Húnavaka - 01.05.2007, Page 33
JÓN ARASON, Blönduósi:
Um fólkið í Klaufinni
Þegar fyrst var mælt fyrir lóðum á Blönduósi sumarið 1876, var það utan
\ið ána enda höfðu yfirvöld reiknað með að byggðin yrði þar í landi Enn-
is. Þegar Thomsen krafðist lóðar innan ár, fóru allir aðrir í kjölfar hans
og ekkert var byggt utan árinnar í langan tíma.
Það var ekki fyrr en sumarið 1897 sem farið var að byggja norðan ár.
Þá reisti Sveinn Kristófersson í Enni sér hús til íbúðar undir Skúlahorni
og bjó þar uns hann drukknaði í Blöndu sumarið 1911. Hann létjafn-
framt frænda sinn, Guðmund Guðmundsson, fá landspildu neðan við
Reiðmannaklauf til að byggja sér hús á. En feður þeirra, Sveins og Guð-
mundar, voru tvíburabræður, synir Sveins bónda á Hnjúkum sem úti varð
við túnfótinn á Hnjúkum haustið 1838. Hús Sveins var úr timbri á hlöðn-
um kjallara, allvandað, enda Sveinn smiður góður. Frændi lians byggði
úr torfi og nefndi bæ sinn Grund. Lengstum var hann þó kallaður Klauf-
in eftir klaufinni fyrir ofan bæinn, íbúunum til lítillar hrifningar.
Ekki bjó Guðmundur lengi á Grund, heldur flutti hann að Bakkakoti
1901. Meðal barna hans voru Finnur bóndi í Skrapatungu ogjón á Sölva-
bakka. Að Grund flutti þá Kristján Bessason frá Sölvabakka sem hafði
áður verið húsmaður að Blöndubakka. Hann flutti vestur um haf 1904
eins og Þorleifur Sveinsson bóndi í Enni sem hafði tekið þar við búi þeg-
ar faðir hans flutti niður á Blönduós.
Næsti ábúandi á Grund var Zophonías Hjálmsson búfræðingur og
steinsmiður, sonur Hjálms Sigurðssonar aljDÍngismanns í Norðtungu í
Þverárhlíð. Hann bjó þó aðeins árið á Grund. Var það meðan hann
byggði sér hús innan árinnar, fyrsta steinsteypta húsið á staðnum.
Lárus í Klaufmni
Ekki veit ég hver var á Grund næstu tvö ár ef einhver hefur búið J^ar en
vorið 1907 flytur þangað Lárus Gíslason sem lengst var þar búandi eða til
dauðadags 1950. Lárus hafði búið á Kúskerpi 1903-1904 en flutti þá um
tíma norður á Hjalteyri þar sem systir hans bjó. Hún hafði áður búið að
Neðri-Mýrum en flutt norður 1897. Meðal barna hennar var Jakob Möll-
er sem Lárus leit mjög upp til og fylgdi að málum í pólitík
Ekki var Lárus lengi nyrðra því að 1905 ílutti hann á Blönduós og bjó
fyrst eitt ár sem húsmaður á heimili Friðfmns Jónssonar. Hjá honum var