Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 52
52 bókasafnið 36. árg. 2012 nútímatækni, tölvum og myndaskannerum, er hægðarleikur að búa til bókamerki. Ef litið er út fyrir Evrópu má þess geta að í Japan komu bókamerki (zosho-in) fram um líkt leyti og í Evrópu, og er eitt þeirra alfyrstu úr smiðju Daigoji-hofsins frá um 1470, en þar er ritað: „Hver sá er stelur þessari bók lokar hliðum Himnaríkis, og hver sá sem fargar henni opnar hlið Helvítis. Hver sá er tekur þessa bók ófrjálsri hendi verður refsað af öllum guðum Japans.“ Ex libris að vestrænni fyrirmynd urðu síðan allsráðandi hjá bókasöfnurum í Japan og Kína á sjöunda áratug 19. aldar og eru enn víða notuð. Ex libris er latína og þýðir „úr bókasafni“. Venjan er sú að nafn eiganda standi á merkinu til að sýna hver eigandinn er og nær undantekningalaust er á því smágerð mynd, skjaldarmerki eða áletrun. Síðan er merkið límt inn í bókina, venjulega innan fremra bókspjalds á innbundnum bókum, gjarnan rétt ofan við miðju. Þó er það ekki einhlítt. Sumir líma það á fremra titilblað eða ofan á það. Ekki þykir hins vegar góður siður að festa merkið á fyrstu blaðsíðu bókar. En nú segja þeir efagjörnu: hver er munurinn á stimpli og bókamerki? Það er torvelt um margt að skilgreina. Einkum er torvelt að skilgreina hvort um bókamerki eða stimpil sé að ræða þegar stimplað er á límpappír sem síðan er límdur inn í bók. Dæmi eru til þess að menn hafa þrýst með brennimerkjajárni sínu á stimpilpúða, og síðan á titilsíðu bókar, eða þá á límpappír, síðan límt hann inn í bókina. Önnur dæmi eru um að keyptur er pakki með stöðl uðum bókamerkjum, mörgum vel skreyttum, í næstu ritfanga- verslun. Stöðluð merki eru jafnað áprentuð með eyðu fyrir nafn. Á flestum stendur „ex libris“ en á öðrum „þessi bók tilheyrir“ eða „úr bókum“ eða „á þessa bók“. Bókareigandi prentar svo nafn sitt í eyðuna. Aðrir láta gylla nafn sitt þar en aðrir vélrita eða skrifa nafn sitt á „bókamerkið“. Ef haft er fyrir því að vélrita, prenta eða gylla á stöðluð ex libris-merki, sem keypt eru tilbúin í ritfangaverslun, verður að teljast eðlilegt að flokka þau með í skráningu bókamerkja en hafna venjulegum stimplum eða afþrykktu kennimarki. Hér verður einnig að nefna svokölluð supralibros eða super-exlibris öðru nafni, en um er að ræða smáristar myndir, oftast skjaldarmerki með gyllingu, sem þrykkt var á band bókar að utanverðu. Supralibros-merki voru algengari í suður hluta Evrópu en í Þýskalandi, Sviss og öðrum löndum Norður-Evrópu að Englandi undanskildu, og hefur því jafnvel verið haldið fram að þau hafi hamlað útbreiðslu ex libris- merkja í löndum á borð við Frakkland, Ítalíu og Spán. Torvelt er hins vegar að setja supralibros-merki á annað efni en gott leðurbókband og þarf helst að nota blaðgull, nema ef um blindstimplun (án gyllingar) sé að ræða, þannig að kostnaður við þessa aðferð var og er mikill og til þess fallinn að draga úr notkun hennar. Fyrsta íslenska bókamerkið er ef til vill LL. Brynjólfur biskup (1605-1675) lét þrykkja það framan á skinnið á bóka spjöld- unum á bókum í safni sínu. LL stóð fyrir Lupus Loricatus, eða úlfur brynjaður. Brynjólfur stundaði nám í meðal annars guðfræði, heimspeki, læknisfræði og stjörnufræði í Kaupmannahöfn