Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 10
10 bókasafnið 36. árg. 2012 guðfræði við Hafnarháskóla, en hætt því og gefið sig að náttúruvísindum og hagnýtum fræðum án þess að ljúka prófi. Frá 1770 vann hann mest að ritstörfum, bókaútáfu og rannsóknum á íslenskum atvinnuvegum. Síðar varð hann „kammersekreteri“ að nafnbót og tollheimtumaður á Skagen.3 Samtímis honum í Kaupmannahöfn var íslenskur maður, Eiríkur Guðmundsson, prestssonur austan frá Hofi og kallaði sig Hoff eftir bænum. Hann hafði verið prentari á Hólum árin 1764-68 en fór til Kaupmannahafnar til þess að læra meira um iðn sína. Olavius hafði hann með sér í ráðum, og er jafnvel sagt að það hafi einkum verið Eiríkur sem átti upptökin og eggjaði til framkvæmda.4 Hann taldi að illa hefði verið farið með sig á Hólum og vildi hefna harma sinna með því að koma upp annarri prentsmiðju.5 Olavius sótti 5. janúar 1772 um leyfi til stjórnarinnar að fá að stofna nýja prentsmiðju í Skálholtsbiskupsdæmi. Hann minntist fyrst á vesaldóm Hólaprentsmiðju og taldi niðurlægingu hennar vera hluta af bágindum Íslands. Menn séu án nauðsynlegrar kunnáttu í mikilsverðum fræðigreinum, og landið missi talsvert fé sem fari til bókaútgáfu í Kaupmannahöfn. Skólapiltar eigi jafnvel ekki kost á að kaupa námsbækur, heldur verði að skrifa þær upp. Eina úrræðið sé að stofna nýtt og gott prentver í landinu. Olavius vildi taka að sér að gefa út alls konar bækur veraldlegs efnis, fornar og nýjar, á íslensku og öðrum tungum, meðal annars skólabækur og orðabækur og annað til almennra nota.6 Leyfið var veitt að því undanskildu að Hólaprentsmiðja héldi einkarétti sínum til prentunar trúmálarita.7 Með konungsbréfi 4. júní 1772 fékk stúdíósus Ólafur Olavius leyfi til að setja nýja prentsmiðju í Skálholts stipti með þeim kjörum að hann mætti prenta í henni alls konar rit nema guðsorða bækur og skólabækur en skyldi greiða Skálholts kirkju árlega 100 dali frá árinu 1776.8 Þessi kvöð féll af prentsmiðjunni 1789. Þegar Ólafur Olavius hafði fengið konunglegt leyfi til að flytja nýtt prentverk hingað á land, leitaði hann fast eftir við Boga bónda Benediktsson að lána sér álitlega summu peninga til kaupa á prentverkinu. Hann átti ekki sjálfur fé en falaðist eftir því hjá Boga.9 Olavius hafði komist að því að Bogi ætti talsvert af fornsögum í handritum til að prenta. Olavius fékk lánið hjá Boga bónda Benedikssyni og keypti bestu tæki og tól í Kaupmannahöfn sem völ var á. Næsta sumar eða 1773 flutti Olavius þau til Íslands á Stykkishólmsskipi. Var með í þeirri för Eiríkur Hoff prentari og sænskur stílsetjari, Magnús Moberg. Prentsmiðjan var sett á laggirnar í landi Boga í Hrappsey á Breiðafirði. Bogi lét þá reisa stórt og vandað hús undir hana á eyjunni. Það var „stofa góð, tilhöggvin utanlands“.10 Engum vafa er undirorpið að brotið var í blað í prentlistarsögu Íslendinga með stofnun Hrappseyjarprentsmiðju 1773. Nú var farið að huga að því að fræða fólk og kenna því fleira en guðsorð. Ýmis fræðslurit sáu dagsins ljós og voru vel þegin af fólkinu í landinu. Átjánda öldin er eitt mesta breytingaskeið í menningarsögu síðari tíma. Vegur alþýðunnar óx og af því spratt alþýðufræðsla. Það bar á framfaratrú, trú á landið og að vel væri hægt að nýta jarðir betur eins og rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal bera með sér. Fræðsla fyrir bændur og almenn fræðslurit urðu til og skiluðu árangri í bættum hag fólksins en sá hængur var á að stíll sem menn skrifuðu á átjándu öld var iðulega þunglamalegur og stundum uppskrúfaður. Ólafur rak prentsmiðjuna einungis í eitt ár en hvarf þá til Danmerkur, seldi Boga sinn hlut og varð Bogi þá eini eigandinn. Bryddað upp á nýjungum Letur sem kennt er við Hrappsey var notað til að prenta mansöngva og aðra stuttra kafla, en aldrei til heilla bóka. Letrið var hreinlegt og fallegt. Sérstaklega einkennilegur er í þessu letri bókstafurinn g. Hrappseyjarprentsmiðja átti 11 letur í upphafi, en síðar var tvennum nýjum bætt við. Það var árið 1784. Ekki var notaður rauður litur á letri í Hrappseyjar- prentsmiðju. Tréristur sem notaðar voru til skreytinga voru keyptar erlendis. Frá starfsmönnum við Hrappseyjarprentsmiðju er það að segja að fram til 1780 hafði Bogi við hana tvo sveina og einn dreng, og stúdenta til prófarkalesturs, síðan voru tveir sveinar til 1784, og einn eftir það og allir voru sagðir hafa álitleg laun. Eiríkur Guðmundsson Hoff var fyrstur prentari, „en skildi við heiðurslítið 1777, sigldi og dó vesæll í Kaupmannahöfn nálægt 1790“.11 Eftir hann kom Guðmundur Ólafsson og var þrjú ár, 1777-80. Það sem næsta ár var prentað annaðist sænski stílsetjarinn, Magnús Moberg, má nefna Egils sögu, Lögþingisbók og Pósttilskipun 1782, en síðan tók Guðmundur Jónsson við árið 1782. Guðmundur kallaði sig síðar Schagfjörð. Hann var við Hólaprentsmiðju frá því er hann var 14 vetra 3. Ingi Rúnar Eðvarðsson: Prent eflir mennt : saga bókagerðar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar. (Safn til Iðnsögu Íslendinga, VIII). Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag; 1994, bls. 41. 4. Jón Helgason: Hrappseyjarprentsmiðja 1773-1794. (Safn Fræðafjelagsins um Ísland og Íslendinga, VI). Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag; 1928, bls. 5-8. 5. Arngrímur Fr. Bjarnason: Prentsmiðjusaga Vestfirðinga. Ísafjörður: Ísrún; 1937, bls. 54. 6. Jón Helgason: Hrappseyjarprentsmiðja 1773-1794. (Safn Fræðafjelagsins um Ísland og Íslendinga, VI) Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag; 1928, bls. 8-9. 7. Böðvar Kvaran: Auðlegð Íslendinga : brot úr sögu íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag; 1995, bls. 99. 8. Jón Jónsson Borgfirðingur: Söguágrip um prentsmiðjur og prentara á Íslandi. Reykjavík: Jón Jónsson; 1867, bls. 39. 9. Klemens Jónsson: Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á Íslandi. Reykjavík: Félagsprentsmiðjan; 1930, bls. 80. 10. Jón Helgason: Hrappseyjarprentsmiðja 1773-1794. (Safn Fræðafjelagsins um Ísland og Íslendinga, VI). Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag; 1928, bls. 10 og 23-24. 11. Sama, bls. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.