Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 39
39 bókasafnið 36. árg. 2012 2010 var tekin upp samvinna um dag barnabókarinnar sem er 2. apríl. Þá hófst samvinna IBBY á Íslandi við Ríkisútvarpið, Rithöfundasamband Íslands og skólasöfn grunnskólanna (Ibby á Íslandi, 2011). Eins og komið hefur fram er stór hluti félagsmanna Félags fagfólks á skólasöfnum í Kennarasambandi Íslands sem grunnskólakennarar. Lengi hefur verið beðið um skýra stefnu mörkun félagsins á starfsemi skólasafnanna. Það er afar bagalegt að Kennarasamband Íslands skilgreini ekki sérstöðu þess starfs sem unnið er á skólasöfnunum. Afskiptaleysi þess virkar því miður ekki hvetjandi fyrir þá einstaklinga sem vilja endurmennta sig og velja þessa námsleið og gerir þeim enn erfiðara um vik að standa vörð um faglegt starf sem skólasöfn grunnskólanna og nemendur þeirra eiga kröfu á. Sem kennarasamtök ættu þau að hlúa að viðbótarfagmenntun félagsmanna og áhuga þeirra á endurmenntun auk þess að meta hana til launa. Þessi barátta hefur nú staðið í að minnsta kosti 16 ár. Það er dapurlegt að á meðan kjarasamningar kennara og Launa nefndar sveitarfélaganna geta ekki skilgreint sér­ stöðu skólasafnanna þá grunnraðast kennarar með við­ bótar menntun á sviði bókasafns­ og upplýsingafræða í lægsta mögulega launaflokk háskólamenntaðra kennara. Á sama tíma raðast sérkennarar tveimur launaflokkum ofar og námsráðgjafar heilum fimm flokkum ofar. Afstaða Kennarasambandsins til endurmenntunar er í raun mjög athyglisverð því framhaldsmenntun allra þriggja hópanna er sambærileg, það er tvö ár á meistarastigi. Af hverju þessu er ekki breytt fæst ekki neitt svar en lesa má kjarasamninginn í heild sinni bæði til fróðleiks og til skemmtunar. Einkum má benda á kafla 2.1.6.7, Störf kennara á skólasafni, þar sem kemur nokkuð skýrt fram að ekki er mikill skilningur á eðli þessara starfa. Finna má lýsingu á starfssviði kennara sem vinnur á skólasafni í óskýrri framsetningu. Textinn virðist ekki hafa verið yfirlesinn í kjaraviðræðum lengi (Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, 1. maí 2011 ­ 31. mars 2014). Á meðan Kennarasambandið sýnir ekki með skýrum hætti í kjarasamningi hvert starfsheiti starfsmanns á skólasafni á að vera er það alfarið undir sveitarstjórn eða skólastjóra komið hverju sinni hvort viðkomandi starfsmaður fái laun sem hæfir hans verksviði. Í apríl 2011 fór Stjórn Félags fagfólks á skólasöfnum form­ lega fram á skrifleg svör við þessum vangaveltum, en án árang­ urs. Þá hefur Kennarasambandi Íslands einnig verið boðið upp á kynningu á starfsemi skólasafnanna en það boð hefur ekki verið þegið. Lokaorð Hér höfum við rakið þróun skólasafna grunnskólanna og einkum þá breytingu sem orðið hefur á síðustu árum. Farið var yfir þá breytingu sem varð á starfsemi og mönnun skólasafnanna sem leiddi til stofnunar nýs fagfélags. Það er greinilegt að félagsmenn kalla á skýra námskrá sem skerpi á ytri ramma skólasafnanna og standi því vörð um innri starfsemi skólasafnanna. Sú krafa er í takti við skólasamfélagið þar sem áhersla er lögð á fagmenntun starfsmanna skóla­ safnsins, fagmenntun sem byggist á haldgóðri þekkingu á sviði uppeldis­ og kennslufræða auk bókasafns­ og upp­ lýsinga fræða. Starfsheiti er eitt baráttumál félagsmanna, sem vilja fá starfsheitið forstöðumenn skólasafna viðurkennt. Með því móti má leggja áherslu á fagmenntun og mæta þannig auknum kröfum um stjórnunarhæfileika, hæfni á sviði samvinnu og samskipta sem og góða innsýn í skólastarf í tæknivæddu samfélagi. Til að forstöðumenn skólasafna megi verða við þessum kröfum þurfa þeir að fá viðurkenndan sveigjanleika í starfi, bæði í stundaskrá og samvinnu. Mikilvægt er að menntun forstöðumanna skólasafna verði metin til launa hvort sem þeir tilheyra stéttarfélagi kennara eða bókasafns­ og upplýsingafræðinga. Það er kominn tími til að forystumenn á sviði menntasamtaka taki frumkvæði og virði og meti sambærilega framhaldsmenntun félagsmanna sinna á sama hátt. Stöndum vörð um fagþekkingu og samvinnu á sviði bókasafns­ og upplýsingamála. Framtíðin er núna og við þurfum að bregðast við breyttu námsumhverfi nú þegar. Heimildir American Library Association of School Librarians. (2007). Standards for the 21st Century Learner. Chicago: Höfundur. Sótt 28. desember 2011 af http://www.ala.org/aasl/sites/ala.org.aasl/files/ content/guidelinesandstandards/learningstandards/AASL_Learning_ Standards_2007.pdf. Ágústa Pálsdóttir. (2009). Framhaldsnám á meistarastigi í bókasafns­ og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Bókasafnið, 33, 4­6. Bruce, C. (2003). Seven faces of information literacy. Towards inviting students into new experiences. Faculty of Information Technology, QUT. Thinking like a higher educator. Sótt 28. desember 2011 af http://www. bestlibrary.org/digital/files/bruce.pdf. Brynhildur Þórarinsdóttir. (2011). Er hjartað hætt að slá? Skólabókasöfn á krepputímum. Í Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafsdóttir (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum XII: erindi flutt á ráðstefnu i október 2011, 133­140. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Félag fagfólks á skólasöfnum. [án árs]. Félag fagfólks á skólasöfnum. Sótt 26. desember 2011 af http://www.ki.is/?PageID=3238. Félag fagfólks á skólasöfnum. (2007). Lög Félags fagfólks á skólasöfnum; lögð fyrir aðalfund 15. mars 2007. Sótt 26. desember 2011 af http://ki.is/?PageID=2697. Félag fagfólks á skólasöfnum. (2011). Könnun á starfi og starfsemi skólasafna grunnskólanna vorið 2011. Sótt 28. desember 2011 af http:// ki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=12947. Félag grunnskólakennara. (2007). Frá Félagi skólasafnakennara. Sótt 26. desember 2011 af http://www.fgk.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MzU3 OSZwYXJlbnQ9MTU5NQ. Friðrik G. Olgeirsson. (2004). Á leið til upplýsingar. Saga Bókavarðafélags Íslands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga. Reykjavík. Upplýsing – Félag bókasafns­ og upplýsingafræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.