Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 19
19 bókasafnið 36. árg. 2012 Lagt er til að félagsmenn ofangreindra samtaka sameinist um nýtt starfsheiti, það er upplýsingafræðingur, sem kostar ekkert en gerir stéttina nútímalegri og öflugri. Samkvæmt lögfræðiáliti Láru V. Júlíusdóttur, sem hún gerði fyrir Upp- lýsingu, er félagsmönnum heimilt að nota hvort heldur sem er starfsheitin bókasafns- og upplýsingafræðingur, bóka- safnsfræðingur eða upplýsingafræðingur. Enn fremur eru dæmi um aukna aðsókn í fagið erlendis þar sem skólar hafa breytt fagheiti úr bókasafnsfræði í upplýsingafræði. Einnig sýna dæmi mikinn launamun á milli bókasafnsfræðinga og upplýsingafræðinga í stéttinni víða erlendis. Vinnuhópurinn Formaður Upplýsingar, Hrafnhildur Hreinsdóttir, kallaði eftir upplýsingafræðingum til að vinna að ímyndarvinnu stéttar- innar haustið 2010 og komu um 15 manns saman á fyrsta fundi. Í dag telur hópurinn átta manns af margvíslegum sviðum atvinnulífsins. Fljótlega komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að kalla til Fjalar Sigurðarson almannatengslaráðgjafa til að fá hlutlausa sýn á málið og sérfræðiálit. Lýsing á vinnuferli: Fyrsta verk Fjalars var að setja hópnum fyrir heimavinnu. Meðlimir Ímyndarhóps áttu að punkta niður hvað þeir gerðu í vinnunni. Sjálfur lagðist Fjalar í heimildavinnu um fræðin og stéttina. Hann fékk síðan senda lýsingu frá okkur í hópnum. Fjalar lagði til að nálgast þetta viðfangsefni með lyftufrasa, meðal annars til þess að við gætum sagt fólki á 30 sekúndum hvað stéttin gerir og haldið athygli þess. Þá var unnið upp úr starfslýsingum okkar sem og starfslýsingu sem SBU var búið að útbúa. Með því móti var hægt að finna út það sem er öllum félögum sameiginlegt og hverfa frá því að kenna stéttina við stað, (bókasafn), en þess í stað fremur við innihald starfsins. Ímyndarhópurinn sameinaðist um þennan lyftufrasa eftir mikla yfirlegu. Hann er þó ekki endanlegur, enda æskilegt að hann þróist áfram í breytilegu vinnuumhverfi. Lyftufrasinn: Upplýsingafræðingur skipuleggur upplýs - ingar og greiðir almenningi, atvinnulífi, skólum og vísinda sam- félagi aðgang að afþreyingu og áreiðanlegri þekkingu (hvort sem er á stafrænu eða áþreifanlegu formi). Þegar Ímyndarhópurinn hafði komist að niðurstöðu um að starfsheitið upplýsingafræðingur (sjá mynd 1) hentaði betur en bókasafns- og upplýsingafræðingur okkur til framdráttar, hvort sem það væri í starfi eða í kjarabaráttu, var tekin sú ákvörðun að halda sameiginlegan kynningarfund haustið 2011 með félögum Upplýsingar og SBU. Á þeim fundi var verkefnið kynnt fyrir félagsmönnum og fengið vilyrði fyrir áframhaldandi starfi Ímyndarhópsins um starfsheitið upplýsingafræðingur. Áður hafði verið kynningarfundur á Morgun korni Upplýsingar um ímynd bókasafns- og upp- lýsingafræðinga og bókavarða, 14. apríl 2011 þar sem Fjalar Sigurðarson kom og kynnti fyrir félagsmönnum af hverju ástæða væri fyrir okkur að fara út í þessa vinnu. Það þarf að horfa til þróunar í námi og starfi stéttarinnar. Rannsóknir víða um heim varpa ljósi á þörf fyrir þróun í námi og starfi og hafa margir háskólar orðið við henni. Fræðin og þróun stéttar Taiga Forum lagði fram ögrandi staðhæfingar um framtíð fræðanna: 1. Á næstu fimm árum mun skipulag bókasafna/upp- lýsingastöðva leysast upp og fletjast út. Söfnin munu hafa minna sjálfræði og staða safnafólks heyra undir aðrar deildir eða önnur svið. Þessi þróun er þegar hafin. 2. Innan fimm ára munu stjórnvöld krefjast enn meiri niðurskurðar á fjárveitingum til sérfræðisafna og lögð verður áhersla á róttækari samvinnu og sameiningu meðal háskóla í samkeppni, samnýtingu safnkosts þeirra og aukna úthýsingu með sameiginlegu starfs- manna haldi og samþættri þjónustu. 3. Innan fimm ára munu háskólasöfn annaðhvort velja samstarfsaðila eða þeir verða valdir fyrir þau. Bókasafnsfræðingarnir munu ekki lengur geta haldið fram kenningunni um bókasafnið sem samkomustað án þess að opna það fyrir annars konar starfsemi. 4. Innan fimm ára munu viðskiptavinir bókasafna fullnægja öllum upplýsingaþörfum sínum á vefnum og munu aldrei fara í söfnin. En á sama tíma munu þeir dásama þau sem helgidóma þar sem hægt sé að eiga samneyti við bækur. Söfnin munu svara með því að bjóða upp á hannaðar sýningar á bókum sem skrauti og fegurðarauka. Mynd 1 - Upplýsingafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.