Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 124
GUÐRIÐUR B. HELGADOTTIR, Austurhlíb:
Eftirmáli við þátt um Brynjólf
í Þverárdal og hirðskáld hans
I Húnavöku 2006, bls. 27 - 43, er þáttur um Brynjólf íÞverárdal og hirbskáld
lians, skráh af Gubmundi Frímann.
í lok þeirrar samantektar og víðar er vitnað í minningargrein um Ki ist-
ínu Guðmundsdóttur er birtist í Islendingaþáttum Tímans. Til dæmis á
bls. 39 segir: „Kristín Jakobína varfœdd í Þverárdal, fremsta bce í Laxárdal í
A.-Húnavatnssýslu þann 29. nóvember 1894. “
Orðrétt tilvitnun í umrædda minningargrein er þannig: „KristínJ. Guð-
mundsdóttirvarfœddíÞverárdalíAustur-Húnavatnssýsluþ. 27. nóv. 1894.“
Þarna er því ekki rétt með farið því sannanlega var Kristín J. Guðmunds-
dóttir fædd þann 27. nóvember en ekki 29. og orðalagi tilvitnunar líka
vikið við, þótt haft sé innan gæsalappa. Hún dó 3. maí 1983. Einnig hef
ég fyrir satt að vísan „Sat í lilöðu Siggu hjá“... o.s.frv. sé eftir Baldvin og að
vísuna, „Skýrleikssólar sjá má vottinn“, hafí hann ort þegar hann vafði ný-
fætt barnið (Stefaníu) inn í einhverjar tuskur og bar fram að Fjósum til
velgerðarkonu sem hann þekkti þar, er tók við barnunganum og
aumkaðist yfir.
Ekki er heldur ljóst hvaðan greinarhöfundur hefur heimildir fýrir því
að Sigríður Jónsdóttir, móðir þeirra Stefaníu og Kristínar, hafí verið frá
Skollatungu, því orðrétt segir í heimildum sem ég hef undir höndum:
„Sigríbur Jónsdóttir (f. 6. 7. 1870 - d, 14. 2. 1949), ólst upþ á sveitarframfæri
og hrakningi. Var fermd frá Þorbrandsstöðum í Langadal 1885. Eftir fermingu
var hún í vistum þar til hún giftist Pétri Hannessyni árið 1899. Foreldrar henn-
ar voru Jón Pálsson, sem kallaður var handarvana, því hann var með visinn
handlegg frá barnœsku, vinnumáður lengi á Stóru-Giljá og móðir Svanliildur
Jónsdóttir, bónda í Kollugerði á Skagaströnd. “
Sigríði er svo lýst í Skagfirskum æviskrám: „ ....lágkona vexti en þrekin,
rösk til allra verka og mjög létt um mál. Gekk á efri árum í Hjálpræðishennn og
lét þar talsvert til sín taka. “
En Kristín dóttir hennar, sem um var skrifuð títtnefnd minningar-
grein, bjó í Skollatungu frá 1935 -1949.
Atli eftirfarandi vegna Sigriðar Jónsdóttur.
Greinarhöfundur dregur í efa að rétt sé að Baldvin skáldi, vinnumað-