Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2015 Fjölskyldan Hátíðin Breiðholt Festival fer fram í fyrsta sinn í Seljahverfi milli 12 og 22 ídag laugardag. Margir viðburðir eru fjölskylduvænir. Til að mynda leikur lúðrasveit í skúlptúrgarðinum og gestir fá tækifæri til að leika sér með listakonunni Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Nánar á breidholtfestival.com. Hátíð í Seljahverfi Hafdís Erla Bogadóttir vinnurásamt góðu samstarfsfólkiað gerð spila sem tengjast íslensku þjóðsögunum. Spilin eru venjulegur spilastokkur sem auk þess er hægt að nota sem sam- stæðuspil fyrir börn en þau eru prýdd sérstaklega fallegum myndum eftir Eyrúnu Óskarsdóttur. Hafdís hefur áður gefið út spil með ljós- myndum og fróðleiksmolum um Ís- land og Íslendinga. Í þetta skipti langaði hana að gera eitthvað fyrir börn. „Ég er búin að ala upp þrjú börn þau Frey, Hrafn og Björk. Þegar þau voru lítil fórum við mikið á bókasafnið, ég las fyrir þau og sagði þeim sögur,“ segir Haf- dís, sem ólst upp við að pabbi henn- ar sagði henni sögur þegar fjöl- skyldan var að ferðast um landið. Hún er fædd og alin upp á Djúpa- vogi, „undir Búlandstindi innan um klettana, trúði á álfa og bar virðingu fyrir þeim.“ Hrafn sonur hennar er í námi í Bandaríkjunum og færði henni eitt sinn spilastokk sem fjallaði um ríkin í Bandaríkjunum þegar hann kom heim í frí. Þá ákvað Hafdís að gera eitthvað í líkingu við þetta sjálf og stofnaði fyrirtæki. Hún og maður hennar Markús Sveinn Markússon, sem hún kynnt- ist eftir að hún flutti til Reykjavíkur frá Egilsstöðum árið 2011, hafa unn- ið að þessu verkefni saman og hafa margir góðir vinir komið að verkefn- inu með þeim. Hægt að lesa eða hlusta Núna stendur yfir söfnun á Karolina Fund til að fjármagna þjóðsöguspilin og koma þeim á markað. Spilastokk- urinn er með myndum sem unnar eru út frá 13 þjóðsögum. Á hverju spili er síðan QR-kóði fyrir snjallsíma sem leiðir fólk inn á síðuna www.myco- untry.is þar sem hægt verður að lesa söguna alla eða hlusta á hana. „Það var erfitt að velja sögur en ég reyndi að velja sögur sem koma héðan og þaðan af landinu. Til gam- ans hef ég lesið þær inn og vona að einhverjir hafi gaman að því að hlusta þó að ég sé enginn leikari. Meira ánægjan sem ræður þar ríkj- um. Núþegar er hægt að hlusta á Búkollu og Lagarfljótsorminn á vefnum,“ segir Hafdís. Hún vill með þessu hvetja til ánægjulegrar samveru foreldra og barna. Til dæmis sé hægt að spila saman og svo að spilinu loknu velja sögu til að hlusta á eða láta lesa fyr- ir sig. „Ég vona að þetta eigi eftir að vekja meiri áhuga á þjóðsögunum og vekja um leið athygli á þeim stöðum þar sem þær gerast. Markmiðið er að gera vefinn okkar skemmtilegan og setja inn upplýsingar tengdar stöðunum og sögunum. Þetta er bara enn sem komið er áhugamál hjá okk- ur hjónunum og vissulega vonum við að við fáum góðan meðbyr til að get- að sinnt þessu betur og byggt upp. Markús sér um alla vinnslu á vefnum og gerir það bara í frístundum, eins og ég hef gert líka hingað til.