Húnavaka - 01.05.2007, Page 134
132
HUNAVAKA
Húnvetningi, ársriti Húnvetningafélagsins í Reykjavík, árgangi 1983,
skrifaði ég vegna beiðni Arinbjarnar Arnasonar frásögn af því þegar fað-
ir minn náði öllu sínu fé í hús er ofviðri skall skyndilega yfir en margir
bændur misstu þá rnargt af fénaði sínum. Þá lét ég fáeinar línur íylgja
um ævigöngu hans en eftirmæli geta það ekki kallast. Magnús á Vöglum
orti ljóð í minningu Vilhjálms sem hann nefndi Tónmjúki svanurinn dá-
inn. Lárus G. Guðmundsson, fyrrum bóndi á Vindhæli, ritaði hlýlega
grein sem hann vildi ekki kalla eftirmæli og lauk greininni með þessari
vísu:
Lýsti ýtum ljóðs með arði,
líf og hlýju flutti að garði.
Manndóm sannan vakti og varði
Vilhjálmur frá Brandaskarði.
Rúnar Kristjánsson orti fallegt ljóð í minningu Vilhjálms eftir að hafa
kynnt sér nokkuð af þeim ljóðum sem hann lét eftir sig.
Vilhjálmur nefndi aldrei svo ég heyrði ástæðuna fyrir því að hann var
látinn að heiman. Hann var maður dulur í skapi og flíkaði lítt sínum til-
finningum og alla tíð var hann sagnafár um vistina í Þverárdal og það
hvernig til hennar var stofnað. Málfríður systir hans, seinna húsfreyja á
Þorleifsstöðum í Blönduhlíð, sagði mér hins vegar söguna eins og hún
hafði gengið til.
Þau voru fimin systkinin, tvö eldri en Vilhjálmur og tvö yngri, það
yngsta 5 ára. Tvíburasystur höfðu dáið nokkurra daga. Foreldrarnir
bjuggu alls ekki á Brandaskarði á þessum tíma, þangað flutti fjölskyldan
ekki fýrr en mörgum árum seinna. Benedikt bjó um þessar rnundir á ein-
hverjum hluta af Syðri-Ey og þau hjónin voru fátæk eins og öll alþýða var
á þessum tímurn. Ekki voru miklar kröfur gerðar og fimm börn þóttu þá
ekki mikil ómegð og þarna voru þrjú elstu börnin verulega farin að
koma til léttis. Þegar Brynjólfur falaðist eftir Vilhjálmi sem fóstursyni,
tóku foreldrar hans því beiðninni fálega en þá sló Brynjólfur út því
trompi að hann skyldi gera Vilhjálm að erfingja sínum. Þótti þá foreldr-
unurn vandast rnálið og varla hægt að hafna slíku kostaboði með tilliti til
framtíðarliagsmuna drengsins. Það varð því úr að Brynjólfur hafði sitt
fram en Málfríður sagðist aldrei gleyma þeirri sorg sem fylgdi þessari
ákvörðun.
Vilhjálmur var auðvitað einskis spurður sjálfur en geta má því nærri
hvað búið hefur í hjarta hans varðandi þessa ráðabreytni. Auðvitað hefur
aðskilnaðurinn verið honurn sár reynsla.
Þegar hann kemur í Þverárdal var þar vinnumaður hálfbróðir hans,
Benedikl Benediktsson. Sást þegar að blóð er þykkara en vatn og tók
Benedikt Vilhjálmi vel og sýndi honum hlýju. Gaf hann lionum til að
mynda fyrsta lambið sent hann eignaðist. Það kom ekki frá fósturföðurn-
um.
I Þverárdal var Vilhjálmi haldið fast til vinnu eins og venja var með