Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 144
JOHANNA HELGA HALLDORSDOTTIR, Brandsstöðum:
Fjólur og arfi
Við gengum um í garði stjórnvitringsins, ég og hann. Ég ætlaði að skrifa
bók um hann, frægðarferilinn, vinsældirnar. Þessi stjórnvitringur var sér-
stakur og jafnvel einstakur meðal valdamanna. Hann laug aldrei. Hann
laug ekki að neinum og laug engu. Hann hafði hráan sannleika á borð-
um fyrir hvern sem var. Vinsældir hans voru ómældar og var ég afar for-
vitinn um manninn.
Hafði líka fengist dálítið \dð skriftir. Þess vegna hringdi ég og spurði
hvort ég mætti skrifa um hann bók. Hann sagði að ég réði því en vildi fá
að sýna mér garðinn sinn áður en ég skrifaði bók. Sagði að ég ætti auð-
veldara með að skilja hann eftir það og ég var sammála því.
Þannig er það með fólk sem á garð. Maður skoðar hann og skilur fólk-
ið. En svo eru því miður alltof margir sem eiga ekki garð. Svo þegar við
gengum þarna í garðinum hans sem auðvitað var engu líkur, frekar en
hann sjálfur, vissi ég að ég gæti ekki skrifað um hann bók. Þessi maður
var ekki jarðneskur. Hann var boðskapur, opinberun sem átti ekki beina-
grindur í skápum eða hneyksli sem hægt yrði að selja. Hann var gegn-
heill og garðurinn hans var stór, vel skipulagður en samt ekki um of,
hellulagðir stígar, blóm og tré, einstaka gosbrunnar og garðdvergar í hlý-
indum og sól. Fullkominn sælureitur eða svo sýndist mér.
„Það er ekki til svona fólk eins og þú“, sagði ég. „Hvað er þetta maður,
af hverju lýgur þú ekki neinu? Af hveiju gengur þér allt s\rona vel?“ Hann
kímdi og horfði í sólina. ,Af hveiju ætti ég að ljúga einhverju? Varla verð
ég betri maður fyrir það. Komdu hérna inn í lundinn minn sem
snöggvast.“
Við gengum inn um vandlega klippt limgerðisop. „Sjáðu“, sagði hann
og benti mér á þó nokkuð margar stangir, áþekkar fánastöngum, þó að-
eins lægri og auðsýnilega úr gulli. A stöngunum hvíldu glottandi haus-
kúpur. Það sem svo hefði átt að vera grasflöt umhverfis þessa uppstillingu
var alþakið fjólum og arfa. Ég fékk hroll niður bakið og óhugur greip
mig. „Hvað í ósköpunum á þetta að tákna?“
Hann bauð mér sæti á þægilegum trébekk svo að við gætum horft
saman og sagði. „Þegar ég var fyrst kosinn til þess að gegna ábyrgðar-
stöðu, dreymdi mig að ég gengi inn í sal og rödd hvíslaði að mér að hér
væri salur fáránleikans. Þar voru höfuð á stöngum, alls hugar fegin. Loks
gátu þau tekið út refsingu fyrir allar lygarnar, ósómann, skrumið og svik-