Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Page 10
föstudagur 30. janúar 200910 Fréttir Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir. Sérfræðingur segir að Björn Ingi hafi staðið í „hreinu braski“ og efast um siðferðilegt réttmæti viðskiptanna. Björn Ingi segir ekkert ólöglegt við viðskiptin en viðurkennir að spyrja megi um siðferðilegt réttmæti þeirra. AÐSTOÐARMAÐURINN FÉKK TUGMILLJÓNA LÁN Björn Ingi Hrafnsson fékk rúmlega 60 milljóna króna lán frá KB-banka árið 2005 til þess að kaupa hluta- bréf í bankanum. Björn Ingi var að- stoðarmaður Halldórs Ásgrímsson- ar forsætisráðherra á þessum tíma. Þetta kemur fram í ársreikningi eign- arhalds- félagsins Caramba sem er í eigu Björns Inga og eiginkonu hans. Skuld Caramba við KB-banka er bókfærð sem tæpar 62 milljónir í ársreikningi félagsins. Í ársreikningi Caramba fyrir árið 2006 kemur fram að Björn Ingi hafi selt hlutabréfin í bankanum því í lið sem heitir „eignarhlutir í öðrum félögum“ kem- ur fram að eign- arhaldsfélagið hafi aðeins átt lítinn hlut í Exista en ekkert í KB-banka. Árið áður hafði Björn Ingi átt hlutabréf í bankanum fyrir tæpar 60 milljónir. Hagnaður Caramba 29 milljónir árið 2006 Á ársreikningnum fyrir árið 2006 kemur hins vegar hvergi fram að Björn Ingi hafi keypt hlutabréf í KB- banka fyrir rúmar 60 milljónir árið 2005. Það kemur ekki heldur fram að hann eigi hlutinn í bankanum enn- þá. Björn Ingi seldi eignarhlut sinn í bankanum áður en ársreikningurinn fyrir árið 2006 var gerður því skuldir hans við lánastofnanir á árinu 2006 eru tæpar þrjár milljónir krónur en voru rúmar 62 milljónir árið áður. Hagnaður félagsins á árinu 2006 er bók- færður sem tæp- ar 29 milljón- ir á árinu 2006 og eigið fé félagsins var 5,5 milljónir í árslok 2005 en rúmar 23 milljónir í árslok 2006. Árið 2004 átti Caramba hins vegar engar eignir samkvæmt ársreikningum og hagnaðurinn af fé- laginu var 0 krónur. Björn Ingi seldi því hlutabréf Caramba í KB-banka og borgaði lán- ið aftur á milli þess sem hann skilaði ársreikningi fyrir árið 2005 og 2006 og græddi félagið á því meira en 20 milljónir króna. En gengi hlutabréfa í KB-banka hækkaði töluvert á milli áranna 2005 og 2006. Björn Ingi stað- festir þetta í samtali við DV. Ekkert óeðlilegt Björn Ingi segir að það hafi ekkert verið óeðlilegt við þessi viðskipti sín. Hann segir aðspurður að hann muni ekki hvort um kúlulán hafi verið að ræða eða ekki. Kúlulán er lán sem veitt er til viðskiptavinar án þess að borgað sé af því þar til undir lok láns- tímans, en þá er höfuðstóll lánsins greiddur út í einni greiðslu. Hann segir Caramba hafa fengið 60 milljónirnar að láni frá KB-banka til að versla með hlutabréf og að hann hafi borgað lánið aftur. „Þetta félag var í hlutabréfaviðskiptum og það er ekkert að fela í þessum efn- um,“ segir Björn. Aðspurður segist hann hafa verið aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar þegar hann keypti hluta- bréfin. „Ég hafði hins vegar verið í hlutabréfaviðskiptum síðan árið 2001,“ segir Björn Ingi. Aðspurður hvort lánið frá KB- banka hafi verið veðlaust seg- ir Björn Ingi að veð hafi verið í hlutabréfunum sjálfum og svo hafi að ákveðnu leyti verið per- sónulegar ábyrgðir á bak við eignarhaldsfélagið. Björn Ingi segir aðspurð- ur að vissulega megi spyrja þeirrar spurningar hvort það sé siðferðilega réttlæt- anlegt að aðstoðarmaður ráðherra eigi í slíkum viðskiptum. „Það má eflaust velta öllu slíku fyr- ir sér. Hins vegar gilda engar slíkar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar reglur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki,“ segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að eignarhaldsfé- lagið Caramba hafi ekki búið til nein gríðarleg auðævi hingað til og að fé- lagið standi ekki vel eftir efnahags- hrunið í haust. „Allur sá sparnaður sem var í félaginu tapaðist í efnahags- hruninu í haust,“ segir Björn Ingi. Aðspurður af hverju hann hafi ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 segir Björn Ingi að það sé „í ferli“. Hreint brask Sérfræðingur í hlutabréfaviðskiptum, sem DV hafði samband við og hefur kynnt sér ársreikninga Caramba, seg- ir að lánið til Björns Inga virðist hafa verið kúlulán. „Það er alveg greini- legt,“ segir sérfræðingurinn. Sérfræðingurinn segir að það áhugaverða við ársreikningana sé hvernig Björn Ingi hefði staðið í skil- um við bankann af láninu ef verðið á hlutabréfunum hefði fallið. Hér er spurningin hvort skuldin við bank- ann hefði fallið á eignarhaldsfélagið en ekki Björn Inga sjálfan. Eignar- haldsfélagið hefði þá orðið gjaldþrota en ekki Björn Ingi. Aðspurður segir sérfræðingurinn að hlutabréfaviðskipti Björns Inga virðist ekki hafa verið ólögleg. Hann segir hins vegar að um „hreint brask“ hafi verið að ræða hjá Birni Inga og að það sé spurning hvort það sé við hæfi að aðstoðarmaður forsætis- og utanríkisráðherra sé að leika sér í hlutabréfaviðskiptum á þennan hátt. IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Það má eflaust velta öllu slíku fyrir sér. Hins vegar gilda engar slík- ar reglur um það. Þá verða menn líka að gefa út einhverjar regl- ur um hverjir megi eiga í hlutabréfaviðskiptum og hverjir ekki.“ Björn Ingi í braski Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán til hluta- bréfakaupa frá KB-banka árið 2005 sem færði honum tugmilljóna króna hagnað. Björn Ingi var á þeim tíma aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar, forsætisráðherra Íslands. mynd Karl PEtErsson Kúlulán Kaupþings KB-banki veitti Birni Inga Hrafnssyni 60 milljóna króna kúlulán til hluta- bréfakaupa í bankanum. Björn Ingi átti hlutabréfin til skamms tíma, seldi þau svo og græddi meira en 20 milljónir króna. Kúlulán Eingreiðslulán þar sem lántakand- inn borgar ekki af láninu fyrr en lánstímanum lýkur. Vextirnir geta verið greiddir reglulega af láninu en þeir geta líka verið endurlánaðir og bætast þá við höfuðstólinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.