Húnavaka - 01.05.2007, Page 121
ELISABET A. ARNADOTTIR, Blönduósi:
Gjörningar?
Mér hefur alltaf fundist það lyginni líkast þegar fólk er að segja frá villum
sínum, jafnvel að sýnast lækir renna upp í móti og annað fleira álíka
gáfulegt - að ntínu mati. Fyrir nokkrum árum upplifði ég það að endur-
skoða þetta álit mitt.
Þá bjó ég á Akureyri og hugðist heimsækja dóttur mína sem bjó vestur
á Hellissandi. Þetta var seinni hluta vetrar og nokkur snjór á heiðum, þó
ekki til trafala. Eg bjó mig út með nesti og nýja skó, keðjur undir Land
Roverinn minn og kaffi á brúsa. Einnig fékk ég í ferðanesti fullt af góð-
um ráðum frá vinum og vandamönnum. Eitt ráðið var að fara Laxárdals-
heiðina vestur í Dali, það væri miklu styttra. Jú, jú, allt var þetta í góðu
lagi og þóttist ég nú fær í flestan sjó.
Lagt var af stað frá Akureyri, um níuleytið að morgni, í góðu veðri og
sólskinsskapi. Renndi mér á 70 km hraða inn Oxnadalinn og upp á heið-
ina og sóttist ferðin vel. Mætti bílum af og til og allt lék í lyndi. Afram
var ekið niður Norðurárdal, fram hjá Kotum og var þar að venju fullt af
bílum kringum bæinn. Sólin vermdi annað slagið og Qallabjart var allt
um kring. Eg raulaði \’ið bílinn minn og hann malaði undir hinn ánægð-
asti. Skagafjörður blasti við og brátt var Blönduhlíðin að baki.
I Varmahlíð var hressandi að fá sér heitt kakó og ís en kakó finnst mér
kjarnadrykkur. Snjór var á Vatnsskarði og fannst mér kuldalegt að sjá ný-
fætt folald vaða snjóinn upp á leggi en það var nálægt húsi svo að efa-
laust hefur verið hlynnt að því. Langidalurinn var ekki lengri en
venjulega en vegurinn eftir honum hefur breyst og batnað síðustu árin.
A Blönduósi hafði ég smádvöl enda átti þar vinum að fagna. Ekki var
til setu boðið því að ég átti langa leið fyrir höndum og ákveðin að komast
á leiðarenda um kvöldið. Hraðbrautin frá Blönduósi var bein og breið
og virtust allir bílar fara fram úr mér og meira en það. Þeir hurfu eins og
snæljós fyrir næsta leiti, þó keyrði ég á 70-80 km hraða svo að mér var
spurn, á hvaða hraða voru jjeir? Ekið var yfir Gljúfurá á nýju, fínu
brúnni, munur eða gamla hróið sem maður ók áður yfir með hálfum
huga. Víðidalurinn lá friðsæll í sólskininu og var vor í lofti. Kaffihlé frá
akstrinum tók ég öðru hverju og raðaði í mig flatbrauði með reyktum
silungi. Ferðin gekk sem sagt með ágætum og reiknaðist mér til að ná á-
fangastað klukkan 7-8 um kvöldið.
Hálsarnir yfír í Miðfjörðinn og Hrútafjörðinn finnast mér ekki