Bókasafnið - 01.05.2012, Blaðsíða 20
20
bókasafnið 36. árg. 2012
5. Á næstu fimm árum mun upplýsingaþörf fólks verða
svarað með „peþ“ (pöntun eftir þörfum). Stórum
samningum um safnsuppbyggingu/kaup á gögnum
verður sagt upp og uppbygging safnkosts verður
aðeins á hendi fárra til þess kjörinna bókasafna/stöðva.
6. Innan fimm ára munu tilburðir við að þróa
gagnaforrit (e. research data management) til
stjórnunar og umsýslu hafa leitt til nýs líkans innan
upplýsingafræðinnar sem einblína mun á innihald og
samtengingu stofnana/safna.
7. Á næstu fimm árum munu starfsmenn bókasafna
gangast undir hæfni-/hæfileikaúttekt og byrjað verður
að ráða fólk til að bæta úr nýrri þörf. Þau söfn sem lifa
af munu hafa þróað starfslýsingar/starfsmannastefnu
og endurskipulagt starfsmannahaldið með fækkun
og endurþjálfun og menntun. Hin ólánsömu söfn
munu tapa hafi þeim ekki lánast að uppræta andstöðu
við breytingar sem mundi fæla burt besta og
hæfileikaríkasta starfsfólkið.
8. Eftir fimm ár verða öll bókasöfn, kerfi og þjónusta í
skýjunum (gögn vistuð í „clouds“). Þetta mun kalla á
enn meiri samvinnu safna og stofnana.
9. Innan fimm ára munu bókasöfnin neyðast til að
viðurkenna að gögn hafi hrannast upp „í geymslum“.
Til að hreinsa til munu söfnin grípa til skipulagðra
afskrifta og eyðingu gagna.
10. Innan fimm ára mun safnakerfið hafa framleitt of
marga meistaranámsnema (MLSs), og það hraðar
en doktorsnema (PhDs) í húmanísku greinunum og
yfirfyllt viðvarandi smækkaðan markað fyrir slíka.
(Taiga Forum 2011 Provocative Statements, 2011).
Meðal háskóla á Vesturlöndum eru flestar deildir að þokast
í þessa átta, það er að segja að útskrifa upplýsingafræðinga
(e. Information specialists/Information scientists). Enda ber
kennslan öll þess merki að innihald hennar er upplýsingafræði
fremur en bókasafnsfræði. Ekki ber að skilja það svo að
bókasafnsfræði sé skammarheiti heldur fremur heiti sem átti
við stéttina fyrir tækni- og upplýsingabyltinguna þar sem hún
starfaði nær eingöngu á vettvangi bókasafna.
Danir breyttu danska heitinu á Konunglega bókasafns-
og upplýsingafræðiháskólanum (Danmark biblioteksskole)
í Det Informations-videnskabelige Akademi, en í kjölfarið á
breytingunni má sjá 55% aukningu í aðsókn í Kaupmannahöfn
og 21% í Álaborg (Det Informations-videnskabelige Akademi,
2011).
iSchools hreyfingin er vaxandi samtök skóla úr öllum
heimsálfum sem kenna sig við upplýsingafræði. Samtökin
voru stofnuð árið 2005 og telja yfir 30 skóla í dag.
Forsvarsmenn iSchools einsettu sér að vinna markvisst að
endurnýjun og framgangi upplýsingafræða sem byggjast á á
grunni hefðbundinna bókasafnsfræða. Tæknin hefur breytt
bókasafnsfræði í upplýsingafræði og iSchools skólarnir vinna
með þann veruleika. Rannsóknir benda til nauðsynjar þess að
bókasafnsfræði lagi sig að breytingum á sviði fræðanna. Nám
í takt við samfélagið er forsenda þess að fagið og fræðin haldi
velli og að fólk sæki í námið (sótt af vef iSchools).
Hér eru fleiri dæmi um skóla þar sem lögð hefur verið meiri
áhersla á upplýsingu:
University of California, Berkeley: School of information
University of Brighton: Department of Information Studies
Cornell University: Cornell Information Science
Aberystwyth University - Department of Information Studies
Syracuse University: The School of Information Studies
Loughborough University: Department of Information
Science
University of Sheffield: Information School
Det Informations-videnskablige Akademi
Yfirlit og tillögur um breytingar í þessa átt má lesa í
rannsókninni Information Science in Europe (Ibekwe-Sanjuan,
Aparac-Jelušić, Ingwersen og Schloegl, 2010).
Fram kemur í tímaritsgrein, sem Golub (2009) skrifar, að
þótt stétt bókasafns- og upplýsingfræðinga sé að meirihluta
konur virðist víða um heim sem karlar hafi fremur verið í
hærri stöðum og fengið hærri laun á síðastliðinni öld. Þar sem
upplýsingageirinn (e. information sector) sérhæfist í auknum
mæli hafa skapast tækifæri fyrir tæknisérfræðinga (e. technical
specialists) í mörgum greinum og ógnað tilveru bókasafns-
og upplýsingafræðinga (e. LIS profession). Á sama tíma hefur
aðsókn kvenna í tækninám (e. technology literature) dregist
saman um 20%. Mismunur á launum bókasafnsfræðings (e.
librarian) og upplýsingafræðings (e. information specialist)
er mikill og fer vaxandi. Meðallaun bókasafnfræðinga árið
2002 voru $43.090 á meðan upplýsingafræðingur var með
$77.760 og eru karlar í meirihluta upplýsingafræðinga eða
70% mannaflans.
Bókasafns- og upplýsingfræði er kennd í Háskóla Íslands.
Þegar námsskráin er skoðuð kemur orðið upplýsingafræði í
langflestum tilvikum fyrir en bókasafnsfræði mun sjaldnar.
Sanders (2008) rannsakaði viðhorf forstöðumanna bóka-
safna til nýútskrifaðra bókasafns- og upplýsingafræðinga. Í
ljós kom skortur á námi í takt við breytt landslag upplýsinga.
Bókasöfn kvörtuðu undan því að þurfa að ráða fólk með aðra
menntun og bakgrunn til að sinna verkþáttum sem eiga þó
heima innan bókasafns- og upplýsingafræði.
Ef fagstéttin ætlar að vera í takt við samfélagið þarf að
bjóða upp á fleiri tækninámskeið sem skyldu en eru í dag. En
það breytir ef til vill ekki því að heitið upplýsingafræðingur er
meira í takt við umhverfið og námið.
Framtíðin
Framtíð upplýsingafræðinga er í okkar höndum. Hvort
framtíðarsýn Taiga Forum er raunveruleiki er góð spurning.
Eitt er víst að tæknin á eftir að breyta miklu á næstu misserum
í starfi okkar. Það er okkar að þróast með henni. Sem dæmi
má nefna að búið er að loka um 20% bókasafna í Svíþjóð þar
sem þau eru ekki með nægjanlega aðsókn (Scandinavian
companies and market, 2011). Fagið verður að þróast áfram