Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 45
45 Inngangur Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil og ör þróun í upplýsinga- aðgengi. Heimurinn hefur skroppið saman og nú tekur örskotsstund að nálgast upplýsingar hvaðanæva að og í meira magni en áður hefur þekkst. Þetta getum við þakkað tækniþróun þriggja síðustu áratuga. Skólarnir hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Áherslur, þarfir og væntingar þeirra sem þar nema og starfa eru aðrar en þær voru og hlutverk grunnskólans og skólasafnsins hafa sömuleiðis breyst. Í þessari grein fjalla ég stuttlega um niðurstöður rann- sóknar sem ég gerði í lokaverkefni til MLIS-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands 2011 á skólasöfnum í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og samstarfi bóka safns- og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og almennra kenn- ara sem allir koma að kennslu í upplýsinga- og tæknimennt. Verkefnið var unnið undir handleiðslu dr. Ágústu Pálsdóttur. Hægt er að nálgast ritgerðina í heild sinni á skemman.is. Ástæður þess að ég valdi þetta efni í lokaverkefni mitt voru þær að á tuttugu ára kennsluferli hef ég oft verið í samstarfi við bókasafns- og upplýsingafræðinga skóla og séð hvaða möguleika öflugt starf í skólasöfnum getur haft. Ég hafði á þessum tíma séð að starfsemi þeirra hafði ekki alls staðar jafnmikið vægi og möguleikar skólasafna virtust sums staðar vannýttir. Samstarf bókasafns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna var stutt á veg komið í sumum skólum á Halla Ingibjörg Svavarsdóttir Er vilji allt sem þarf? Skólasafnið og samstarf bókasafns- og upplýsingafræðinga, fagaðila í tölvum og kennara meðan það var lengra komið í öðrum og þar orðinn til vísir að þróaðri upplýsingaverum. Það vakti því áhuga minn að kanna hvað ylli því að árangur af slíku samstarfi innan sumra skóla var áberandi meiri en annarra. Hér á eftir skýri ég frá starfsemi skólasafna og samstarfi. Í öðru lagi geri ég grein fyrir aðferðafræðinni sem var notuð við rannsóknina. Í þriðja lagi fjalla ég um niðurstöður rannsóknarinnar í þremur köflum sem nefnast skólasafnið, aðkoma yfirvalda og skólastjórnenda og samstarf og samstarfsverkefni innan skólans. Í fjórða lagi kem ég með samantekt og umræður og síðan lokaorð. 1. Starfsemi skólasafna og samstarf Skólasöfnin þurfa að verða kraftmikil námsver þar sem bókasafns- og upplýsingafræðingurinn sér um að þróa nýjar námsleiðir. Starfsemi safnanna snýst ekki einungis um upplýsingalæsi heldur leiðsögn í að tileinka sér nýja hæfni til að öðlast þekkingu, skilning og sköpun í síbreytilegu tækniumhverfi. Þróun þeirra þarf að fylgja breytingum varðandi menntun á upplýsingaöld. Bókasafns- og upplýsingafræðingar hafa sérþekkingu og reynslu til að finna, meta og nota upplýsingar. Þeir hafa úrræðin, þekkja safnkost bókasafnsins og möguleika Internetsins og samfélagsins í heild. Án sérþekkingar þeirra geta kennarar aðeins að litlu leyti náð fram markmiðum í upplýsingalæsi sem gerð er krafa um á 21. öld (Kuhlthau, 2010). Kennarar verða að breyta aðferðum sínum til þess að nemendur öðlist hæfni, frumleika og getu til þess að skapa sér starfsvettvang í samfélaginu. Skólasöfnin geta komið þar að og tengst námsefninu, búið til verkefni sem krefjast þátttöku og frumkvæðis til að víkka tæknikunnáttu nemenda og grunnlestrarhæfni. Þau geta verið verkfærið sem gerir öllum nemendum jafn hátt undir höfði til að takast á við 21. öldina og geta lagt til gögn og upplýsingar sem læra má af (Martin, 2008). Samstarf kennara og bókasafns- og upplýsingafræðinga getur skapað það umhverfi sem nemendur þurfa til upplýsingaöflunar, þátttöku, sköpunar og náms í upplýsingaumhverfinu (Kuhlthau, 2010). Þetta er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.