Húnavaka - 01.05.2007, Page 88
86
H U N A V A K A
Saga Elínar skráð af Sigrúnu Gísladóttur
Elín var fædd 25. nóvember 1866, látin 24. september 1890. Hún var
mjög glæsileg í alla staði, andlega og líkamlega. Þegar undirrituð sá íyrst
myndina af Elínu sem hékk í stofunni á Háeyri varð ég alveg undrandi og
spurði ömmu hvaða fallega kona þetta væri, hvort hún væri prinsessa?
„Nei, svo er nú ekki barnið mitt, þetta er mynd af Elínu systur okkar.“
En af hverju er hún í dönskum búningi?" spurði ég. „Hún var í skóla í
Kaupmannahöfn, þegar hún hafði lokið burtfararprófi úr Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Hún var bráðvel gefm og eftir því elskuleg í viðmóti við
hvern sem átti í hlut. Varð það því okkur öllum þungt áfall þegar hún
féll frá aðeins 24 ára. Við systur skrifuðumst alltaf á eftir að hún fór að
heiman, hún var svo dugleg að skrifa. Hrædd er ég um að hallast hafi á
mig í bréfaskriftunum og afsakaði ég það við hana sem hún taldi eðli-
legt þar sem aðstöðumunur okkar væri mikill svo að ekki væri sambæri-
legt.“
Eg hændist íljótt að henni ömmu á Háeyri. Hún var svo hógvær og
brosti skærast með augunum sem voru svo talandi og ég var svo glöð að
finna traustið sem hún bar til mín. Þá var það eitt sinn sem hún bað mig
að hjálpa sér að taka til í dragkistunni sinni sem var mjög stór með l]ór-
um djúpum skúffum. Hún var smíðuð úr rauðviði og alltaf læst því þar
geymdi amma sitt besta púss sem kallað var svo en þessar dragkistur voru
oftast nefndar Sifóner og þóttu mikil stofupiýði.
Þar fann ég bók í rauðu bandi með gylltum stöfum. Það var Uranía
eftir franska skáldið, Camilla Flemmarion, í þýðingu Björns Bjarnasonar
frá Viðfirði. Eg spurði ömmu hvort ég mætti skoða bókina? ,Já, ég held
nú það, barnið mitt. Eigum við ekki að hvíla okkur ef þú hellir upp á
könnuna og gefur okkur sopa?“Jú, jú, ég skenkti okkur kaffið og amma
lét fara vel um sig. Meðan við vorum að súpa kaffið sá ég að hún var eitt-
livað íbyggin á svipinn. Eg vildi ekki trufla hana og þagði.
Eftir litla stund segir amrna. „Nú ætla ég, Silla mín, að segja þér sögu
af Elínu systur minni sem ég trúi þér einni fyrir því að hún er algjört
leyndarmál." „Eg þakka þér traustið, amma mín en þú mátt treysta mér.“
Þetta heit hef ég haldið þar dl nú.
Frásögn systur Elínar
Sigríður Þorleifsdóttir segir nú frá: „Þegar Elín var 16 ára fór hún í
Kvennaskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum dr. Guðrúnar
Helgadóttur skólastjóra, hefur Elín Þorleifsdóttir innritast í skólann 1882