Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 17
17 bókasafnið 36. árg. 2012 hvað honum viðvíkur. Í dag lítur vefsetrið svona út: http:// infolit10.latina.pedit.hio.no. 4. skref: Málstofur um ýmis efni, til dæmis kennslufræði, í norrænu MLIS háskólunum, Bolognaferlið og svo framvegis. Málstofurnar voru að lokum lagðar niður þar sem þær eru venjulega of stuttar til að fólk legði á sig langa ferð innan Norðurlandanna. NordINFOLIT hefur sem sagt haldið áfram að þróast í áratug, en hugtakið upplýsingalæsi hefur á þeim tíma verið mikið í umræðunni um allan heim. Nú stöndum við frammi fyrir breytingum sem sennilega þýða að aðeins ráðstefnuskrefið lifir áfram. Eftirfarandi bréf sendi nýi stýrihópurinn á alla póstlista norrænu landanna í byrjun árs 2012: NordINFOLIT hefur boðið upp á stuðning, fræðslu og innblástur fyrir háskólabókasöfnin í starfi þeirra við að þróa kennslufræðihlutverk bókasafnsfræðinga og í samvinnu þeirra við deildir háskólanna vegna kennslu í upplýsingalæsi. Eftir innleiðingu Bolognaferlisins hefur þýðing almennrar leikni, þar á meðal upplýsingahæfni, hlotið viðurkenningu og er nú orðin þáttur í flestum greinum í háskólum og á mörgum stöðum eru dæmi um vel skipulagða samvinnu milli bókasafns og háskóladeilda í norrænu löndunum. Kennsluhlutverk bókasafnanna er í stöðugri þróun en stendur föstum fótum. Vegna þessarar jákvæðu þróunar má segja að NordINFOLIT hafi lokið sínu hlutverki. Þess vegna leggur sitjandi stýrihópur til að hin norræna samvinna finni sér nýjan farveg. Við stingum upp á eftirfarandi: Samvinna í núverandi NordINFOLIT verður lögð niður og einnig hinn árlegi sumarskóli. Norræna samvinnan heldur áfram með skipulagningu á hinni farsælu ráðstefnu „Creating Knowledge“. Norrænu löndin skiptast á að halda ráðstefnuna og það land sem heldur hana hverju sinni gegnir einnig forystu í þessari samvinnu. „Creating Knowledge“ var síðast haldin í Bergen 2010 og nú er komið að Svíþjóð að taka við stjórninni. Jákvæð svör hafa þegar borist og það lítur út fyrir að NordINFOLIT gangi inn í nýjan áratug virkt en með breytta starfsemi og áætlanir um enn eina stóra alþjóðlega ráðstefnu, sennilega í Lundi. Í dag er stýrihópurinn skipaður eins og fram kemur hér að neðan. Fulltrúar Danmerkur og Færeyja, Anne Cathrine Trumpy og Arnbjørn Ó. Dalsgarð, hafa ekki setið í stýrihópnum síðan vorið 2011. Nánari upplýsingar gefa meðlimir stýrihópsins, sem tekur einnig gjarnan við athugasemdum, tillögum og hugmyndum. Astrid Margrét Magnúsdóttir, formaður, Ísland, astrid@unak.is Bolethe Olsen, Grænland, bool@uni.gl Karin Jönsson, Svíþjóð, Karin.Jonsson@sambib.lu.se Lars Egeland, Noregur, lars.egeland@hio.no Päivi Helminen, Finnland, paivi.helminen@helsinki.fi Við Goðafoss eftir stjórnarfund stýrihóps NordINFOLIT haustið 2003. Talið frá vinstri, Hans Martin Fagerli (Noregur), Nina Ström (Svíþjóð), Christina Tovoté (Svíþjóð), Kaisa Sinikara (Finnland), Annette Skov (Dannmörk) og Arnbjørn Dalsgarð (Færeyjar). Astrid Margrét Magnúsdóttir tók myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.