Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 9
9 bókasafnið 36. árg. 2012 Undanfari Hrappseyjarprentsmiðju Fróðlegt er að skoða starfsemi Hólaprentsmiðju næstu tvo áratugina áður en Hrappseyjarprentsmiðja var sett á stofn. Afrakstur þeirrar prentsmiðju var ekki mikill, að jafnaði frá tveim og upp í fimm bækur á ári og fæstar stórar. Einna skást er árið 1753 með átta bækur og kver. Árin 1760-1763 virðist prentverkið hvílast alveg, og sum önnur ár kemur harla lítið út, til dæmis 1752 aðeins Lögþingisbókin og eitt smákvæði eftir Gunnar Pálsson, 1758 Lögþingisbókin ein og 1764 ekkert annað en ný prentun Lærdómskvers Eriks Pontoppidans sem hversdags var kallaður Ponti. Það sem út er gefið er að langmestu leyti gamalt guðsorð, sem náð hafði hylli meðal fólks og sífellt þurfti að endurnýja; Passíusálmar, Grallari, Hugvekjusálmar síra Sigurðar í Presthólum, Krossskólasálmar, Genesissálmar, Gerhardshugvekjur, Vídalínspostilla og annað í þeim dúr. Nýstárlegasta tiltæki þessa tímabils var það, að 1756 voru gefin út tvö bindi Íslendingasagna Nokrer Margfrooder söguþætter og Agiætar Fornmanna Sögur, svo og þýðing á erlendum róman, Þess svenska Gustav landkrons og þess engelska Bertholds fábreytilegir Robinsons eður lífs- og æfisögur.2 Hér var um nýjung að ræða sem rekja mátti til Þýskalands en þar naut þessi nýja bókmenntagrein mikilla vinsælda. Á biskupsstólnum lá þá fjöldi andlegra bóka sem ekki gengu út. Lögþingisbókin er nálega hið eina sem út kom á Hólum veraldlegs efnis, en ekki var atorkan meiri en það, að sum árin féll prentun hennar alveg niður. Við og við voru íslenskar bækur prentaðar í Kaupmannahöfn svo sem fáeinar æfisögur eða minningar nýlátinna manna, að ótöldu því sem íslenskir menn gáfu þar út á latínu eða dönsku. Víða erlendis var átjánda öldin eitt gróskumesta skeiðið í bókagerð. Einmitt á því tímabili, sem hér hefur verið getið, fjölgaði bókum stórum í Danmörku, landinu sem öll samskipti Íslendinga miðust þá við. Æ fleiri menn urðu læsir og tímarit, blöð og bækur birtust á hverju ári, þar sem ritað var í léttum, ljósum og „snotrum“ búningi um margvíslegar fræðigreinar, fornar og nýjar. Farið var að huga að útliti bóka. Menntaleiðtogar þjóðanna höfðu bjargfasta trú á bókviti og nytsemi þess fyrir askana. Ef fólki væri kennt meira og því veittur betri kostur að fræðast, myndi það verða dygðugra, siðprúðara og atorkusamara. Menn skildu mátt prentverka og hve auðvelt var til dæmis að fræða eða reka áróður með prentun rita. Ekki er að efa, að ungum og áhugasömum Íslendingum, sem ólu aldur sinn í Kaupmannahöfn, hafi oft orðið þungt í skapi að hugsa heim til landsins, þar sem Hólaprentsmiðja var ein um hituna, og gegndi skyldum sínum með þeim hætti að gefa út aftur og aftur Það andlega bænareykelsi eða svipaðar bækur, en vanrækti allt annað, meðal annars atvinnuvegina og umbætur þeirra sem voru knýjandi. Ný prentsmiðja í burðarliðnum Eitthvað þessu svipað vakti fyrir Ólafi Ólafssyni, sem kallaði sig Olavius, þegar honum hugkvæmdist að stofna nýja prent- smiðju á Íslandi til að bæta úr helstu bókaþörf landsmanna en hann var hvatamaður að stofnun Hrappseyjarprentsmiðju. Ólafur hafði útskrifast úr Skálholtsskóla, lesið um hríð Barn nagar fjaðurstaf sinn djúpt hugsi. Trérista. Annálar Björns á Skarðsá voru með því fyrsta sem prentað var í Hrappsey, í því nýa Konúnglega prívilegerada Bókþrykkerie, eins og sjá má á titilblaði. Trérista. 2. Svanhildur Gunnarsdóttir: Þýddir reyfarar á íslenskum bókamarkaði um miðja 18. öld. Ritmennt: Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (8) 2003, bls. 79-92.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.