Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 6
6 bókasafnið 36. árg. 2012 ég fæ því aldrei að sjá hana nema sem lítið brot í senn af þeirri dýrð sem henni er ætlað að færa mér. Að halda á ólesinni bók er svolítið eins og að standa á fj allsbrún og skynja allt útsýnið, og þótt augun festi ekki sjónir á nema einum hluta þess í senn, þá ertu umvafi n landslaginu. Að halda á rafbók sem alltaf er eins er líkt og að allt þetta undurfagra útsýni sé klippt burtu nema það eina sem birtist í glugganum hverju sinni. Þess vegna hef ég gert nýja uppgötvun varðandi sjálfa mig: ég er bókamanneskja. Sá friður sem fylgir því að halda á bók, horfa á bækur í bókahillum og láta þær umvefj a sig er einhver sú mesta sálarró sem hægt er að öðlast – og ég sem var næstum búin að gleyma af hverju ég kaus mér þetta starf mitt sem ævistarf. Ég vil einfaldlega geta opnað bókina mína nákvæmlega á þeim stað þar sem ég hætti síðast og setti fallega bókamerkið mitt, (það tekur u.þ.b. 2 sekúndur), en ekki þurfa að opna kyndilinn, bíða eftir að hann opnist, slá inn lykilorðið og síðan velja bókina (styst tekur þetta hálfa mínútu hafi maður ekki „lokað“ bókinni og enn lengur hafi ég gert það). Ég vil fá að fl etta bókinni minni en ekki þurfa að klikka á takka til að gera það. Það er svolítið eins og að koma sífellt við aðra manneskju með sótthreinsuðum hönskum. Ég vil líka alltaf geta séð vini mína, bækurnar, í stað þess að hafa þá alltaf læsta inni í tölvu sem þar að auki þarf að hlaða rafmagni með reglulegu millibili. Ég er mjög stolt af þessum vinum mínum og vil geta sýnt þá gestum og gangandi og vakið umræður um þá í stað þess að láta þá dúsa í myrkrinu. Og síðast en ekki síst eru bækurnar ekki bara andleg verðmæti hvers og eins, heldur einnig veraldleg auðæfi sem oft á tíðum eru mikilfenglegir prentgripir. Sá listiðnaður sem felst í fallegu bókbandi og prentverki og kallast á við efnivið bókarinnar verður seint ofmetinn né afl agður. En samt verð ég að endurtaka og komast í mótsögn við sjálfa mig um leið: mér fi nnast rafbækur stórkostlegar! Það er auðvelt að taka heilt bókasafn með sér á heimsenda, falið inni í örþunnu spjaldi, það er létt og þægilegt og rifnar ekki. En þar með eru líka kostirnir upptaldir. Sumir myndu benda mér hér á að rafrænar bækur séu mun ódýrari en þær prentuðu, en það er því miður ekki algilt. Flestar þær bækur sem ég hef fest kaup á í gegnum Amazonvefi nn eru svipaðar að verði og jafnvel dýrari en þær sömu sem fást í pappírskilju hjá Eymundson. Það þarf því að vega þetta og meta allt saman hverju sinni. Hvað mig, forréttindamanneskjuna, varðar ætla ég því að halda áfram að eignast fallegar bækur sem ég geri að vinum mínum og set mark mitt á í tímans rás við endurtekinn lestur og ég ætla að njóta þeirra með öllum þeim skynfærum sem mér hafa verið gefi n. Hins vegar ætla ég að eiga þau tæki sem til þarf til að lesa efni í rafrænu formi en þar verður væntanlega fremur lítið um skáldverk eða annað sem auðgar andann varanlega (hverjum myndi til dæmis detta í hug að lesa Óvíd sem rafbók?!). Ég ætla hins vegar að skjálesa ýmsar tímaritsgreinar, handbækur, orðabækur og annað í þeim dúr, eitthvað sem ég þarf að afl a mér staðreynda um, en ekki fagran bókmenntatexta í miklu samhengi við umhverfi ð og þær manneskjur sem slíkum textum er ætlað að setja mark sitt á. Að lokum má svo hugleiða svolítið umhverfi shlið þessarar nýju tækni og sameiginlega ábyrgð okkar á þessu sviði. Sumir telja að rafbækur séu umhverfi svænni en pappírsbækur þar sem minnkandi pappírsbókaútgáfa minnki koltvísýringinn í andrúmsloftinu. Aðrir halda því fram að þessu sé þveröfugt varið því sá skógur sem nýttur sé til pappírsgerðar sé unninn úr plöntuðum fl jótsprottnum trjám á afmörkuðum svæðum Á blaðsíðu 165 hafði ég sett inn hugleiðingu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.