Bókasafnið - 01.05.2012, Síða 55
55
bókasafnið 36. árg. 2012
Reykjavík 2010: „Bridging the physical and the virtual“
smiðjum, í Reykjavík árið 2010, Stokkhólmi 2011 og Osló
2012. Í hverri vinnusmiðju yrðu 10 þátttakendur frá hverju
þátttökusafni, samtals um 70 manns.
Ástæðunni fyrir verkefninu var lýst svo: Almenningsbóka-
söfn á Norðurlöndunum eiga í vök að verjast á ýmsum sviðum.
Dregið hefur úr fjárhagslegum stuðningi. Þörf almennings
fyrir upplýsingar og aðgang að þeim breytist hratt, menn-
ingarleg starfsemi og fjölmiðlun eru í örri þróun og hnattræn
menningarleg áhrif fara vaxandi. Norrænar hefðir bókasafna
byggjast á lýðræðislegum gildum en þessi grundvöllur
þarfnast endurnýjunar í ljósi tæknilegra og samfélagslegra
breytinga. Spurt er um hinn norræna þráð í norrænum
almenningsbókasöfnum framtíðarinnar og hvernig þau geti
styrkt hvert annað í starfi og hugmyndum til fram tíðar.
Samstarfsnetinu er ætlað að vinna að nýbreytni og þróun
hinnar lýðræðislegu bókasafnshefðar á Norður lönd unum og
skapa sameiginlega norræna túlkun á hug mynd unum bak við
bókasafnið. Í því skyni er mikilvægt að þeir starfsmenn sem að
þessu koma kynnist þvert á stofnanir og lönd og þróuð verði
fagleg tengsl milli stjórnenda og lykilstarfsmanna bóka-
safnanna.
Lögð er sérstök áhersla á mikilvægi þess að starfsmenn taki
þátt í þessari þróunarvinnu sem og að hún fari fram í samstarfi
bókasafna frá þessum fimm löndum.
Samskipti og kynning
Myndaður var undirbúningshópur með fulltrúum frá öllum
bókasöfnunum til að undirbúa vinnusmiðjurnar. Bókasafnið í
Árósum heldur utan um verkefnið en bókasafnið í Helsinki sér
um samskiptavef (wiki) á netinu.7 Á þessum vef eru allar
upplýsingar birtar og þátttakendur geta einnig sett inn efni
og haft samskipti sín á milli gegnum hann. Einnig er gert ráð
fyrir að eftir hverja vinnusmiðju birtist grein um verkefnið og
framgang þess í tímariti bókasafna í hverju landi fyrir sig.
Verkefnið verði einnig kynnt á ráðstefnum innan hvers lands
sem og á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal á
IFLA-þingunum í Gautaborg 2010 og Helsinki 2012.
Nordic Camp í Reykjavík
í júní 2010 - Icecamp
Dagana 21. til 22. júní 2010 komu 73 fulltrúar frá fyrrnefndum
sjö bókasöfnum á Norðurlöndunum saman í Menningarmið-
stöð inni í Gerðubergi í Reykjavík til fyrstu vinnusmiðju Nordic
Camps.
Segja má að vinnusmiðjan hafi byggst á hugarflæði. Þátt-
takendur voru lítt undirbúnir og var það með ráðum gert til að
þeir mættu með opinn huga, væru ekki búnir í einrúmi eða
þröngum hópi sinna vinnufélaga að móta sér skoðanir eða
festa sig í einhverjum ákveðnum hugmyndum um það sem
tekið yrði fyrir. Þátttakendur ættu óhikað að hleypa út hverri
þeirri hugmynd sem skyti upp í kollinum, öllum hugmyndum
sem fram kæmu skyldi tekið opnum huga, mistök eru til að
læra af. Lögð var áhersla á hópefli, að hrista hópinn saman og
mynda traust innan hans.
7. http://nordiccamps.ning.com (sótt 25.4.2012).