíu- sálmarnir haft mikil áhrif á tungumálið,“ segir Mörður Árnason íslenskufræðingur, sem annaðist nýja útgáfu Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en forlagið Crymogea stendur að baki útgáf- unni. Birna Geirfinnsdóttir hann- aði bókina. Í fyrra voru liðin 400 ár frá fæðingu Hallgríms Péturs- sonar og á næsta ári eru 350 ár liðin frá því að fyrsta útgáfa Pass- íusálmanna leit dagsins ljós. Útgáfa Marðar þykir marka tímamót, þar sem sálmarnir eru í fyrsta sinn settir fram í bók með útskýringum fyrir lesendur og er útgáfan einkar aðgengileg almenn- ingi sem vill kynna sér sálmana betur, en fleyg orð, málshættir, orðskviður, sálmar og bænir úr Passíusálmunum hafa lifað á vörum þjóðarinnar í hálfa fjörðu öld, allt til dagsins í dag. Sumt af því sem fólk heldur að hljóti að hafa verið til nánast frá upphafi reynist vera úr Passíusálmunum eða sést fyrst þar. Margur hefði til dæmis haldið að sá frægi orðskviður „Heimur versnandi fer“ hefði alltaf verið til, en Hall- grímur var fyrstur til að setja hann fram í þessari mynd. „Það er mikið um fleyg orð úr Passíusálmunum í tungumálinu og þau hafa stundum orðið að almennum sannleik án þess að fólk þekki upp- runa þeirra. Það má nefna ótal dæmi. „Huggun er manni mönnum að“ er beint úr Passíusálmunum og lýsir vel heldur drungalegri lífssýn 17. aldar, öfugt við til dæmis svipaðan málshátt úr Háva- málum; „Maður er manns gaman,“ sem lýsir fjörlegri lífssýn vík- ingaaldar.“ Var verndartákn Mörður segir einkum tvennt átt þátt í að Passíusálmarnir festu sterkar rætur í daglegri menningu okkar og tungumáli. „Annars vegar eru þetta heims- bókmenntir, góður algildur skáld- skapur, og ekki bara góðar ís- lenskar bókmenntir, sem væri þó harla gott. Ég bendi stundum á að stuttu áður en Hallgrímur Pétursson fæddist létust stórhöf- undarnir Cervantes og Shake- speare, og tónsnillingurinn Bach fæddist svo nokkrum árum eftir að Hallgrímur lést. Hallgrímur passar vel inn í þessa röð barokk- meistara. Svo er passía Krists saga sem allir gjörþekktu á fyrri öldum og meginatriðin í henni vonandi ennþá. Hins vegar er svo það að prent- anir Passíusálmanna eru líklega fleiri en nokkurs annars skáld- verks á Íslandi. Passíusálmarnir voru lesnir samfellt 50 kvöld í röð vikurnar fyrir páskana og það þýðir að maður á sjötugsaldri á 18. og 19. öld hafði heyrt Passíu- sálmana lesna uppundir 60 sinn- um. Allt fram á okkar daga kunnu menn því jafnvel heilu sálmana ut- anbókar. Og margt endaði svo á því að verða hluti af tungumál- inu.“ Passíusálmarnir skipta verulegu máli í kristinni og íslenskri menn- ingu, sem ekki var hægt að skilja í sundur á þessum tíma, og verða trúarskáldskapur lútherskunnar númer eitt. Sjálfar bækurnar urðu þá nánast að verndargripum. Það var meðal annars siður að leggja þær á brjóst hinna látnu í kist- unni, og er enn tíðkað. Mörður segir að af grallaraskap hafi sumir leitt að því líkur að það sé helsta ástæðan fyrir mik- illi sölu á bókunum í gegnum tíðina. Hvað gerir það að verkum að sumir staðir í sálmunum veljast frekar en aðrir til að öðlast áfram- haldandi líf í tungumálinu okkar sem fleyg orð? „Það er líkt og með önnur fleyg orð; það sem er vel samið festist í sessi og svo þarf textinn