Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 50
48
11 Ú N A V A K A
tillögu uvi vœnlega lausn á samkomuhúsmálum. Er til þess ætlast ad hún skili
áliti fyrir 1. apríl nk. “.
Nefndin skilaði áliti til hreppsnefndar 12. ntars 1947. Það álit er lagt
fram á sveitarstjórnarfundi 2. júní 1947 og er svohljóðandi.
„Þar sem nú liggja fyrir Alþingi, tillögur um nýbyggingar samkomuhúsa í
sveitum, telur nefndin ekki tímabœrt nú, ad reisa samkomuhús. Hins vegar
skorar nefndin á hreþpsnefnd ad leggja fyrir sveitarfund nú í vor, tillögu þess
efnis að hafinn sé undirbúningur aö lausn þessa máls, meb eftirgrennslan um
sjálfboðavinnu, hagnýtt fyrirkomulag og annað sem flýtt gœti fyrir samkomu-
lagi“.
Eftir nokkrar umræður var samþykkt í einu hljóði tillaga frá oddvitan-
um, Hafsteini á Gunnsteinsstöðum.
„Hreþþsnefndin samþykkir að Bólstaðarhlíðarhrepþur taki þátt í byggingu fé-
lagsheimilis á Botnastaðamó með kvenfélagi hreppsins, ungmennafélagi hrepps-
ins, Karlakór Bólstaðarhlíðarhreþþs og búnaðarfélagi hreþþsins, og gerir ráð
fyrir að þátttaka hreþpsins verði helmings framlag. Ætlast er til að framkvœmd-
ir geti hafist á nœsta vori.
Askilið er samþykki sveitarfundar og húsið verði styrkhœft samkvœmt lögum
um félagsheimili. Stjórn og framkvæmdanefnd sé skipuð tveimur mönnum frá
hrepþsnefnd, og einn maðurfrá hverju nefndu félagi.
Húsbyggingarsjóður hreþpsins verðurþá stofnsjóður félagsins og einnig and-
virði samkomuhússins, ef það verður selt. “
Þessi tillaga hreppsnefndar var síðan samþykkt í einu hljóði, á almenn-
um sveitarfundi í Bólstaðarhlíð 7. júní 1947.
Nú virtist vera kominn sá grunnur er byggt skyldi á en samt á mikið
vatn eftir að renna til sjávar, áður en framkvæmdir hófust, eða meira en
fjögur ár. Byggð í hreppnum stóð nú verulega höllum fæti. Skuggi fjár-
pestanna grúfði yfir og fjárhagur flestra bágborinn.
Málið mikið rætt
Árið 1951, sunnudaginn 29. janúar, fundar hreppsnefnd á Gili. Oddviti
Hafsteinn Pétursson skýrði nefndinni frá, að hann hefði sótt um fjárfest-
ingarleyfi til að gera grunn hússins á þessu ári.
Sama ár, 12. apríl, fundaði hreppsnefnd á Gunnsteinsstöðum. A fund-
inn mædr formaður Ungmennafélagsins Pétur Hafsteinsson og ræddi
húsbyggingarmálið. Oskaði hann þess í nafni félagsins að hreppsnefndin
hæft framkvæmdir þegar á næsta sumri og kvað ungmennafélaga fúsa til
að leggja fram allmikla vinnu. Miklar umræður urðu um málið og kom
fram dllaga unt að kjósa þriggja manna nel'nd til þess að gera tillögu um
skipulagningu Botnastaðamós og félagsheimilis þar.
Gert var ráð fyrir að ungmennafélag og kvenfélag kysu fulltrúa í þessa
nefnd af sinni hálfu.