“ Búið er að ramma inn upphaflegu myndirnar og fyrsta sýningin á þeim verður á kaffihúsinu Gamla-Rifi í Rifi. „Síðan ætlum við að bjóða þeim fyrirtækjum sem styrkja okkur með kaupum á auglýsingu á Karolina Fund að halda sýningu á verk- unum,“ segir hún. Á fjórum tungumálum Spilin eru líka ætluð fyrir erlenda ferðamenn en á þeim er setning úr hverri sögu á fjórum tungumálum, frönsku, þýsku og ensku auk ís- lensku. Nánari upplýsingar er að finna á www.mycountry.is. SPILASTOKKUR MEÐ MYNDUM ÚR ÍSLENSKUM ÞJÓÐSÖGUM Þjóðleg samstæðuspil Gunnar Erik Snorrason, afa- strákur Gulla bróður hennar, hefur mikla ánægju af því að hlusta á sögurnar á vefnum. Morgunblaðið/Styrmir Kári HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR VONAST TIL ÞESS AÐ ÞJÓÐ- SÖGUSPIL SÍN STUÐLI AÐ ÁNÆGJULEGRI SAMVERU FORELDRA OG BARNA OG VEKI ÁHUGA Á ÍSLENSKU ÞJÓÐSÖGUNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þrettán þjóðsögur urðu fyrir valinu til að prýða spilin. Þær eru Gilitrutt, Djákninn á Myrká, Búkolla, Kross- götur, Rauðhöfði, Jóra í Jórukleif, Galdramennirnir í Vestmannaeyjum, Uppruni Mývatns, Bakkabræður, Krummasaga, Guð hjálpi þér, Kirkjubæjarklaustur og Ormurinn í Lagarfljóti. „Þegar ég fór að vinna út frá hugmyndinni um þjóð- sögurnar, spurði ég elsta son minn Frey, hver hans uppáhaldsþjóðsaga væri. Hann sagði strax Búkolla. Svo hún var sú fyrsta sem ég valdi enda sagði ég krökk- unum hana ósjaldan og stundum þegar ég nennti ekki að segja söguna, þá bara söng ég lagið hans Ladda. Sú saga reyndar endaði ekki alveg eins og sú gamla en skemmtileg þó,“ segir Hafdís. Í mjög stuttu máli, þá segir sagan af Búkollu segir frá strák sem sendur var út með nesti og nýja skó til að leita kýrinnar Búkollu sem var horfin einn daginn úr fjósinu. Eftir langa leit fann strákur kúna bundna í helli þar sem skessur tvær bjuggu. Upphófst nú ferðalag þar sem strákur og Búkolla þurftu að bjarga sér undan skessunum sem eltu þau á leið þeirra heim í kotið. Sagan af Gilitrutt gerist undir Eyjafjöllum en þar kemur tröllkerlingin Gilitrutt við sögu en tröll eru sann- arlega áberandi í þjóðsögunum. Jóra í Jórukleif var ung og efnileg en skapstór bóndadóttir í Flóanum. Þessi unga stúlka breyttist í óvætt eða tröllkellingu og gerð- ist ill og hatrömm. Má finna mörg örefni henni tengd á Suðurlandinu og eitt þeirra er Öxará. Myndirnar úr tveimur af þessum þremur þjóðsögum eru birtar hér og gefa góða mynd af verkunum sem prýða spilin. „Við þökkum öllum þeim sem hafa hjálpað okkur við þetta verkefni. Að öllum öðrum ólöstuðum þá eiga þeir feðgar Benedikt Jóhannesson og Jóhannes Benedikts- syni miklar þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að birta sögurnar úr bókinni Íslenskar þjóðsögur á síðunni okk- ar,“ segir Hafdís að lokum. ÞJÓÐSÖGURNAR ÞRETTÁN Tröllin áberandi Flestir þekkja ævintýrið um Búkollu. Myndir/Eyrún Óskarsdóttir Sagan af Gilitrutt gerist undir Eyjafjöllum. VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.