Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 23
23 bókasafnið 36. árg. 2012 deilda í Háskóla Íslands í tvö ár. Var alltaf að reyna eitthvað nýtt, lögfræði, sænsku, íslensku og þjóðfélagsfræði. Mágkona mín, Sigrún Magnúsdóttir (nú í Háskólanum á Akureyri), vann við bókabílana sem voru staðsettir í Tjarnargötunni, þar sem gamla slökkviliðsstöðin var. Hún var byrjuð að læra bókasafnsfræði og þannig byrja ég í náminu. Við Sigrún áttum reyndar eftir að verða samferða í fjarnámi til mastersgráðu löngu síðar. Ég lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og bókmenntasögu 1976 og fer þá beint norður að vinna á Amtsbókasafninu á Akureyri. Það var mikil gæfa fyrir mig að lenda einmitt þar, sannkallað háskólanám, því Amtsbókasafnið var og er blanda af rannsóknarbókasafni og almenningsbókasafni. Fyrir var í safninu einstaklega gott fólk, sem tók mér mjög vel, nýútskrifuðum bókasafnsfræðingi að sunnan. Félag bóka- safnsfræðinga, sem að sjálfsögðu barðist fyrir því að stéttin nyti sannmælis, hafði reyndar lagt Amtsbókasafnið í bann nokkrum misserum fyrr vegna þess að yfirbókavörðurinn, sem var ráðinn þá, var ekki bókasafnsfræðingur. Með því að hefja störf sem bókasafnsfræðingur á Amtsbókasafninu rauf ég bannfæringuna og fékk dálítið bágt fyrir. Mér fyrirgafst það þó fljótt og var ég í stjórn Félags bókasafnsfræðinga í nokkur ár. Vinnan í Borgarbókasafni ævinlega ögrandi Ég flyt suður í árslok 1978 og hef störf í Borgarbókasafni, í Bústaðasafni og bókabílunum, undir stjórn Erlu Kristínar Jónasdóttur með frábæru fólki, mörgu að norðan, og líkaði afar vel strax. Í Bústaðasafni var mikil gróska, starfsmenn í yngri kantinum og útibússtjórar höfðu verið þrír ungir bókasafnsfræðingar. Ég var einn vetur í Bústaðasafni, en þegar ný staða, staða deildarstjóra í aðalsafni, er auglýst sæki ég um og er ráðin 1. júní 1979. Ég hafði reyndar unnið í aðalsafni í 2-3 vikur í námsvinnu nokkrum árum fyrr og er mér minnistætt að ég var klöguð fyrir borgarbókaverði, Eiríki Hreini Finnbogasyni, fyrir að vera of lin við að rukka börn um sektir. Engin eftirmál urðu nú af þessu. Fyrsta árið mitt í nýja starfinu gerði til mín miklar kröfur og er eftir á að hyggja ef til vill erfiðasta árið á mínum vinnuferli. Það var snúið fyrir starfsmenn að fá yfirmann sem var miklu yngri og einnig höfðu myndast mjög sterkar hefðir í aðalsafninu um hver ætti að gera hvað og hvenær. Sumir pössuðu vel upp á sína þúfu. Ágætt dæmi var að það átti að vera búið að raða öllum bókunum upp fyrir hádegi. Margt var í óþarflega föstum skorðum þannig að það var erfitt fyrir mig að koma inn, rétt orðin þrítug, og fara að hrófla við, en borgarbókavörður, Elfa-Björk Gunnarsdóttir, studdi mig mjög vel og allt gekk ljómandi vel að lokum, en það var dálítil eldskírn að koma inn í þetta samfélag. Þó að vinnan í Borgarbókasafni hafi ævinlega verið ögr- andi, eins og að vera sífellt í nýju starfi, fjölbreytnin mikil og stöðugar breytingar, eins og ég nefndi áður, kom stöku sinnum smáleiði í mig. Mig vantaði ögrun. Til að vinna bug á þessu fór ég til dæmis í vistaskipti í fjóra mánuði í bókasafn Kennaraháskólans árið 1982, í mastersnám í stjórnun við Háskólann í Wales, þar sem ég lauk prófi árið 1995, og var stundakennari í bókasafns- og upplýsingafræði 1995 til 1997. Flutningur aðalsafns úr húsnæðinu í Þingholtsstræti var stöðugt í umræðunni. Aðstaðan fyrir gesti og starfsmenn í hvítu ævintýrahöllinni var orðin ,,ævintýraleg“. Starfsmenn nánast sátu á hnjánum hver á öðrum og safnfræðsla skólabarna fór fram á skrifstofu minni og annarra með því að færa skrifborðin okkar til hliðar og raða upp bekkjum. Þetta gerðum við oft í viku. Einn stóll var í fullorðinsdeildinni við útidyr þar sem gamla fólkið tyllti sér. Við vorum endalaust að bíða eftir að nýtt aðalsafn risi í ,,nýja miðbænum“ í Kringlumýrinni þar til það var á endanum slegið af. Upp frá því var farið að leita að hentugu húsnæði í miðbænum. Fyrst var verið að tala um hluta af Morgunblaðshöllinni við Aðalstræti. Frá upphafi treysti Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður mér til að leiða undirbúningsvinnuna að nýju aðalsafni. Starfsmenn safnsins lögðust yfir það hvort Morgunblaðshöllin kæmi til greina og niðurstaða okkar var sú að svo væri ekki. Það var sem betur fer létt verk að sannfæra borgaryfirvöld um að það húsnæði hentaði ekki og í kjölfarið, 1996, kom upp sá möguleiki að flytja aðalsafn í Grófarhús, eins og það heitir í dag. Það varð ofan á og hefur þetta gamla pakkhús dugað ótrúlega vel þótt ekki sé það óskahúsnæði. Nýtt aðalsafn var opnað árið 2000, en það ár var Reykjavík ein af níu menningarborgum Evrópu. Jafnframt eru þrjár aðrar menningarstofnanir borgarinnar á sömu þúfunni, á besta stað í borginni, sem áður var fremur skuggalegt hverfi. Við hliðina á Grófarhúsi er auð byggingarlóð sem við höfum augastað á fyrir hvers konar menningarstofnun. Ég get tekið dæmi um hvílík bylting flutningurinn var, að barnadeildin varð aldrei stærri í Þingholtsstrætinu en lítið herbergi á efri hæðinni, um 10 fermetrar, en nú er barnadeildin í Grófarhúsi yfir 200 fermetrar og allt rými fyrir gesti sexfaldaðist við flutninginn. Í kjölfar menningarborgarársins 2000 fór af stað bylgja framfara Fagra veröld, myndverk í Grófarhúsi. Glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð og brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni eftir Sigurjón Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.