Húnavaka - 01.05.2007, Page 18
16
HUNAVAKA
hélt síldinni ekki. Nótin lokaðist ekki og síldin stakk sér niður og slapp.
Til marks um það má nefna að eitt sinn, inni á Þistilfirði í bikaþoku, þá
köstuðum \’ið á vaðandi síld en þá vildi svo til að spilin í báðum bátunum
voru biluð þannig að \ið gáturn ekki snurpað nótina sdax og hún sökk til
botns því að við vorum á grunnu vatni.
En þegar búið var að gera við spilin gátum við snurpað og þá kont í
ljós að þetta var heljarstórt kast. Kættust nú kallar, nú fengum við loksins
í dallinn. En þegar nótin var konrin á síðuna og nýbyrjað að háfa sprakk
hún ogvið náðum ekki nerna 160 málum.
Við vorum svo að dandalast lengi með þennan farm því að það átti
auðvitað að fylla skipið áður en farið væri í land en gekk ekki neitt frek-
ar en áður. Svo er það einhvern dag að það gerði á okkur brælu. Við vor-
um með báða nótabátana uppi í davíðunum en þetta voru þungir
stálbátar. Allt í einu kemur sjór á skipið, það tekur stóra veltu og rétti sig
ekki aftur. Greinilegt var að skilrúmin í lestinni höfðu brotnað og allt far-
ið út í aðra síðuna.
Svo rnikil var slagsíðan á Sigurði Pétri að sjórinn lá inn að lúgu og ann-
að slagið settist nótabáturinn stjórnborðsmegin á öldutoppana. Því var
ekki um annað að ræða en að fara niður í lest og rétta skipið.
Eg hafði orðið íyrir smáóhappi stuttu áður, hafði rifið nögl af fingri
og var eitthvað reifaður. Þess vegna var ég ekki sendur niður í lest heldur
settur til að stýra skipinu meðan mannskapurinn var niðri. Skipstjórinn
og stýrimaðurinn voru í sitt hvorum brúarglugganum og ég stýröi.
Eg hef aldrei skilið það af hverju ég var settur í þessa stöðu en fann
virkilega fyrir þeirri ábyrgð sem á mér hvíldi þarna, að stý'ra nú vel því að
ef eitthvað hefði farið úrskeiðis meðan mannskapurinn var í lestinni þá
var tæplega að sökum að spyrja.
En þetta gekk nú allt vel og við gátum rétt bátinn af og fórunt inn til
Seyðisfjarðar lil löndunar.
En það var nú ekki ein báran stök í þessurn Bjarmalandstúr. Þetta var
rétt fyrir verslunarmannahelgi sem við komum inn til Seyðisfjarðar og
nú skyldi fara beint út aftur, stress lijá skipstjóranum af því að sumarið
hafði gengið svo illa. Þá vildi ekki betur til en svo að þegar báturinn fór
undir löndunarkranann rakst formastrið í og brotnaði. Við kornust þ\í
allir upp á Hérað um verslunarmannahelgina.
Þetta sumar hafði ég aðeins sex þúsund krónur, það var bara trygg-
ingin.
Um haustið ætlaði ég að hætta til sjós og fór að vinna í Vélsmiðjunni
Kletti. Hugmyndin var að fara í Vélstjóraskólann og svo í eitthvert tækni-
nám. Þarna starfaði ég í tæpt ár en var einu sinni sem oftar sendur niður
í bát að gera við. Þar vantaði annan vélstjóra svo að ég réði mig á staðnum,
fór upp á skrifstofu og sagðist vera farinn í sumarfrí og ég er ennþá í Jd\í.
Þessi bátur hét Guðbjörg, 60 tonna bátur frá Hafnarfirði og á honum
var ég í þrjú ár, fyrst sem annar vélstjóri en svo náði ég mér í réttindi og
var þá fyrsti vélstjóri. Þar var ég til skiptis á reknetum, línu, netum og