Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2009, Blaðsíða 26
FÖSTUDAGUR 30. jAnúAR 200926 Fókus u m h e l g i n a „Þetta er mjög þekkt verk sem ég hef stúderað og kennt sjálf niðri í Leiklist- arskóla. Eftir að Rústað var fyrst sýnt fór af stað ný bylgja í leikritun í Eng- landi og fleiri skáld fylgdu í kjölfarið. Meðal þeirra eru leikskáld á borð við Mark Raven Hill sem skrifaði Shopp- ing and Fucking og Anthony Nielson sem skrifaði Penetrator. Öll eiga þessi leikskáld það sameiginlegt að takast á við manneskjuna í sinni nöktustu mynd. Það er ekki verið að fegra neitt fyrir áhorfandanum heldur er þetta ótrúlega hrár og sterkur realismi sem er settur á svið og kannski svo- lítið anti-leikhús að mörgu leyti,“ út- skýrir Kristín Eysteinsdóttir, leikstjóri verksins. Þegar Rústað var frumsýnt í Lond- on árið 1995 þótti verkið marka ákveðin tímamót í leiklistarsögunni og gagnrýnendur voru orðlausir. Ým- ist af hrifningu eða skelfingu yfir of- beldinu sem blasti við þeim á leik- sviðinu. Verkið verður að forminu Rústað er fyrsta verk Söruh Kane sem vék fyrir eigin hendi langt um aldur fram, eingöngu tuttugu og átta ára gömul, en hafði þá samið fimm leik- verk, gert eina stuttmynd og skrifað tvær blaðagreinar í hið virta dagblað The Guardian. „Hún er mjög áhugaverður kar- akter. Hún var alveg sprenglærð og var rétt rúmlega tvítug að taka mast- ersnám í leikritun í Englandi þegar hún skrifaði Rústað. Hún ætlaði sér upphaflega að endurskrifa nútímaút- gáfu af Lé konungi eftir Shakespeare. Sjálf segir hún að í fyrri hálfleik sé verkið tilraun með realisma eins og í verkum Ibsens en í blálokin er verk- ið búið að þróast meira í átt að Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket. Hún leikur sér með það að byrja í rosalega realisku formi, svo spreng- ir hún formin og leikritið brotnar og brotnar í sundur. Þetta er ótrúlega áhugaverð tilraun með formið. Inni- haldið í verkinu verður í rauninni að forminu. Eftir því sem meiri spenna byggist upp á milli karakteranna í verkinu fer verkið að brotna í eining- ar. Sjálfsmynd karakteranna brotnar og um leið brotnar verkið svo inni- haldið og formið haldast í hendur,“ segir Kristín Elskað í ómögulegum heimi Rústað er kennt við það sem fræði- menn hafa skilgreint sem In Yer Face-leikhús. Kristín segir það reynd- ar skilgreiningu sem hafi alltaf farið frekar mikið í taugarnar á höfundin- um sjálfum. „Sarah sagðist alltaf einfaldlega vera að skrifa um alvöru manneskjur og það sem skipti mestu máli í hennar verkum er þessi þrá eftir ást og það að vilja elska í heimi sem er hugsanlega ómögulegur. Hún er að skoða mjög mikið hvar siðferðismörk manneskj- unnar liggja og hversu langt við erum tilbúin að ganga til þess að lifa af. Þessi verk eiga það sameiginlegt að það er ekki verið að hlífa áhorfand- anum heldur er hann frekar gerður að vitni á ákveðinn hátt. Þú sérð ákveðna hluti á leiksvið- inu sem þú ert ekki vanur að sjá þar og þá er ég ekki að tala um eitthvað splatter og hrylling því þetta snýst engan veginn um það. Það er meira um intense andlegt ofbeldi. Þú ferð inn í atburðarásina og líður frekar eins og þú sért samsekur því þú ert að sjá hluti sem þú ert ekkert vanur að sjá í leikhúsi. Maður er kannski vanari að sjá svona lagað í bíó en leikhús er náttúrlega lifandi miðill svo það er allt allt öðruvísi að sjá of- beldið á leiksviði.“ Ógnvænlegir atburðir á hóteli Rústað gerist á hótelherbergi í Leeds og fjallar um par sem hittist eftir lang- an tíma og þegar líður á verkið flétt- ast inn í það þriðji aðili sem gerir það að verkum að söguþráðurinn tekur óvænta stefnu. „Verkið fjallar um fjörutíu og fimm ára blaðamann sem vinnur á tabloid-blaði og tuttugu og eins árs stelpu úr millistéttinni í London. Þau eru par sem á sér ákveðna for- sögu og hafa ekki hist í svolítið lang- an tíma þegar þau koma á hótelher- bergið. Í kjölfarið fer af stað ákveðin atburðarás á milli þeirra sem veld- ur því að mjög ógnvænlegir hlutir gerast. Þegar svolítið er liðið á verk- ið kemur þriðji aðili inn á hótelher- bergið og hreinlega gjörbreytir at- burðarásinni,“ segir Kristín sem vill þó ekki gefa of mikið upp um sögu- þráðinn. „Það er mjög magnað við þetta verk hvað það er klassískt og á í raun- inni alltaf vel við. Það tekur á hlutum sem eiga alltaf vel við, því miður, eins og stríði og borgarastyrjöld. Það er núna önnur kynslóð sem er að taka verkið aftur og setja það upp. Það var sett upp í New York fyrir tveim- ur mánuðum og í London í fyrra. Ég held að ástæðan fyrir því að verkið er sett svona oft upp er að það fjallar um eðli manneskjunnar sem er hreinlega tímalaust þema.