á árunum 1624 til 1629, og má telja víst að þar hafi hann komist í kynni við bókamerki, en Svíar tóku að nota þau um 1595 (merki Ture Bielke, ríkisráðs) og þýsk hand- rit voru þar fjölmörg. Danir voru hins vegar talsvert hallari undir supralibros- merkin á þessu skeiði og bókamerki í hefðbundinni mynd ruddu sér ekki til rúms þar í landi fyrr en í byrjun 18. aldar. Af þeim bókum úr safni Brynjólfs sem hafa varðveist og bera bókamerki hans má nefna Rökræðulist Rudolfs Agricola, sem hann eignaðist 1630 og er varðveitt í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn, Philosophia naturalis (Náttúruspeki), bók með verki eftir Platón, Pindar í Hróarskeldu 1633, Schedismata variorum er bundin er saman við Dichaerardi Geographia, Photius á grísku og Adagia (Málsháttasafn) eftir Erasmus, en það eintak er varðveitt í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni. Öll þessi rit eignaðist hann á árunum 1630-1640 og merkti sér væntanlega á sama tímabili. Einnig má nefna að á fyrstu síðu Konungsbókar Eddukvæða Sæmundar-Fróða (Codex Regius), nú varðveitt á Árnastofnun, sem Brynjólfur sendi í handriti til Friðriks III Danakonungs árið 1662, er merkið LL, en Brynjólfur hafði eignast þetta handrit tæpum tveimur áratugum fyrr, árið 1643. Annað bókamerkið íslenska í röðinni er að líkindum merki Gríms Jónssonar Thorkelíns leyndarskjalavarðar (1752-1829), en safn hans er nú varðveitt í Skotlandi. Páll Jónsson frá Örnólfsdal (1909-1985), hinn þekkti bókavörður á Landsbókasafninu, heldur því fram í grein sinni um séra Þorstein Helgason í Reykholti (1806-1839), að hann hafi merkt bækur sínar með rúnaletri ÞH, en þó er varla hægt að kalla það hreint rúnaletur. Önnur bókamerki svo gömul eru fátíð og virðist þessi siður ekki hafa náð fótfestu hérlendis að ráði fyrr en á 3. og 4. áratug liðinnar aldar. Kunn bókamerki einstaklinga og stofnana eru nú um fjögurhundruð talsins. Bókamerki bera tískustraumum í listum hvers tíma vitni en þó hefur nokkrum sinnum, til dæmis á 19. öld, orðið vart við afturhvarf til eldri stíltegunda. Stærð þeirra er afar mismunandi og eru þau minnstu örsmá. Hin almenna viðmiðun er þó sú að stærð merkisins henti bókinni sem það er sett í og eru dæmi þess að sama merkið sé til í mismunandi stærð. Þess eru einnig dæmi að sami aðili noti fleira en eitt ex libris-merki fyrir bókasafn sitt, til dæmis eftir því hvernig flokkun safnsins er háttað. Sérstök bókamerki eru þá notuð fyrir tiltekinn söfnunarflokk, til dæmis ferðabækur um Ísland eða erótísk rit, og stendur þá yfirleitt Ex Eroticis eða Ex Libris Eroticis á þeim síðarnefndu. Á íslenskum bókamerkjum er hin hefðbundna útfærsla, með áletruninni „ex libris“, hin algengasta en einnig eru kunn merki þar er segir „úr bókum“ eða „á þessa bók“ á eftir nafni eiganda. Einkunnarorð, málsháttur, eða skjaldarmerki af einhverju tagi eru oft samofin, og sömuleiðis táknræn auðkenni önnur er tengjast eiganda, til dæmis áhugasviði hans, starfi, skapferli eða uppruna. Reyna menn oftast að setja merkið í svo persónulegan búning að það skeri sig skýrt frá öðrum merkjum. Bókamerkið er því ekki aðeins táknmynd eignarréttarins og þjófafæla af því tagi sem reynir að höfða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.