Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 138
GUÐRUN ANGANTYSDOTTIR, Skagaströnd:
Heimsóknin
Fre)ja og Sigrún voru systur. Freyja var 11 ára en Sigrún var að verða 9
ára. Þær voru hjá ömmu og afa sínum þegar þessi saga gerðist.
Foreldrar þeirra höfðu farið til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum.
Þetta var á þeim tíma þegar bílar voru ekki í eigu margra, ekki eins og í
dag þegar flestir eiga bíla. Þeir höfðu farið með rútu. Þetta var nokkrum
dögum fyrir páskahátíðina. Amma þeirra ætlaði svo margt að gera í dag,
hún ætlaði til dæmis að baka og ýmislegt fleira. „Æ stelpur mínar, aukið
þið mér nú leti og farið með spyrðuband af físki til hennar Sigurveigar
og munið þið að heilsa þegar þið komið til hennar og kveðja þegar þið
farið og elskurnar mínar ekki horfa mikið á Grétu litlu.“ ,Amma, af
hverju megum við ekki horfa á hana?“ spurði Sigrún. „Hún er ekki eins
og fólk er flest,“ sagði amma og svo hjálpaði hún þeim í kápur og lét þær
hafa húfur og vettlinga.
Þetta var þó nokkuð löng leið að fara því að Sigurveig átti lieima stutt
utan við bæinn norðantil en amma og afi sunnanmegin í bænum. Syst-
urnar gengu götuna út eftir og héldu á spyrðubandinu á milli sín.
„Freyja, af hverju ætli Gréta sé svona í framan, grettir sig og verður stund-
um skrýtin?“ spurði Sigrún systur sína. „Eg veit það ekki,“ svaraði Freyja.
„Hún hefur víst alltaf verið svona,“ bætti hún svo \'ið og var ósköp spek-
ingsleg á svipinn.
Það var gott veður úti og ekki mikill snjór, bara smá föl en þó nokkuð
mikill snjór í háu fjöllunum sem settu fallegan svip á þorpið. Nú sjá þær
hilla undir húsið liennar Sigurveigar og þarna var Kiistján maðurinn
hennar að koma frá fjárhúsunum. Þau áttu nokkrar kindur og hænur.
Kristján kom til systranna og var brosandi er hann heilsaði þeirn.
„Nei, hvað sé ég, eru bara tvær fallegar stúlkur að koma að heimsækja
mig,“ sagði hann. „Við erurn að hitta hana Veigu og eigum að fá henni
þennan fisk frá ömmu og afa,“ sagði Freyja. ,Æ og ég hélt að þið væruð
að hitta mig,“ svaraði Kristján og hló. „En gjörið þið svo vel og gangið í
bæinn,“ bætti hann svo við. Nú kom Sigurveig fram í anddyrið og kyssti
systurnar. Þær létu hana hafa spyrðubandið. Hún þakkaði þeim fýrir og
sagði, „ég hlakka til að borða signa fiskinn,“ svo bauð hún þeint í eldhús-
ið. Allt var svo hreint og snyrtilegt hjá henni. „Eg ætla nú að hita kakó
handa ykkur því að þið hljódð að vera bæði svangar og þreyttar eftir
svona langa gönguferð,“ sagði Veiga. „Nei, nei, við erum ekkert þreytt-
ar,“ svöruðu systurnar einum rórni.