Húnavaka - 01.05.2007, Page 227
H Ú N A V A K A
225
ember 2006 gengu forsvarsmenn
Húnavatnshrepps frá samningum
við Knattspyrnusamband Islands
um byggingu sparkvallar sem mun
rísa viö Húnavallaskóla.
Árshátíb Húnavallaskóla.
Arshátíð Húnavallaskóla var
haldin föstudaginn 24. nóvember.
Þar voru flutt tónlistaratriði, nem-
endur í áttunda og níunda bekk
sýndu leikritið „Latasveit“ undir
leikstjórn Jóhönnu Stellujóhanns-
dóttur, umsjónarkennara. Jóhanna
Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona
var ráðin sérstaklega til að leikstýra
nemendum tíunda bekkjar í söng-
leiknum „Litla hryllingsbúðin". Að
venju stóðu nemendur sig mjög
vel og heilluðu áhorfendur, jafnt
unga sem gamla.
Að loknum skemmtiatriðum
voru foreldrar og forráðamenn tí-
undu bekkinga með glæsilega
kaffisölu. Á meðan hinir eldri nutu
veitinganna, dönsuðu og skemmtu
ungmennin sér til klukkan eitt.
Allur ágóði af skennntuninni
rann í ferðasjóð tíundu bekkinga.
Fimmtudaginn 28. desember var
síðan „Litla hryllingsbúðin" sýnd
fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Þetta er þriðja árið í
röð sem nemendur 10. bekkjar í
Húnavallaskóla troða upp með
söngleik í félagsheimilinu á þess-
um tíma árs
Litlu-jólin ogjólafrí.
Þriðjudaginn 19. desembervoru
litlu-jólin þar sem yngri nemendur
sýndu leikþætti, dansað var kring-
um jólatréð og jólasveinar komu í
heimsókn. Hátíðinni lauk með
hefðbundnu diskóteki fyrir nem-
endur í 6.-10. bekk sem stóð til
klukkan 21 og þá hófstjólafríið.
Þorkell Ingimarsson, skólastjóri.
FRÁ HÉRAÐSNEFND A-HÚN.
Samkvæmt endurskoðaðri Qár-
hagsáætlun Héraðsnefndar A-
Hún. fyrir árið 2006 var gert ráð
fyrir að útgjöld sveitarfélaganna
yrðu 66.264 þús. kr.
Helstu rekstrarliðir voru:
ÞÚS. KR.
Rekstur skrifstofu
og yfirstjórnar........... 5.759
Oldrunarmál og
dvalarheimili............ 15.334
Rekstur skólaþjónustu. 7.665
Tónlistarskóli........... 22.610
Framlög til
menningarmála......... 10.324
Gerð svæðisskipulags. . 800
Til atvinnumála....... 3. 030
Kosning í Héradsnefnd.
Eftir sveitastjórnarkosningar á
árinu voru eftirtaldir kosnir í hér-
aðsnefndina:
Blönduóssbær: Agúst Þór Braga-
son, Héðinn Sigurðsson, Jón Aðal-
steinn Sæbjörnsson, Kári Kárason
og Valgarður Hilmarsson. Húna-
vatnshreppur: Jóhanna Pálmadótt-
ir, Ólöf Birna Björnsdóttir og
Tryggvi Jónsson. Höfðahreppur:
Adolf Berndsen, Birna Sveinsdótt-
ir og Sigríður Gestsdóttir. Skaga-
byggð: Rafn Sigurbjörnsson.
A fyrsta fundi héraðsnefndar
voru kosnir í héraðsráð til eins árs:
Valgarður Hilmarsson oddviti,
Adolf Berndsen og Tryggvi Jónsson.
Tónlistarskólinn.
Nemendur Tónlistarskóla A-