Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 55

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 55
55 bókasafnið 36. árg. 2012 Reykjavík 2010: „Bridging the physical and the virtual“ smiðjum, í Reykjavík árið 2010, Stokkhólmi 2011 og Osló 2012. Í hverri vinnusmiðju yrðu 10 þátttakendur frá hverju þátttökusafni, samtals um 70 manns. Ástæðunni fyrir verkefninu var lýst svo: Almenningsbóka- söfn á Norðurlöndunum eiga í vök að verjast á ýmsum sviðum. Dregið hefur úr fjárhagslegum stuðningi. Þörf almennings fyrir upplýsingar og aðgang að þeim breytist hratt, menn- ingarleg starfsemi og fjölmiðlun eru í örri þróun og hnattræn menningarleg áhrif fara vaxandi. Norrænar hefðir bókasafna byggjast á lýðræðislegum gildum en þessi grundvöllur þarfnast endurnýjunar í ljósi tæknilegra og samfélagslegra breytinga. Spurt er um hinn norræna þráð í norrænum almenningsbókasöfnum framtíðarinnar og hvernig þau geti styrkt hvert annað í starfi og hugmyndum til fram tíðar. Samstarfsnetinu er ætlað að vinna að nýbreytni og þróun hinnar lýðræðislegu bókasafnshefðar á Norður lönd unum og skapa sameiginlega norræna túlkun á hug mynd unum bak við bókasafnið. Í því skyni er mikilvægt að þeir starfsmenn sem að þessu koma kynnist þvert á stofnanir og lönd og þróuð verði fagleg tengsl milli stjórnenda og lykilstarfsmanna bóka- safnanna. Lögð er sérstök áhersla á mikilvægi þess að starfsmenn taki þátt í þessari þróunarvinnu sem og að hún fari fram í samstarfi bókasafna frá þessum fimm löndum. Samskipti og kynning Myndaður var undirbúningshópur með fulltrúum frá öllum bókasöfnunum til að undirbúa vinnusmiðjurnar. Bókasafnið í Árósum heldur utan um verkefnið en bókasafnið í Helsinki sér um samskiptavef (wiki) á netinu.7 Á þessum vef eru allar upplýsingar birtar og þátttakendur geta einnig sett inn efni og haft samskipti sín á milli gegnum hann. Einnig er gert ráð fyrir að eftir hverja vinnusmiðju birtist grein um verkefnið og framgang þess í tímariti bókasafna í hverju landi fyrir sig. Verkefnið verði einnig kynnt á ráðstefnum innan hvers lands sem og á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal á IFLA-þingunum í Gautaborg 2010 og Helsinki 2012. Nordic Camp í Reykjavík í júní 2010 - Icecamp Dagana 21. til 22. júní 2010 komu 73 fulltrúar frá fyrrnefndum sjö bókasöfnum á Norðurlöndunum saman í Menningarmið- stöð inni í Gerðubergi í Reykjavík til fyrstu vinnusmiðju Nordic Camps. Segja má að vinnusmiðjan hafi byggst á hugarflæði. Þátt- takendur voru lítt undirbúnir og var það með ráðum gert til að þeir mættu með opinn huga, væru ekki búnir í einrúmi eða þröngum hópi sinna vinnufélaga að móta sér skoðanir eða festa sig í einhverjum ákveðnum hugmyndum um það sem tekið yrði fyrir. Þátttakendur ættu óhikað að hleypa út hverri þeirri hugmynd sem skyti upp í kollinum, öllum hugmyndum sem fram kæmu skyldi tekið opnum huga, mistök eru til að læra af. Lögð var áhersla á hópefli, að hrista hópinn saman og mynda traust innan hans. 7. http://nordiccamps.ning.com (sótt 25.4.2012).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.