Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2015, Blaðsíða 28
Matur og drykkir *Jarðarber bragðast dásamlega, ekki síst snemm-sumars þegar fyrsta uppskeran kemur í hús. Þaueru einstaklega góð bara ein og sér eða meðrjóma en svo er líka tilvalið að búa til jarðarberjaís.Það eru til margar uppskriftir sem krefjast ekki ís-vélar. Svo er líka sérstaklega gott að búa til jarðar-berja daiquiri. Áfengi er kannski ekki hollt eitt og sér en með því að blanda jarðarberjum í drykkinn verður útkoman örlítið hollari. Jarðarber í ís og drykki Nokkrar snjallar eld- húsbrellur Stingdu röri í gegnum jarðaber til þess að fjarlægja litlu grænu laufin sem enginn vill borða. Margir skera þann bút yfirleitt af, en þá fer mis- stór hluti af jarðaberinu til spillis. Sama ráð má nota á kirsuber. Þegar egg er brotið í skál eða á pönnu gerist það gjarnan að brot úr skurni fer með. Það getur verið snúið að ná því upp og reynir jafn- vel stundum á þolin- móðina ef sérstaklega illa gengur. Það ráð sem leysir þetta vandamál er einfalt, bleyttu bara fingurna og reyndu aftur. Útkoman kemur þér á óvart. Gott ráð fyrir laxinn á grillið er að stinga undir hann nokkrum sítrónusneiðum. Þannig festist laxinn ekki óþarflega mikið við grillteinana og auk þess fær hann ljúft sítrus- bragð við eldun. Ef á að slá upp mexíkóskri veislu en aðeins eru til tortilla kökur en ekki taco-skeljar, þá er til fljótleg leið til þess að bjarga málunum, fljótari en að bruna út í búð. Smyrðu torilla kökurnar með olíu eða smjöri, báðum meg- in og skelltu þeim á ofnteinana þannig að báðar hliðar lafa fram af. Hitaðu í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar verða brúngylltar og voilá! Varstu að kaupa líter af ís í boxi? Þegar þú skellir honum í frystinn, settu hann þá í plast- poka, loftþéttan plastpoka. Þannig verður ísinn ekki það harður, næst þegar þú tekur hann út úr frystinum, að þú þurfir að beygja skeið eða jafnvel brjóta hana við að skafa upp eina kúlu. Snúið baguette brauði á hvolf og skerið það í sneiðar þannig. Harður botninn kemur í veg fyrir að brauðið kremjist eins mikið og gerist þegar það er skorið venjulega. ÞAÐ ER ÓUMDEILANLEGA LEIÐINLEGT AÐ PLOKKA EGGJASKURN AF HARÐSOÐNU EGGI ÞEGAR NÁNAST HELMINGURINN AF HVÍTUNNI FER MEÐ. ÓÞOLANDI, EKKI SATT? EN EKKI ÖRVÆNTA, ÞAÐ ER TIL LAUSN VIÐ ÞVÍ OG ÖÐRUM SVIPUÐUM VANDAMÁLUM Í ELDHÚSINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Prófaðu að nota tannþráð til að skera köku eða rúllutertu. Það er ótrúlegt hvað tannþráðurinn nær að skera í gegn líkt og um hníf væri að ræða. Athugaðu þó að hafa tannþráðinn án allra bragðefna. Það væri verra ef kökunni fylgdi smá keimur af eucalyptus. Til þess að leysa vandamálið með eggjaskurninn er gott að stinga teiknibólu í gegn- um skurninn og taka hana út áður en á að sjóða eggið. Það hleypir lofti og heitu vatni inn í eggið sem gerir það mun auðveldara að plokka skurninn af þegar eggið er tilbúið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.