“ Sjokkerar ekki til að sjokkera Í umfjöllun um verkið inni á heima- síðu Borgarleikhússins segir að Rúst- að sé bannað börnum og alls ekki við hæfi viðkvæmra. Kristín segir þó Sjeikspírs Karnival Halaleikhópurinn frumsýnir leikritið Sjeikspírs Karnival á morgun, laugardag. Höfundur leikgerðar er Þröstur Guðbjartsson sem einnig leikstýrir sýningunni. Unnið er upp úr þremur verkum Shakespears, Þrettándakvöldi, Draumi á jónsmessunótt og Hinriki IV. Átján leikarar taka þátt í sýningunni sem sýnd er í Halanum, Hátúni 12. nánari upplýsingar á halaleikhopurinn.is. Errósýning fyrir alla fjölskylduna verður opnuð í Hafnarhúsi á morg- un, laugardag. Ilmur Stefánsdóttir listamaður á veg og vanda af sýn- ingunni en þar bregður hún á leik með nokkur af stærri verkum Errós. Brýtur þau niður í stóra, hand- hæga kubba sem hægt er að raða aftur samkvæmt frummyndinni sem hangir á veggnum eða skapa ný og öðruvísi verk. Ilmur verður á staðnum á opnuninni klukkan 11 og skoðar þá möguleika sem kubb- arnir bjóða upp á með börnum og fullorðnum. Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið verið í samstarfi um hádegistón- leika á Kjarvalsstöðum þar sem aðgangur er ókeypis. Í dag, föstu- dag, bjóða Listasafnið og Tríóið til hádegistónleika þar sem klassísk- ur léttleiki verður í fyrirrúmi. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guð- mundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Aftur í Hafnarhúsið. Þar verð- ur listamaðurinn Ásmundur Ás- mundsson í listamannsspjalli á sunnudaginn klukkan 15. Hann er vel kunnur fyrir afdráttarlausa gagnrýni á samfélagið og sam- ferðamenn hvort sem er á vettvangi myndlistar eða ritlistar. Á sýning- unni Hola í A-salnum dregur Ás- mundur upp mynd af samfélaginu eins og það blasir við honum í dag. Sem fyrr er frítt á Listasafn Reykjavíkur. Erró fyrir fjölskylduna OfSi til ÞýSKa- landS Þýska forlagið btb, sem er í eigu hins virta Random House, hefur keypt réttinn að þýskri þýðingu á Ofsa, bók Einars Kárasonar sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir í vikunni. Áður hefur btb gefið út Óvinafagnað Einars á þýsku en hún segir frá aðdraganda þeirra atburða sem er lýst í Ofsa. Forlagið btb er með virtari forlögum í Þýskalandi og hefur meðal annars á sínum snær- um höfundana Haruki Murakami, Doris Lessing, Kazuo Ishiguro og J.M.G. Le Clézio. Sala á íslenskum bókum til Þýskalands hefur gengið mjög vel upp á síðkastið og má það vafalaust þakka því að Ísland verður í aðalhlutverki á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. KOnur aftur í búðir Hin lofaða skáldsaga Steinars Braga, Konur, er komin út í kilju hjá Forlaginu. Bókin seldist upp töluvert löngu fyrir jól en hún var prentuð í þúsund eintökum. Kon- ur fékk fullt hús, eða fimm stjörn- ur, hjá öllum þremur dagblöðum landsins. Sagan segir frá ungri, íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar banka- maður, einn íslensku útrásarvík- inganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsi- legri þakíbúð í háhýsi við Sæbraut meðan hún sé að koma sér fyrir, en smám saman fær hún á tilfinn- inguna að verið sé að leiða hana í gildru. Jón Kalman heillar Svía Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson heillar sænska lesendur þessa dagana. Gagnrýnandi HD segist hafa fallið í stafi og séð ljósið við lestur þessarar „stórmerkilegu skáldsögu“. Christian Swlandier skrifar í Boras Tidning: „Sumarljós og svo kemur nóttin er ástríðufull og sérlega lifandi skáldsaga. Ég vona svo sannarlega að Jóni Kalman takist að slá í gegn með sögunni í Svíþjóð.“ Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 og var tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Leiksýning byggð á henni er nú sýnd í Þjóðleikhúsinu. Jón Kalman er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun fylgja útgáfu bókarinnar eftir með upplestraferðalagi. MYND HöSkariNN Erró, kjarval og tríó koma við sögu í Listasafni Reykjavíkur um helgina: Erró Ilmur Stefánsdóttir bregður á leik með verk listamanns- ins á sýningunni. Dvelur ekki í eymdinni kristín Eysteinsdóttir leikstýrir rústað í Borgarleikhúsinu „Þetta er alls ekki leikhús sem gengur út á að sjokkera bara til að sjokkera. Ég hef engan áhuga á að gefa áhorfendum fokkmerki eða láta þeim líða eins og ég sé að ganga eins mikið fram af þeim og hægt er.“ MYND GuNNar GuNNarSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.