Húnavaka - 01.05.2007, Page 51
H U N A V A K A
49
Tillagan samþykkt og oddvitinn Hafsteinn Pétursson tilnefndur af
hreppsins hálfu.
A almennum sveitarfundi, 16. júní 1951, að Bólstaðarhlíð er húsbygg-
ingarmálið enn mikið rætt og flestir á að byggja eigi það á Botnastaðamó.
Svo hljóðandi tillaga var samþykkt.
„Fundurinn óskar þess að starfandi nefnd í húsbyggingarmálinu geri sínar
ákvarðanir um málið og leggi þœr fyrir sveitarfund. “
Laugardaginn þann 3. nóvember sama ár fundar nefndin á Gunn-
steinsstöðum. Þar lagði oddviti fram nýútkominn bækling um félags-
heimili og skýrði frá því að öll líkindi bentu til þess að leyfi og lögboðinn
ríkisstyrkur fengist til að reisa hér félagsheimili á næsta sumri. Auk odd-
vita voru mætt á fundinum: Sigurjón Olafsson Brandsstöðum, fulltrúi fyr-
ir Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps og Guðrún Björnsdóttir
Gunnsteinsstöðum, fulltrúi Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps.
Að loknum umræðum var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd
til þess að starfa
með fulltrúum ung-
mennafélags og
heimilisiðnaðarfé-
lags um stofnun og
rekstur félagsheim-
ilisins, samkvæmt
gildandi lögum þar
um. Eftirtaldir menn
voru kosnir í nefnd-
ina, af hálfu hrepps-
nefndar:
Hafsteinn Péturs-
son, séra Gunnar
Arnason og Bóas
Magnússon.
Einnig kom fram
á fundinum að
búnaðarfélagið
hefði kosið Sigurð Þorfinnsson fyrir sína hönd í nefndina.
Miðukudaginn 28. nóvember 1951, var settur fundur á Æsustöðum,
samkvæmt boði hreppsnefndar. Auk hreppsnefndar voru mættir þrír
fulltrúar, einn frá ungmennafélaginu, annar frá heimilisiðnaðarfélaginu
og sá þriðji frá búnaðarfélaginu.
Fundarefni var stofnun félagsskapar um byggingu félagsheimilis fyrir
Bólstaðarhlíðarhrepp. Eftir að stofnsamningur fj'rir félagið hafði verið
samþykktur, var kosið í fyrstu stjórn félagsheimilisins og hlutu þessir
kosningu.
Af hálfu hreppsnefndar Bólstaðarhlíðarhrepps: Hafsteinn Pétursson,
Gunnsteinsstöðum, séra Gunnar Arnason, Æsustöðum og Jón Tryggva-
Gerður Aðalbjörnsdóttir og Pétur Hafsteinsson.