Húnavaka - 01.05.2007, Page 140
138
H U N A V A K A
spurði Veiga Kristján. ,Já, já, ég er búinn að lesa það,“ svaraði hann og
leit upp úr blaði sem hann var að lesa. Veiga reif svo niður blaðið og vaíði
vandlega utan um hvert egg fyrir sig og setti líka blöð í botninn á föt-
unni og eins ofan á eggin er þau voru komin í fötuna.
Systurnar fóru að klæða sig í kápurnar og settu upp húfu og vettlinga.
Þær þökkuðu Kristjáni og Sigurveigu fyrir sig og kvöddu þau. Gréta kom
og tók fast utan um þær og kyssti þær líka. Þá hlógu systurnar en Gréta
hló ennþá meira. Sigurveig fylgdi þeim út á hlaðið, svo veifuðu systurnar
til Sigurveigar og Grétu og héldu heimleiðis. Þegar þær voru komnar
niður á veg með eggjafötuna milli sín sagði Sigrún. „Mikið er ég fegin
að afi og amma eru hjón en ekki Veiga og afi eða amma og Kristján". Þá
fór Freyja að hlæja og loks jjegar hún hætti að hlæja spurði hún, „af
hverju?“ „Nú, ég jiekki afa og ömmu svo vel en ekki Veigu og Kristján,"
sagði Sigrún. ,Já, það er alveg rétt hjá þér,“ svaraði Freyja.
Þeir óðu eldinn
Þorgils gjallandi bjó að Svínavatni, er kom út nteð Auðuni skökli. Hans synir
voru þeir Digri-Ormur, er vógu Skarphéðinn Véfreðarson á Vatnsskarði, og Þor-
kell. Glæðir var bróðir hans en systurson Guðmundar hins ríka. Þorkell (krafla)
vá Þorkel á Helgavatni að mannfundi að Kornsá, ellefu vetra gamall. Síðan fór
Þorkell utan og var með Sigurði Hlöðverssyni. Þorkell Þorgilsson fékk Hildar,
dóttur Þórornts frá Þórormstungu. Að því brúðkaupi vó Þorkell (krafla) Glæði.
Hildur Hermundardótdr, Eyvindarsonar, fylgdi honum, hann faldist í Kröflu-
lielli undir fossi í Vatnsdalsá. Þórdís spákona réð ráð til að Þorkeli skyldi ljósta
sprota hennar í höfuð Guðmundi ríka að dómi, er Högnuður hét, og mundi
hann þá eigi mæla, enn þeir tóku t\'ö hundruð silfurs. Þá tók Þorkell við Hofs-
landi og goðorði og hafði meðan hann lifði. Hann fékk Vigdísar, dóttur Ólafs
frá Haukagili.
í þann tíma kom út Friðrekur biskup með Þorvaldi Koðránssyni og var að
Giljá með þeim Ormi Koðránssyni feðgunt. Biskup var að liaustboði að Ólafs
og vígði biskup þar elda. Þar voru og berserkir tveir og hét Haukur hvárrtveggja.
Þeir óðu eldinn og brunnu báðir og heitir þar síðan síðan Haukagil. Þá tók Þor-
kell skírn og allir Vatnsdælar.
Landnámabók.