Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 128
126
H U N A V A K A
Systkini Baldvins, nú á lífi, eru: Páll, um langt skeið bóndi á Geysi í
Geysisbyggð, til heimilis í Riverton, Margrét (Mrs. Stefánsson) í Vancou-
ver B.C., Þorbergur í Winnipeg, Indíana, (Mrs. Carelli) búsett í British
Columbía, Jón til heimilis að Hecla P.O.Man., María (Mrs. Sigurðsson) í
Steep Rock.Man. og Tistran til heimilis í Edmonton, Alta.
Látnir eru: Tryggt'i, er bjó að Víðir, Man., Jóhann, lengi búsettur í
Winnipeg, Man. og Halldór, síðast bóndi við Siglunes, Man.
Þann 4. apríl árið 1900 giftist Baldvin Maríu Ólafsdóttur, er hún fædd
á Kálfsstöðum í Berufirði 6. apríl 1877, dóttir Ólafs bónda Oddssonar,
síðar í Fagraskógi við Islendingafljót og konu hans, Kristbjargar Antoní-
usdóttur. Baldvin og María bjuggu um langt skeið, nærfellt tuttugu ár,
að Baldurshaga í Geysisbyggð í Manitoba en Fagraskógi við Riverton það-
an af. Börn þeirra Baldvins og Maríu eru: Herbert, giftur Valdheiði E-
astmann, Rivert, Ingibjörg, gift Marino Thorvaldson, Bissett, Albertína,
gift C.R. Benson, Winnipeg, Man en Bald\dn og Sigrún eru bæði heima
ltjá móður sinni. Baldvin bóndi andaðist að heimili sínu þann 18. sept-
ember s.l. eftir stutta legu; hafði heilsa hans verið allgóð til þess tíma.
Jarðarför hans fór fram 21. september. Var kveðjuathöfn fyrst á heimilinu
og síðan frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, að viðstöddu dæmafáu
fjölmenni. Séra Jóhann Bjarnason prestur á Gimli, en fyrrverandi sókn-
arprestur í Norður-Nýja Islandi, mælti kveðjuorð og jós nioldu.
Baldvin var gæddur nijög góðri greind og prýðisvel hagorður, enda
þekktur hagyrðingur á Islandi, áður en hann flutti vestur um haf. Sumar
vísur hans eru á margra vörum, eins og t.d. þessi sem birt er í Stuðlamál-
um Margeirs Jónssonar 2. hefti, bls. 28 og nefnd - Dæmið ekki:
Dómar falla eilífð í,
öld þó spjalli minna
gæta allir ættu því
eigin galla sinna.
Ymsar stökur Baldvins munu lengi lifa í hugum samferðamanna hans
svo smellnar og ljúfar sem þær rnargar eru; oddhvassar gátu þær stund-
um verið, en misstu sjaldan marks og voru að jafnaði ágætlega vel ortar.
Get ég ekki varist að birta aðra stöku, er hann nefnir - Bókfýsi og búsum-
hyggja -; er hún í Stuðlamálum, bls. 29:
Lýt ég rninni lestrarþrá,
læt mig einu gilda,
þó að togist talsvert á
dlhneiging og skylda.
Mun það mála sannast að alla æfi þráði hann bókfræðslu og menntun
er æskukjör hans meinuðu honurn að njóta og ábyrgð fullorðinsáranna
gat ekki samrýmst. En slík innibyrgð menntaþrá mótar mann, gerir \dð-