að koma fólki við. Ann- aðhvort sem almennur sannleiki og speki eins og að mönnum sé huggun mönnum að eða sem sér- tækari boðskapur sem miðast þá við tilteknar aðstæður manna. Má þar nefna gagnrýni Hallgríms á höfðingja og ágirnd í samfélaginu. Greinilega hafa undirstéttarmenn leyft sér að hafa úr þeim höfð- ingjaköflum hendingar og notað sem eins konar stjórnarandstöðu við höfðingjana. Gagnrýni á óhóf, græðgi og valdníðslu var ekki vel séð, en það var erfitt að hnýta í smælingjana fyrir að fara með vers úr Hallgrímssálmum.“ Tilvitnanir í því samhengi má finna víðs vegar enn í dag og í kringum hrun bankanna árið 2008 mátti til dæmis oft sjá vitnað í Passíusálmana í þingræðum og bloggpistlum. „Ein frægasta til- vitnunin, sem er þó frá því nokkru fyrir hrun, er þegar Davíð Odds- son tók peningana sína út úr Kaupþingi og vitnaði í því sam- bandi beint í vers úr Passíu- sálmunum; „Undirrót allra lasta / ágirndin kölluð er“.“ Svo má benda á það að í hruninu gerðist það að þeir sem töldust vera fyrstir urðu síðastir og þá var gripið til orða svo sem „Dramblátum setur drottinn skammt“. Menn sóttu í tilvitnanir í Passíusálmana í kringum þetta tímabil og gera enn.“ Heimsbókmenntir hverfa ekki Mörður segir að ekki sé hægt að líta á Hallgrím Pétursson sem byltingarmann þótt margt megi taka úr kvæðum hans og útleggja í samhengi við samfélagsátök og stjórnmál fyrr og síðar. Hall- grímur hafi í samræmi við al- menna heimssýn síns tíma litið svo á að kristilegt samfélag væri samsett úr hófstilltum og sann- gjörnum yfirmönnum og svo und- irsátum sem eiga að vera hlýðnir og guðræknir. Þegar bregður út af þessu get- ur ádeilan verið afar hvöss og Hallgrímur mjög harður, en alltaf heldur grimmari við yfirvöldin og höfðingjana, sem líkt er við hina illu gyðingapresta og hinn rang- láta dómara Pontíus Pílatus „En þá má ekki gleyma einlægu og lýrísku stöðunum í sálmunum, sem eru hvað tærasti skáldskapur þeirra og er að finna í dul- úðarköflunum. Bæði trúmenn og þeir sem hafa yndi af bók- menntum sækja ekki síst í þá staði í sálmunum.“ Heldurðu að yngri kynslóðir muni halda áfram að vitna til Passíusálmanna – að þeir lifi í tungumálinu okkar áfram? „Já, ég held það. En ég held líka að það sé ekki jafn greiðfært inn í Passíusálmana og var og þar liggur ekki síst tilgangurinn með bókinni. Málfar sálmanna og orð- færi er auðvitað töluvert ólíkt því sem nú er. Heimsmyndin hefur gjörbreyst, og áherslur í lúterskri kristni eru líka aðrar nú en var. Ég vona að með þessari bók höf- um við brúað þetta bil að ein- hverju leyti. Á hinn bóginn þurfa „Líkt og með önnur fleyg orð; það sem er vel samið festist í sessi,“ segir Mörður Árnason. Morgunblaðið/Golli PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR Í TÍMAMÓTAÚTGÁFU Passíusálmarnir munu lifa MÖRÐUR ÁRNASON HEFUR ANNAST TÍMAMÓTAÚTGÁFU Á PASSÍUSÁLMUM HALLGRÍMS PÉTURSSONAR, EN ÍSLENDINGAR HAFA Í 350 ÁR VITNAÐ Í SÁLMANA Í EINU EÐA ÖÐRU SAMHENGI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Það er mik-ið um fleygorð úr Passíu- sálmunum í tungumálinu og þau hafa stund- um orðið að al- mennum sannleik án þess að fólk þekki uppruna þeirra. Það má nefna ótal dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.