Húnavaka - 01.05.2007, Síða 89
H U N A V A K A
87
en útskrifast þaðan 1884 með góðri einkunn í öllum fögum eða eins og
Guðrún komst að orði við undirritaða, með fullt próf eins og það var
nefnt.“
Amma heldur sögunni áfram: „Eitt sinn kom óvenjulegt bréf frá systur
minni, þar segir:“
„Sigga mín, ég verð að segja þér leyndarmál sem ég á erfitt með að
bera ein mikið lengur. Þar sem ég er á konunglegum skóla sem heitir
Kunstflids Foreningskole koma hér margir gestir, þar á meðal prinsar og
prinsessur. Einn af konunglegu gestunum var Valdemar prins, fæddur
1858, sonur Christians IX. og bróðir Friðriks VIII. (Heim. Marins Leksi-
kon). Fannst mér það vekja athygli kennara skólans hvað Valdemar kom
oft í heimsókn.
Þegar ég, sem oftar, var á leið í heimboð til vina minna kom á móti
mér Valdemar prins. Hann kynnir sig og spyr.“ „Hvort hann megi ganga
með mér nokkurn spöl?“ ,Já, mín er æran, háttvirtur prins“, svaraði ég.
Þetta endurtók sig svo oft að mér var hætt að standa á sama en grunaði
hvað á spýtunni hékk frá hans hlið.
Hann hélt uppteknum hætti, gekk til hliðar, eitt sinn inn í lystigarð
sem var á leið okkar og bað mig að koma með sér og sjá garðinn sem ég
að sjálfsögðu gerði. Við settumst á bekk og röbbuðum saman um dag-
inn og veginn þangað til hann bar upp bónorðið. Því var íljótsvarað.
Sagðist vera heitbundin guðfræðikandídat heima á íslandi og slíkt heit
mundi ég aldrei rjúfa.
„Eg get það ekki því að ég elska þann mann. í öðru lagi sjáið þér sjálf-
ur, háttvird prins, að staða okkar í lífinu er svo gagnólík að dl hjónabands
getum við ekki stofnað. Það vitum við bæði og þarf ekki frekari urnræðu
við. I þriðja lagi langar mig til að þakka yður, háttvirti Valdemar prins,
fyrir framkomu yðar gagnvart mér sem sýnir hvort tveggja drenglyndi og
háttvísi svo af ber. Þér munið verða mér minnisstæður svo lengi sem ég
lifi.“
Prinsinn tók til máls: „Eg er svo oft búinn að segja foreldrum mínum
frá yður og þau langar til að kynnast yður svo að þér eruð boðin heim í
tedrykkju með okkur á morgun. Viljið þér gera það fyrir mig að þiggja
það boð, þó svona hafi farið í dag milli okkar?"
Elín svarar: ,Að vanþakka slíkt boð væri óafsakanleg ókurteisi. Bið ég
yður því, háttvird prins, að skila kærri kveðju til, háttvirtra foreldra yðar,
með innilegu þakklæd fyrir þann mikla heiður sem þau sýna mér óverð-
skuldaðri skólastúlku frá Islandi.“
„Þakka yður fyrir, þá sæki ég yður á morgun,“ sagði prinsinn.
Móttökur í höllinni voru sérlega hlýjar og frjálsmannlegar svo að ég
var hálfundrandi. Umræður snerust mest um Island og Danmörku sem
eðlilegt var. I h ernig ég kynni við mig í Danmörku. Hvernig væri að búa
á Islandi o.s.frv. Ef satt skal segja, var ég hálfkvíðin að eiga að heimsækja
svo háttsett fólk. En þegar ég var búin að heilsa og við höfðum tekið upp
samræður, fann ég mig eins og ntilli vina.