Húnavaka - 01.05.2007, Page 260
258
HUNAVAKA
var Björn Magnússon á Hólabaki
kjörinn oddviti ogjón Gíslason á
Stóra-Búrfelli varaoddviti.
Gengið var frá ráðningu, Jens P.
Jensen, í starf sveitarstjóra og tók
hann til starfa í byrjun september.
A fyrsta starfsári nýs sveitarfélags
einkennist starfsemi þess fyrst og
fremst af mikilli mótunarvinnu,
svo sem samþykktum fyrir sveitar-
félagið, mótun stjórnsýslu, nefnd-
arskipan og fleira.
Sveitarfélagið opnaði heimasíðu
þann 5. apríl og er hún nauðsyn-
leg til að koma á framfæri ýmsum
upplýsingum í svo dreifbýlu sveit-
arfélagi.
Vegamál.
Ástand allra tengivega og safn-
vega í sveitarfélaginu er mjög
slæmt. Fulltrúar sveitarstjórnar
hafa átt fundi með þingmönnum,
ráðherrum og öðrum stjórnend-
um vegamála til að reyna að knýja
fram nauðsynlega uppbyggingu
vega og að tengivegir verði lagðir
bundnu slitlagi.
Refa- og minkaveiðar.
Tímabilið f. september 2005 til
3f. ágúst 2006 greiddi sveitarfélag-
ið 4,4 milljónir króna vegna veiða
á ref. Veidd voru 265 fullorðin dýr
og 92 yrðlingar. Endurgreiðsla rík-
isins var um 1,1 milljón króna.
Á sama tímabili voru greiddar
950 þúsund krónur vegna veiða á
mink. Veidd voru 89 fullorðin dýr
og 65 hvolpar. Endurgreiðsla ríkis-
ins var um 350 þúsund krónur.
Skipulagsmál.
Unnið hefur verið deiliskipulag
fýrir svæðið umhverfis Steinholt og
hafin var vinna við endurskipu-
lagningu skólalóðar við Húnavelli.
Framkvæmdir.
Unnið var við undirbúning frá-
veitumála í sveitarfélaginu. Unnið
var við uppsetningu háhraðateng-
inga. Áður hafði verið komið upp
háhraðatengingum í Svínavatns-
hreppi sem jafnframt náði yfir
hluta Bólstaðarhlíðarhrepps. Gerð-
ur hefur verið samningur við
Emax um háhraðatengingar í öllu
sveitarfélaginu.
I íjárhagsáætlun er gert ráð fyrir
byggingu sparkvallar og leikskóla á
Húnavöllum.
Jens P. Jensen, sveitarstjóri.
KOSNINGAR.
Kosningar til sveitastjórna fóru
fram 27. maí. I Blönduósbæ, á
Skagaströnd og í Húnavatnshreppi
var viðhöfð hlutfallskosning. Sagt
er frá úrslitum þeirra kosninga í
fréttapistlum í ritinu.
I Skagabyggð var kosning óhlut-
bundin. Þar voru kjörin í sveitar-
stjórn: Baldvin Sveinsson, Dagný
Rósa Ulfarsdóttir, Magnús Guð-
mannson, Rafn Sigurbjörnsson og
Valgeir Karlsson. Rafn Sigurbjörns-
son var kjörinn oddviti af sveitar-
stjórn.
SÁJ.
SJÁLFSEIGNARSTOFNUNIN
AUÐKÚLUHEIÐI.
Áður en hrepparnir fjórir í fram-
hluta Austur-Húnavatnssýslu voru
sameinaðir 1. janúar 2006 ákváðu
hreppsnefndir Svínavatns- og
Torfalækjarhrepps að stofna sjálfs-