Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 177
H U N A V A K A
175
Hennar áhugamál voru fyrst og fremst fjölskyldan. Hún haföi líka
ánægju af blómarækt, bóklestri og handavinnu og svo hún var dýravinur.
Hún naut þess að sjá sig um og ferðast bæði innanlands og utan.
Guðrún Elsa andaðist á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi í Reykja-
vík. Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju þann 2. desember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 14. febrúar 1914 - Dáin 11. desember 2006
Sigríður Fanný Ásgeirsdóttir fæddist að Höfðahólum á Skagaströnd 14.
febrúar 1914. Foreldrar hennar voru Guðríður Rafnsdóttir (f. 1876, d.
1932) ogÁsgeir Klemensson (f. 1879, d. 1938). Þau bjuggu í Höfðahól-
um á Skagaströnd. Sigríður átti þrjá bræður. Bróðir hennar, sammæðra,
var Árni Sigurðsson (f. 1902, d. 1981). Albræður átti Sigríður tvo. Sá eldri
þeirra var Axel (f. 1906, d. 1965), bóndi á Höfðahólum og Litla-Felli á
Skagaströnd. Sá yngri var Olafur (f. 1918, d. 1995), matsmaður, búsettur
í Kópavogi. I Höfðahólum ólst einnig upp
frænka Guðríðar húsfreyju, Guðríður Olafs-
dóttir, (f. 1906, d. 1989), síðar búsett í Reykja-
vík.
. Sigríður ólst upp í Höfðahólum, lauk
barnaskóla á Skagaströnd en fór síðan í vist til
Reykjavíkur og var lengi í vist á Hverfisgötu 50
hjá kaupmannshjónum sent þar bjuggu. Síð-
ar var hún í fiskvinnu í Höfnum á Reykjanesi.
Þann 31. desentber 1942 giftist Sigríður Jó-
hanni Péturssyni sem var frá Lækjarbakka á
Skagaströnd (f. 1918, d. 1999). Sigríður ogjó-
hann eignuðust fjögur börn og er ættbogi
þeirra orðinn töluverður. Elst barna þeirra er
Ása, f. 1943, hún á tvo syni. Næstelstur er Pét-
ur, f. 1947, kvæntur Guðrúnu Víglundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þá
er Gissur Rafn, f. 1948, kvæntur Gyðu Þórðardóttur og þau eiga fjögur
börn. Yngstur er Gylfi Njáll, f. 1953, sambýliskona hans er Guðrún Olafs-
dóttir. Gylfi á þrjá syni.
Sigríður og Jóhann byijuðu sinn búskap í Lundi á Skagaströnd en árið
1945 fluttu þau á Lækjarbakka og bjuggu þar allan sinn búskap. Lækjar-
bakka byggði Jóhann í samvinnu \'ið föður sinn og voru þeir með búskap
í sameiningu. Jóhann vann oft fram um allar sveitir þar sem hann var
verkstjóri hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu. Þurfti Sigríður
þá að sjá urn búskapinn í samvinnu við tengdaföður sinn. Einnig vann