Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 82
80
H U N A V A K A
hlutssnúru, og peysan yfir er rauðleit með háum, röndóttum uppslög-
um. Hárið er dökkt og hvítsprengt og María spennir greipar á magan-
um. - Jóhannes er Kiisti á vinstri hönd, og virðist helst í síðri
rauðröndóttri hempu og peysu og heldur á krossi fyrir sér. Hárið er jarpt
og skipt í miðju og bæði eru þau, María og Jóhannes, rjóð í kinnum.
Spjaldið aftan við er málað dökkt.
Ljóst má vera að hér hefur presturinn ekki leitazt við að sýna fólk sem
lifði suður í Gyðingalandi, heldur eru þau sýnd sem íslenzkt sveitafólk
af hefðarstandi við kross Krists eins og fleiri dæmi eru um. María er hér
sem fýrirmyndarhúsfrú og Jóhannes líkist fyrirmanni í sinni sveit. Fyrir-
myndanna er greinilega að leita í samtíðarfólki listamannsins en hug-
myndaflug eða þekking hefur ekki náð dl aðstæðna suður í heimi. Það
sýnir áletrunin á krossinum einnig að skanunstöfunin, sem venjulegast
er latnesk, er hér íslenzk.
Ramminn breiði um töfluna er troglaga yzt en sjálfur gerður úr breið-
um fjölum sem haldið er saman með skáfjölum um hornin. Hann er mál-
aður mislitum strikum og röndum, innst er grænt og rautt strik og mjórri
hvít strik með rauðum skáröndum. Utar er V-laga svart og hvítt skraut og
jurtavafningar sem mynda eins og franskar liljur í hornunum, ljósmálað-
ar með marglitum dröfnum og skámálaðir listar, málaðir vafningar og
rauðar og dökkar rendur yzt. I rammanum eru síðan myndir, englar með
stóra vængi efst og neðst, nokkuð í ætt við barokengla á skrautverki þeirr-
ar tíðar og heldur sá efri á krossi. Til hliðar eru tveir prestar, báðir með
liárkollur. Sá hægra megin (út úr töflunni séð) er í rykkilíni og rauðleit-
um hökli yfir og heldur á kaleik en hinn vinstra megin er eins klæddur
og heldur á bók í vinsuá hendi en leggur hina á brjóst sér. Fellingar rykki-
línanna eru lóðrétt skornar. - í reynd verður þessu mikla skrautvcrki ekki
lýst með orðum svo að vel sé, svo fjölbreytt er það, en þetta er einstaklega
þekkilegt verk og vekur hughrif meiri en rnörg önnur.
Kirkjurnar okkar eiga margar hverjar enn forna dýrgripi og merkis-
gripi, og þannig er einnig um Auðkúlukirkju, þótt margt hafi gengið úr
sér í tímans rás og Auðkúlustaður megi muna flfil sinn fegri.6 Þetta eru
hlutar þjóðmenningarinnar sem við berum ábyrgð á að ekki glatist né
skemmist, þótt dlfinningar manna til túlkunar þeirra kunni að breytast.
1
2
3
4
5
6
Fi iörik Guönuindsson: Endurminningar, síðara bindi, Reykjavík 1973, bls. 25.
Eftir ljósriti úr vísitasíubók prófasts.
Handrit Matthíasar Þórðarsonar í Þjóðminjasafni íslands.
Þjóðskjalasafn íslands, Kirknasafn, Auðkúla AA/5.
Islenzkar æviskrár, III, bls. 75-76.
Um Auðkúlukirkju og gripi hennar má lesa í ritinu Kirkjur íslands, 8. bindi,
bls. 9 - 40.